Ævintýri líkast 9. mars 2007 05:30 Árið 1991, þegar tekjuskattur á fyrirtæki var 45%, skilaði hann tveimur milljörðum króna í ríkissjóð. Árið 2007, þegar skatturinn er kominn niður í 18%, er gert ráð fyrir, að hann skili 34 milljörðum króna í ríkissjóð. Þetta er ævintýri líkast, eflaust einhver best heppnaða skattalækkun sögunnar. Þetta er skýrt dæmi um hinn svokallaða Laffer-boga, sem bandaríski hagfræðingurinn Arthur Laffer rissaði í desember 1974 upp á munnþurrku í veitingahúsi í Washington-borg. Laffer-boginn er líkastur liggjandi hálfhring og sýnir, hvernig skatttekjur (í $) rísa með aukinni skattheimtu (í %), uns kemur að ákveðnum takmörkum, en eftir það falla skatttekjurnar, jafnvel þótt skattheimtan sé aukin. 100% skattheimta skilar ekki krónu í ríkissjóð fremur en 0% skattheimta. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tók hugmyndina að baki Laffer-boganum upp, þegar hann beitti sér fyrir stórfelldum skattalækkunum: Skatttekjur ríkisins geta aukist, þótt skattheimtan minnki, vegna þess að skattalækkanir örva fólk og fyrirtæki til dáða. Andstæðingar Reagans kölluðu þetta „voodoo"-hagfræði, en þetta er forn speki. Jón Þorláksson fjármálaráðherra sagði á Alþingi 1925: „Það er almenn regla, viðurkennd af sérfræðingum í skattamálum í meira en 100 ár, að takmörk eru fyrir því, hve mikið má hækka einstaka skatta; þegar komið er að þessu takmarki, leiðir frekari hækkun ekki til aukningar á skatttekjum, heldur til lækkunar á þeim." Og öfugt: Þegar komið er fram yfir þau takmörk, sem Jón Þorláksson talaði um, leiðir lækkun skattanna til aukningar á skatttekjum. Nú er hinum miklu framkvæmdum á hálendinu að ljúka hér og hætt við niðursveiflu í atvinnulífinu. Þá er einmitt rétti tíminn til að ráðast í frekari skattalækkanir. Ef tekjuskattur á fyrirtæki er lækkaður niður í 10%, þá verður hann jafnlágur og í ýmsum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu, en lægri en á Írlandi, þar sem hann er 12,5%. Írar hafa náð góðum árangri í að laða til sín fjármagn og fyrirtæki. Við ættum að geta gert enn betur. Eins og reynsla okkar sýnir, þarf minni skattheimta ekki að hafa í för með sér lægri skatttekjur, heldur jafnvel hærri. Fyrirtæki munu sjá sér hag í að setjast að hér frekar en í löndum Evrópusambandsins, þar sem þrengt er að þeim á ýmsan veg. Jafnframt þarf að lækka tekjuskatt á atvinnutekjur til jafns við fjármagnstekjur. Nú greiða menn 35,78% skatt af atvinnutekjum, en ekki 10% af fjármagnstekjum, heldur 26,2% í raun. Þetta sést á einföldu dæmi. Maður á fyrirtæki, sem græðir 1 millj. kr. Fyrirtækið greiðir því 180 þús. kr. í tekjuskatt. Eigandinn hirðir eftir það arð, 820 þús. kr. Af honum verður hann að inna af höndum 82 þús. kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals hefur hann því greitt í tekjuskatt 262 þús. kr. eða 26,2% af heildartekjunum. Ef fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur á fyrirtæki eru hvorir tveggja 10%, þá ætti tekjuskattur á einstaklinga að vera 19%, eins og sést á sama dæmi. Maður á fyrirtæki, sem græðir 1 millj. kr. Fyrirtækið greiðir 100 þús. kr. í tekjuskatt. Eigandinn hirðir eftir það arð, 900 þús. kr. Af því verður hann að inna af höndum 90 þús. kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals greiðir hann því í tekjuskatt 190 þús. kr. eða 19% af heildartekjum. Um leið og tekjuskattur á fyrirtæki yrði lækkaður í 10% og á einstaklinga í 19%, þyrfti að fella niður skattgreiðslur af söluhagnaði af hlutabréfum og verðbréfum, eins og Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur bent á. Þetta eru í raun ekki tekjur, heldur innlausn eigna. Fyrirtæki hafa getað frestað skattgreiðslum af þessu endalaust, en ef þau vilja það ekki, þá hafa þau flust til útlanda, sem er óæskilegt. Það er betra, að fjármagnseigendur séu á Íslandi og greiði hér lága skatta en að þeir komi sér fyrir í öðrum löndum og greiði hér enga skatta. Íslenska ævintýrið heldur áfram, ef við víkjum ekki af íslensku leiðinni, sem felst í lækkun skatta og aukinni verðmætasköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun
