Viðskipti innlent

Enn eykst velta á fasteignamarkaði

Reykjavík.
Reykjavík.

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu voru 225 talsins frá 4. maí til 10. sama mánaðar. Heildarveltan nam 8.085 milljónum króna en meðalupphæð á samning nam 35,9 milljónum króna, samkvæmt nýjum tölum Fasteignamats ríkisins. Á sama tíma í fyrra var 186 samningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu. Heildarveltan þá nam 6.220 milljónum króna en meðaupphæð samninganna nam 33,4 milljónum króna.

Af samningunum nú voru 168 samningar um eignir í fjölbýli, 29 samningar um sérbýli og 28 samningar um annars konar eignir.

Á sama tíma var 18 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 12 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 2 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 407 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,6 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins.

Þá var 17 kaupsamningum þinglýst á Árborgarsvæðinu. Þar af voru 3 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 388 milljónir króna og meðalupphæð á samning 22,8 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×