Viðskipti erlent

Chrysler segir upp 10.000 manns

Stjórnarformaður bílaframleiðandans DaimlerChrysler fyrir framan einn af bílum fyrirtækisins áður en salan á félaginu gekk í gegn í sumar.
Stjórnarformaður bílaframleiðandans DaimlerChrysler fyrir framan einn af bílum fyrirtækisins áður en salan á félaginu gekk í gegn í sumar. Mynd/AFP

Bandaríski bílaframleiðandinn Chrysler ætlar að segja upp allt að 10.000 manns í hagræðingarskyni á næsta ári. Félagið segir árangurinn í verra lagi á þessu ári og spáir verri sölu á bílum undir merkjum fyrirtækisins en áður var reiknað með.

Þetta kemur til viðbótar þeim 13.000 manns sem fyrirtækið hefur þegar tilkynnt um að verði sagt upp.

Bandaríska fjárfestingafélagið Cerberus keypti 80 prósenta hlut í félaginu af Daimler fyrr árinu en segir aðstæður nú hafa hríðversnað frá því sem áður var með fyrrgreindum afleiðingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×