Mitt framlag 7. september 2007 00:01 Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmyndina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrjaldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengilegt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkjum á borð við Pepsi Max yrði útrýmt. Þetta er eiginlega það eina í heiminum sem truflar mig að einhverju ráði. Með öðrum orðum hugsa ég ekki sérlega stórt. Helstu afleiðingar lítilfjörlegra pælinga eru skortur á ástríðu - kolunum sem kynda hugsjónirnar - og birtist aðallega í tómlæti gagnvart „stóru málunum". Ég hef líklega sterkari skoðanir á hvítu gallabuxunum sem ég sá Egil Ólafsson einu sinni í á Laugaveginum en á hlýnun jarðar. Við þetta ástand verður vitaskuld ekki lengur unað. Það er ekki lengur töff að vera töff og standa á sama um allt og alla. Það eina sem blífur nú til dags er að láta málin sig varða, fá nóg af þessu öllu saman og steyta hnefa í mótskælaskyni, helst gegn einhverju merkilegra en Pepsi Max. Ég er sem sagt í leit að ástríðu - hugsjón til að helga mig og berjast fyrir. Sem er heilmikil skuldbinding og ekkert til að flana að. Byrja kannski á að taka þátt í vitundarvakningu eða þjóðarátaki, til dæmis skógrækt, og vinn mig smátt og smátt upp í froðufellandi grænmetisætu sem slettir lífrænu skyri á alþingismenn. Umhverfismál eru heppilegur upphafspunktur, víðfeðmur málaflokkur sem er mikið í umræðunni og auðvelt að flétta við aðra þætti daglegs lífs, til dæmis samgöngur, sem eru í brennidepli þessa dagana. Ég hef nokkuð skýra afstöðu gagnvart bæði umferðarteppu og slysum: ég er á móti þeim. Ég hef því ákveðið að leggja mitt af mörkum í þágu umferðaröryggis og umhverfisverndar og fengið mér reiðhjól. Með þessu móti ek ég ekki á neinn og bjarga ábyggilega lífi fjölda leikskólabarna sem að öðrum kosti myndu tærast upp í svifryki. Ég ætla reyndar ekki að losa mig við bílinn alveg strax. Ég lofa aftur á móti að nota hann bara í ítrustu neyð og ætla alltaf að hjóla í vinnuna. Nema auðvitað þegar það er rigning og mótvindur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun
Mér er stundum legið á hálsi fyrir að sjá ekki heildarmyndina. Og það réttilega. Gefum okkur að ég kæmist í tæri við óskabrunn. Áður en ég myndi eftir vágestum á borð við örbirgð, sjúkdóma og styrjaldir væri ég líklega búinn að sólunda óskunum í eitthvað fáfengilegt á borð við að fólk hætti að kalla kjúkling kjúlla eða að plebbadrykkjum á borð við Pepsi Max yrði útrýmt. Þetta er eiginlega það eina í heiminum sem truflar mig að einhverju ráði. Með öðrum orðum hugsa ég ekki sérlega stórt. Helstu afleiðingar lítilfjörlegra pælinga eru skortur á ástríðu - kolunum sem kynda hugsjónirnar - og birtist aðallega í tómlæti gagnvart „stóru málunum". Ég hef líklega sterkari skoðanir á hvítu gallabuxunum sem ég sá Egil Ólafsson einu sinni í á Laugaveginum en á hlýnun jarðar. Við þetta ástand verður vitaskuld ekki lengur unað. Það er ekki lengur töff að vera töff og standa á sama um allt og alla. Það eina sem blífur nú til dags er að láta málin sig varða, fá nóg af þessu öllu saman og steyta hnefa í mótskælaskyni, helst gegn einhverju merkilegra en Pepsi Max. Ég er sem sagt í leit að ástríðu - hugsjón til að helga mig og berjast fyrir. Sem er heilmikil skuldbinding og ekkert til að flana að. Byrja kannski á að taka þátt í vitundarvakningu eða þjóðarátaki, til dæmis skógrækt, og vinn mig smátt og smátt upp í froðufellandi grænmetisætu sem slettir lífrænu skyri á alþingismenn. Umhverfismál eru heppilegur upphafspunktur, víðfeðmur málaflokkur sem er mikið í umræðunni og auðvelt að flétta við aðra þætti daglegs lífs, til dæmis samgöngur, sem eru í brennidepli þessa dagana. Ég hef nokkuð skýra afstöðu gagnvart bæði umferðarteppu og slysum: ég er á móti þeim. Ég hef því ákveðið að leggja mitt af mörkum í þágu umferðaröryggis og umhverfisverndar og fengið mér reiðhjól. Með þessu móti ek ég ekki á neinn og bjarga ábyggilega lífi fjölda leikskólabarna sem að öðrum kosti myndu tærast upp í svifryki. Ég ætla reyndar ekki að losa mig við bílinn alveg strax. Ég lofa aftur á móti að nota hann bara í ítrustu neyð og ætla alltaf að hjóla í vinnuna. Nema auðvitað þegar það er rigning og mótvindur.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun