Viðskipti innlent

Verðbólguhorfur ámóta og í mars

Vaxtaákvörðun kynnt. Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur, Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason seðlabankastjórar, auk Davíðs Oddssonar formanns bankastjórnar.
Vaxtaákvörðun kynnt. Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur, Ingimundur Friðriksson og Eiríkur Guðnason seðlabankastjórar, auk Davíðs Oddssonar formanns bankastjórnar. MYNND/Vilhelm

Verðbólguhjöðnun hefur gengið heldur hægar en Seðlabankinn gerði ráð fyrir, en þó ekki svo að hafi enn áhrif á ákvarðanir bankans um stýrivexti. Davíð Oddsson seðlabankastjóri kynnti í gær ákvörðun bankans um að hafa stýrivexti óbreytta í 14,25 prósentum. Að óbreyttu segir hann að vaxtalækkunarferli bankans gæti hafist í lok þessa árs.

Stýrivextir hafa verið óbreyttir frá því 21. desember síðastliðinn. Í efnahagsriti bankans, Peningamálum, sem út kom í lok mars sagði bankinn að trúlega væru vextir orðnir það háir að ekki þyrfti að hækka þá frekar til að ná 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði innan settra tímamarka. Davíð bendir engu að síður á að undirliggjandi verðbólga sé enn langt yfir markmiði bankans og kveður hann munu bregðast við versni horfur.

„En sá fyrirvari gengur í báðar áttir,“ bætir hann við og útlokar því ekki að lækkunarferli stýirvaxta gæti orðið fyrr á ferðinni verði þróunin hagfelld. Davið segir óvissu um þróunina þó fremur til aukningar en hjöðnunar verðbólgu. „Nýleg verðþróun, áframhaldandi spenna á vinnumarkaði, mikill viðskiptahalli og sterk eftirspurn undirstrikar þessa hættu,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×