Samkeppni minnkar vaxtamun 11. október 2007 13:59 Þjónusta er mikilvægasti atvinnuvegur heims. Hefjum söguna 1971. Þá stóð þjónusta á bak við tæpan helming landsframleiðslunnar hér heima á móti röskum 60 prósentum í Bandaríkjunum. Nú er skerfur þjónustu til þjóðarbúsins kominn upp fyrir 70 prósent hér á móti tæpum 80 prósentum í Bandaríkjunum (tölurnar eru frá 2005). Sums staðar eru tölurnar orðnar enn hærri en fyrir vestan. Í Lúxemborg stendur þjónusta nú á bak við 83 prósent af þjóðarbúskapnum og 90 prósent í Hong Kong. Þróunarlöndin eru á sömu siglingu. Skerfur þjónustu til framleiðslunnar þar á heildina litið er nú kominn upp fyrir helming á móti röskum þriðjungi 1971 og stefnir hærra. Þetta er nútíminn. Hlutur þjónustu í mannaflanum er yfirleitt svipaður og í framleiðslunni. Langþráð byltingMeiri og betri fjármálaþjónusta hefur verið snar þáttur í þjónustuvæðingu undangenginna ára. Það er þó ýmsum vandkvæðum bundið að slá máli á skerf ýmislegrar bankaþjónustu til efnahagslífsins á hverjum stað. Einn vandinn er sá, að ýmis fjármálaþjónusta, svo sem ráðgjöf, er ekki verðlögð beint eins og til að mynda fótsnyrting, og þá er að því skapi erfitt að meta bankaþjónustuna til fjár eins og aðra þjónustu. Annar vandi snýr að ýmsum óbeinum áhrifum bankastarfsemi. Bankar greiða fyrir framkvæmdum og viðskiptum og rétta atvinnulífinu örvandi hönd, án þess að þeim sé þakkað framlagið í þjóðhagsreikningum. Það flækir málið enn, að bankar hafa tekjur af því að annast viðskipti með hlutabréf, þar sem hagnaður eins er annars tap. Hér er í mörg horn að líta, og þess vegna eru sambærilegar tölur um vægi fjármálaþjónustu í ólíkum löndum ekki auðfundnar í skýrslum. Alþjóðabankinn birtir ekki slíkar tölur í öllu talnaflóðinu, sem frá bankanum berst.Hagstofa Íslands birtir tölur um samsetningu landsframleiðslunnar hér heima og þá einnig um hlut fjármálaþjónustu í framleiðslunni. Þar kemur fram, að skerfur sjávarútvegs, bæði veiða og vinnslu, hefur skroppið saman um meira en helming frá 1997. Þá stóð útvegurinn á bak við 13 prósent af landsframleiðslunni, en hlutfallið var 6 prósent 2005 og stefnir neðar. Sömu sögu er að segja af landbúnaði: skerfur hans til þjóðarbúsins minnkaði úr 1,8 prósentum 1997 í 1,4 prósent 2005.Framlag iðnaðar til þjóðarbúsins stóð nokkurn veginn í stað; það var 24 prósent 1997 og 22 prósent 2005. Eftir stendur þá þjónustan, sem jók hlut sinn í þjóðarbúskapnum úr 61 prósenti 1997 í 71 prósent 2005. Fjármálaþjónusta er þó ekki stór hluti þjónustugeirans í heild. Fjármálaþjónusta og tengd starfsemi nam 5 prósentum af landsframleiðslu 1997 og tæpum 10 prósentum 2005. Það gerir næstum tvöföldun á átta árum. Þessar tölur Hagstofunnar vitna um þá langþráðu atvinnubyltingu, sem er að eiga sér stað á Íslandi og annars staðar.Lærdómar að austanEinkavæðing banka og fjárfestingarsjóða lagði grunninn að grósku bankaþjónustunnar nú. Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans 1999-2003 dróst að vísu of lengi, en hún hvíldi hér heima líkt og annars staðar á þeim rökum, að einkabankar standa jafnan betur að vígi en ríkisbankar, því að ríkisbönkum hættir til að taka atkvæði fram yfir arðsemi.