Sport

Þetta var mexíkóskur bardagi

Barrera tapaði í nótt og kenndi dómurunum um ófarirnar
Barrera tapaði í nótt og kenndi dómurunum um ófarirnar NordicPhotos/GettyImages

Juan Manuel Marquez vann í nótt sigur á fyrrum heimsmeistaranum Marco Antonio Barrera í einvígi þessara mögnuðu mexíkósku hnefaleikara í Las Vegas. Marquez er því handhafi WBC titilsins í fjaðurvigt, en var sigur hans á stigum nokkuð umdeildur þar sem nokkur vafaatriði settu svip sinn á bardagann.

Barrera sló Marquez í gólfið í sjöundu lotu en dómarinn vildi meina að Marquez hefði runnið til. Þá voru stig dregin af fyrrum meistaranum eftir að dómarinn sagði hann hafa kýlt andstæðing sinn á meðan hann var í gólfinu. Barrera var skiljanlega ósáttur við niðurstöðuna.

"Þetta var bardagi tveggja sannra mexíkóskra hnefaleikara, en ég gerði nógu mikið til að vinna bardagann. Dómararnir vour hræðilegir - ég vann bardagann og ég veit ekki hvað var í gangi hérna," sagði Barrera gáttaður eftir tapið.

Báðir hnefaleikararnir eru 33 ára gamall og Marquez vildi glaður veita mótherja sínum tækifæri á að mæta sér á ný. "Barrera er mikill meistari - hann á skilið að fá annan bardaga."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×