Handbolti

Stjórn HSÍ vill eftirlit með leikjum Fram og Stjörnunnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Fram og Stjörnunnar á dögunum.
Úr leik Fram og Stjörnunnar á dögunum. Mynd/Anton

Stjórn HSÍ lét bóka sérstök tilmæli til dómaranefndar HSÍ um að eftirliti verði komið á hjá leikjum Fram og Stjörnunnar í meistaraflokki kvenna um óákveðinn tíma.

Þetta kemur í kjölfar þeirrar harðorðu umræðu sem hefur átt sér stað síðan að leikurinn fór fram eins og má sjá í þeim fréttum sem má skoða hér fyrir neðan.

Þjálfurum liðanna lentu í hár saman og flugu ásakanir á víxl um meint vinatengls annars þjálfarans við dómara leiksins.

Yfirlýsing HSÍ:

„Í kjölfarið á leik Fram og Stjörnunnar í N1 deild kvenna og þeirra atburða og umræðu sem hafa átt sér stað hefur stjórn HSÍ bókað á fundi sínum tilmæli til dómaranefndar HSÍ að eftirlit verði komið á í m.fl kvenna hjá Fram og Stjörnunni um óákveðinn tíma.

Fyrir hönd stjórnar HSÍ

Einar Þorvarðarson

Framkvæmdarstjóri"


Tengdar fréttir

Fram hafði betur í toppslagnum

Fram vann í kvöld nauman 29-28 sigur á HK í uppgjöri tveggja af toppliðunum í N1 deild karla í handbolta. Úrslitin þýða að liðin eru jöfn að stigum í 2.-3. sæti deildarinnar með 17 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Hauka en eiga bæði leik til góða á toppliðið.

Sigurmarkið á lokasekúndunni

Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir var hetja Fram er hún skoraði sigurmark sinna manna gegn Stjörnunni í kvöld á lokasekúndu leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×