Árið 1991, þegar tekjuskattur á fyrirtæki var 45%, skilaði hann tveimur milljörðum króna í ríkissjóð. Árið 2007, þegar skatturinn er kominn niður í 18%, er gert ráð fyrir, að hann skili 34 milljörðum króna í ríkissjóð. Þetta er ævintýri líkast, eflaust einhver best heppnaða skattalækkun sögunnar. Þetta er skýrt dæmi um hinn svokallaða Laffer-boga, sem bandaríski hagfræðingurinn Arthur Laffer rissaði í desember 1974 upp á munnþurrku í veitingahúsi í Washington-borg. Laffer-boginn er líkastur liggjandi hálfhring og sýnir, hvernig skatttekjur (í $) rísa með aukinni skattheimtu (í %), uns kemur að ákveðnum takmörkum, en eftir það falla skatttekjurnar, jafnvel þótt skattheimtan sé aukin. 100% skattheimta skilar ekki krónu í ríkissjóð fremur en 0% skattheimta. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti tók hugmyndina að baki Laffer-boganum upp, þegar hann beitti sér fyrir stórfelldum skattalækkunum: Skatttekjur ríkisins geta aukist, þótt skattheimtan minnki, vegna þess að skattalækkanir örva fólk og fyrirtæki til dáða. Andstæðingar Reagans kölluðu þetta „voodoo"-hagfræði, en þetta er forn speki. Jón Þorláksson fjármálaráðherra sagði á Alþingi 1925: „Það er almenn regla, viðurkennd af sérfræðingum í skattamálum í meira en 100 ár, að takmörk eru fyrir því, hve mikið má hækka einstaka skatta; þegar komið er að þessu takmarki, leiðir frekari hækkun ekki til aukningar á skatttekjum, heldur til lækkunar á þeim." Og öfugt: Þegar komið er fram yfir þau takmörk, sem Jón Þorláksson talaði um, leiðir lækkun skattanna til aukningar á skatttekjum. Nú er hinum miklu framkvæmdum á hálendinu að ljúka hér og hætt við niðursveiflu í atvinnulífinu. Þá er einmitt rétti tíminn til að ráðast í frekari skattalækkanir. Ef tekjuskattur á fyrirtæki er lækkaður niður í 10%, þá verður hann jafnlágur og í ýmsum ríkjum Mið- og Austur-Evrópu, en lægri en á Írlandi, þar sem hann er 12,5%. Írar hafa náð góðum árangri í að laða til sín fjármagn og fyrirtæki. Við ættum að geta gert enn betur. Eins og reynsla okkar sýnir, þarf minni skattheimta ekki að hafa í för með sér lægri skatttekjur, heldur jafnvel hærri. Fyrirtæki munu sjá sér hag í að setjast að hér frekar en í löndum Evrópusambandsins, þar sem þrengt er að þeim á ýmsan veg. Jafnframt þarf að lækka tekjuskatt á atvinnutekjur til jafns við fjármagnstekjur. Nú greiða menn 35,78% skatt af atvinnutekjum, en ekki 10% af fjármagnstekjum, heldur 26,2% í raun. Þetta sést á einföldu dæmi. Maður á fyrirtæki, sem græðir 1 millj. kr. Fyrirtækið greiðir því 180 þús. kr. í tekjuskatt. Eigandinn hirðir eftir það arð, 820 þús. kr. Af honum verður hann að inna af höndum 82 þús. kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals hefur hann því greitt í tekjuskatt 262 þús. kr. eða 26,2% af heildartekjunum. Ef fjármagnstekjuskattur og tekjuskattur á fyrirtæki eru hvorir tveggja 10%, þá ætti tekjuskattur á einstaklinga að vera 19%, eins og sést á sama dæmi. Maður á fyrirtæki, sem græðir 1 millj. kr. Fyrirtækið greiðir 100 þús. kr. í tekjuskatt. Eigandinn hirðir eftir það arð, 900 þús. kr. Af því verður hann að inna af höndum 90 þús. kr. í fjármagnstekjuskatt. Samtals greiðir hann því í tekjuskatt 190 þús. kr. eða 19% af heildartekjum. Um leið og tekjuskattur á fyrirtæki yrði lækkaður í 10% og á einstaklinga í 19%, þyrfti að fella niður skattgreiðslur af söluhagnaði af hlutabréfum og verðbréfum, eins og Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur bent á. Þetta eru í raun ekki tekjur, heldur innlausn eigna. Fyrirtæki hafa getað frestað skattgreiðslum af þessu endalaust, en ef þau vilja það ekki, þá hafa þau flust til útlanda, sem er óæskilegt. Það er betra, að fjármagnseigendur séu á Íslandi og greiði hér lága skatta en að þeir komi sér fyrir í öðrum löndum og greiði hér enga skatta. Íslenska ævintýrið heldur áfram, ef við víkjum ekki af íslensku leiðinni, sem felst í lækkun skatta og aukinni verðmætasköpun.