Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lauk fyrsta hringnum á Meideira mótinu í golfi á 74 höggum í dag eða tveimur höggum yfir pari. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni. Hann er sem stendur í kring um 70. sætið af 144 keppendum, en 70 efstu komast í gegn um niðurskurð á morgun.
Í samtali við Kylfing.is sagði Birgir að hann hefði ekki náð að spila æfingahring á vellinum eins og til stóð, en það hafi haft áhrif á kylfuval hans og spilamennsku í dag - rétt eins og frekar slæm veðurskilyrði. Birgi gekk þokkalega í upphafi hringsins en hann fékk þrjá skolla á síðstu níu holunum. Hann hefur leik uppúr hádegi á morgun.
Birgir á tveimur yfir pari
