Bíó og sjónvarp

Tvöfalt verðmætari en Tom Cruise

MYND/AP
Hollywoodleikarinn Matt Damon er sá leikari sem skilar kvikmyndaframleiðendum hvað mestum hagnaði miðað við þau laun sem hann fær greidd, samkvæmt nýrri könnun Forbes tímaritsins.

Bourne Supremacy leikarinn skilar framleiðendunum 29 dollurum í kassann fyrir hvern dollara sem hann þiggur í laun og samkvæmt könnuninni er hann því tvöfalt verðmætari en þeir Tom Cruise og Tom Hanks sem skila um 10-12 dollurum.

Tvær fyrstu myndirnar um njósnarann Bourne höluðu inn 850 milljónum bandaríkjadala sem kemur þeim í þriðja sæti yfir tekjuhæstu kvikmyndir Bandaríkjanna.

Fyrrum Friends leikkonan Jennifer Aniston kemst hæst kvenna á listann og er í sæti númer fimm. Fyrrverandi eiginmaður hennar Brad Pitt er í öðru sæti en hann skilar 24 dollurum fyrir hvern dollara sem hann fær í laun.

Grínleikarar á borð við Adam Sandler, Will Ferrell og Jim Carrey komust ekki hátt á listann. Í tímaritinu segir að svo virðist sem erfiðara sé að þýða bandarískt grín en hasarmyndir fyrir erlenda áhorfendur.

Virði leikaranna er reiknað út frá samanlögðu gengi síðustu þriggja kvikmynda sem þeir hafa leikið í.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.