Græn jól í Bandaríkjunum 21. desember 2007 15:31 Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í Bandaríkjunum á þessum síðasta degi fyrir jól. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað í bandarískum kauphöllum í dag eftir að bandaríski fjárfestingabankinn Merrill Lynch sagði útlit fyrir að hann myndi fá allt að fimm milljarða innspýtingu frá asíska fjárfestingasjóðinum Temasek í Síngapúr. Fjármögnunin þykir afar jákvæð mótvægisaðgerð eftir afskriftir bankans upp á síðkastið. Aðrir bankar í Bandaríkjunum hafa gripið til svipaðra aðgerða og er skemmst að minnast þess að fjárfestingasjóður í eigu stjórnvalda í Abu Dhabí keypti hlut í Citigroup fyrir 7,5 milljarða dala á dögunum. Þá hækkaði gengi tæknifyrirtækja sömuleiðis vestanhafs eftir að afkoma hátæknifyrirtækisins Research in Motion, sem framleiðir Blackberry-símtæki, rúmlega tvöfaldaðist á milli ára, sem var langt umfram væntingar. Stjórnendur fyrirtækisins segja hins vegar að dragist einkaneysla saman á fjórðungnum geti svo farið að afkoma fyrirtækisins standist ekki væntingar. Það sem af er dags hefur Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkað um 1,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 1,36 prósent. Af einstökum félögum hækkaði gengi flugrekstrarfélagsins AMR um 0,59 prósent og stendur gengið í 15,49 dölum á hlut sem er með lægsta gengi félagsins. Decode hefur hækkað hins vegar lækkað um 0,83 prósent og standa þau í 3,58 dölum á hlut.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira