Baráttusigur hjá Nadal

Spænski tennisleikarinn Rafael Nadal tryggði sér í dag sæti í 8-manna úrslitum á Wimbledon mótinu í tennis þegar hann sigraði Mikhail Youzhny mjög naumlega 4-6 3-6 6-1 6-2 og 6-2 eftir að hafa lent tveimur settum undir. Nadal leit út fyrir að vera úrvinda eftir margfrestaða leiki sína á mótinu en krækti í gríðarlega góðan sigur og mætir Tomas Berdych í næstu umferð.