Miklar hækkanir í Asíu 14. maí 2007 08:57 Utan við kauphöllina í Sjanghæ í Kína. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Gengi kínversku Hang Seng vísitölunnar hækkaði um 2,6 prósent og fór í 20.990,62 stig en hafði áður farið yfir 21.000 stiga múrinn. Hástökkvararnir eru meðal annars kínverska álfyrirtækið Aluminium Corp., en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 9,5 prósent á meðan gengi bréfa í koparframleiðandanum Jiangxi Copper hækkaði um 11,5 prósent. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum hækkaði um allt frá 5 til rúmlega 9 prósent. Hlutabréfavísitölur víða í Asíu hækkuðu á sama tíma, þar á meðal í Japan en Nikkei-vísitalan hækkaði um eitt prósent eftir að líkur þóttu til að japanski seðlabankinn ætli að hækka vexti síðar á þessu ári. Bankinn hækkaði vexti fyrst um 25 punkta síðasta sumar eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu og hefur aðeins hækkað vextina einu sinni síðan þá. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Gengi hlutabréfa rauk upp á hlutabréfamarkaði í Hong Kong í dag eftir að stjórnvöld í Kína gáfu stofnanafjárfestum græna ljósið á að fjárfestan utan landsteina. Þetta er þó ekki eina ástæðan því fjárfestar eystra urðu bjartsýnir eftir jákvæðar fréttir af bandarísku efnahagslífi en líkur þykja á að bandaríski seðlabankinn ætli að lækka stýrivexti síðar á árinu. Gengi kínversku Hang Seng vísitölunnar hækkaði um 2,6 prósent og fór í 20.990,62 stig en hafði áður farið yfir 21.000 stiga múrinn. Hástökkvararnir eru meðal annars kínverska álfyrirtækið Aluminium Corp., en gengi bréfa í félaginu hækkaði um 9,5 prósent á meðan gengi bréfa í koparframleiðandanum Jiangxi Copper hækkaði um 11,5 prósent. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum hækkaði um allt frá 5 til rúmlega 9 prósent. Hlutabréfavísitölur víða í Asíu hækkuðu á sama tíma, þar á meðal í Japan en Nikkei-vísitalan hækkaði um eitt prósent eftir að líkur þóttu til að japanski seðlabankinn ætli að hækka vexti síðar á þessu ári. Bankinn hækkaði vexti fyrst um 25 punkta síðasta sumar eftir sex ára viðvarandi núllvaxtastefnu og hefur aðeins hækkað vextina einu sinni síðan þá.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira