Lífið

Lindsay með nýjan kærasta og kærustu

Courtney Semel og Lindsay Lohan.
Courtney Semel og Lindsay Lohan.
Það er nóg að gera hjá Lindsay Lohan. Undanfarið hefur hún verið bendluð bæði við nýjan kærasta - og kærustu.

Lindsay fór á dögunum í partý til lesbíunnar Jeanette Longoria, sem er fræg í félagslífinu í Los Angeles. Með Lindsay var Courtney Semel, 28 ára gömul dóttir Terry Semel, forstjóra Yahoo. Að sögn gesta í boðinu héldust þær í hendur, og virtust afar nánar. Þær yfirgáfu partýið saman, og sáust svo í innkaupaleiðangri snemma dags daginn eftir.

Stöllurnar hafa í rúman mánuð búið saman í húsi í Los Angeles, að sögn heimildamanns New York Post.

Þetta er ekki það eina meinta ástarævintýrið sem Lindsay stendur í. Nýlega sást til hennar í hörkusleik við leikarann og hönnuðinn Spencer Guilburt fyrir utan veitingastaðinn Il Sole. Hann viðurkenndi að þau hefðu varið miklum tíma saman undanfarið, en treysti sér ekki til að staðfesta sambandið. ,,Ef ég er í sambandi við Lindsay, þá segir Lindsay ykkur frá því. Það kemur í ljós innan skamms.

Lindsay sagði eitt sinn í viðtali við GQ tímaritið að hún væri tvíkynhneigð. Í fyrra voru uppi getgátur um að hún væri í sambandi við vinkonu sína, stjörnuplötusnúðinn Samönthu Ronson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.