Bíó og sjónvarp

Þríleikur um Tinna

þrjár á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu, ætlar að færa Tinna á hvíta tjaldið ásamt Spielberg.
þrjár á leiðinni. Peter Jackson, leikstjóri Hringadróttinssögu, ætlar að færa Tinna á hvíta tjaldið ásamt Spielberg.

Leikstjórarnir Steven Spielberg og Peter Jackson ætla að kvikmynda þríleik um teiknimyndapersónuna vinsælu Tinna. Ætla þeir að leikstýra hvor í sínu lagi fyrstu tveimur myndunum en enn á eftir að ákveða hver leikstýrir þriðju myndinni.

Tæknibrelluhópur á vegum Jacksons, Weta, mun notast við þrívíddargrafík við gerð myndanna og hefur hópurinn þegar búið til tuttugu mínútna æfingamynd til að prófa sig áfram. „Við viljum að ævintýri Tinna verði eins raunveruleg og í hefðbundinni hasarmynd en samt fannst okkur að með því að taka upp á hefðbundinn hátt gætum við ekki fangað hið sérstæða útlit persónanna og veröld Hergé,“ sagði Spiel­berg.

Samningurinn um Tinna var gerður eftir að Jackson samþykkti að leikstýra The Lovely Bones í samstarfi við fyrirtæki Spielbergs, Dreamworks. Munu þeir félagar hefja tökur á Tinna eftir að sú mynd og Indiana Jones 4 í leikstjórn Spielbergs verða tilbúnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.