Viðskipti innlent

FL Group niður um 18 prósent við opnun markaða

Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, en gengi félagsins féll um rúm 18 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag.
Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, en gengi félagsins féll um rúm 18 prósent við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. MYND/Anton Brink

Gengi hlutabréfa í FL Group féll um 18,18 prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er ekkert einsdæmi því SPRON féll á sama tíma um rúm átta prósent, Exista um tæp sjö og Glitnir um tæp fjögur prósent.

Úrvalsvísitalan hefur fallið um 3,97 prósent og stendur vísitalan í 6.376 en það merkir að hækkun hennar á árinu öllu er horfin.

Lokað var fyrir viðskipti með bréf FL Group í gær á meðan framtíð þess var rædd. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af viðskiptadeginum jafnaði gengið sig lítillega og stóð gengið þá í 15,9 krónum á hlut.

Gengi bréfa FL Group fór hæst í 33,2 krónur á hlut seint í febrúar og hefur því fallið um 50 prósent síðan þá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×