Íslenzk stjórnvöld þurftu af staðbundnum og sögulegum ástæðum lengri tíma til að átta sig á yfirburðum einkarekstrar í fjármálaþjónustu líkt og á öðrum sviðum. Enn virðist vanta talsvert á fullan skilning á því, hvernig einkavæðing þarf að ganga fyrir sig, svo að hún geti skilað fullum árangri. Reynsla Austur-Evrópulandanna bregður birtu á málið. Þar höfðu menn snör handtök og seldu talsverðan hlut í bönkunum í hendur útlendinga; nær allur bankarekstur Eistlands er nú í erlendum höndum.Tilgangurinn var tvíþættur: að tryggja samkeppni og virkja erlenda reynslu og sérþekkingu, enda var engri þekkingu á nútímabankarekstri til að dreifa í Austur-Evrópu á valdaskeiði kommúnista þar. Einn mælikvarði á samkeppni í bankarekstri er vaxtamunurinn.Samkeppni í bankarekstri tryggir jafnan lægri útlánsvexti en ella og hærri innlánsvexti, það er minni vaxtamun. Tökum dæmi. Litháar minnkuðu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 12 prósent 2003. Vaxtamunurinn á mælikvarða Alþjóðabankans minnkaði eins og hendi væri veifað úr 8 prósentum 1999 í 4 prósent 2005. Pólverjar minnkuðu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 24 prósent 2003 og Rússar úr 68 prósentum í 36 prósent. Vaxtamunurinn minnkaði úr 6 prósentum 1999 í 4 prósent 2005 í Póllandi og úr 26 prósentum 1999 í 7 prósent 2005 í Rússlandi. Hér heima jókst vaxtamunurinn úr 5 prósentum 1999 í 7 prósent 2004 samkvæmt tölum Alþjóðabankans.Hvað gerðist svo? Vaxtamunurinn jókst enn í 10 prósent 2005 samkvæmt upplýsingum Seðlabankans og í 13,5 prósent 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Þjónusta er mikilvægasti atvinnuvegur heims. Hefjum söguna 1971. Þá stóð þjónusta á bak við tæpan helming landsframleiðslunnar hér heima á móti röskum 60 prósentum í Bandaríkjunum. Nú er skerfur þjónustu til þjóðarbúsins kominn upp fyrir 70 prósent hér á móti tæpum 80 prósentum í Bandaríkjunum (tölurnar eru frá 2005). Sums staðar eru tölurnar orðnar enn hærri en fyrir vestan. Í Lúxemborg stendur þjónusta nú á bak við 83 prósent af þjóðarbúskapnum og 90 prósent í Hong Kong. Þróunarlöndin eru á sömu siglingu. Skerfur þjónustu til framleiðslunnar þar á heildina litið er nú kominn upp fyrir helming á móti röskum þriðjungi 1971 og stefnir hærra. Þetta er nútíminn. Hlutur þjónustu í mannaflanum er yfirleitt svipaður og í framleiðslunni. Langþráð byltingMeiri og betri fjármálaþjónusta hefur verið snar þáttur í þjónustuvæðingu undangenginna ára. Það er þó ýmsum vandkvæðum bundið að slá máli á skerf ýmislegrar bankaþjónustu til efnahagslífsins á hverjum stað. Einn vandinn er sá, að ýmis fjármálaþjónusta, svo sem ráðgjöf, er ekki verðlögð beint eins og til að mynda fótsnyrting, og þá er að því skapi erfitt að meta bankaþjónustuna til fjár eins og aðra þjónustu. Annar vandi snýr að ýmsum óbeinum áhrifum bankastarfsemi. Bankar greiða fyrir framkvæmdum og viðskiptum og rétta atvinnulífinu örvandi hönd, án þess að þeim sé þakkað framlagið í þjóðhagsreikningum. Það flækir málið enn, að bankar hafa tekjur af því að annast viðskipti með hlutabréf, þar sem hagnaður eins er annars tap. Hér er í mörg horn að líta, og þess vegna eru sambærilegar tölur um vægi fjármálaþjónustu í ólíkum löndum ekki auðfundnar í skýrslum. Alþjóðabankinn birtir ekki slíkar tölur í öllu talnaflóðinu, sem frá bankanum berst.Hagstofa Íslands birtir tölur um samsetningu landsframleiðslunnar hér heima og þá einnig um hlut fjármálaþjónustu í framleiðslunni. Þar kemur fram, að skerfur sjávarútvegs, bæði veiða og vinnslu, hefur skroppið saman um meira en helming frá 1997. Þá stóð útvegurinn á bak við 13 prósent af landsframleiðslunni, en hlutfallið var 6 prósent 2005 og stefnir neðar. Sömu sögu er að segja af landbúnaði: skerfur hans til þjóðarbúsins minnkaði úr 1,8 prósentum 1997 í 1,4 prósent 2005.Framlag iðnaðar til þjóðarbúsins stóð nokkurn veginn í stað; það var 24 prósent 1997 og 22 prósent 2005. Eftir stendur þá þjónustan, sem jók hlut sinn í þjóðarbúskapnum úr 61 prósenti 1997 í 71 prósent 2005. Fjármálaþjónusta er þó ekki stór hluti þjónustugeirans í heild. Fjármálaþjónusta og tengd starfsemi nam 5 prósentum af landsframleiðslu 1997 og tæpum 10 prósentum 2005. Það gerir næstum tvöföldun á átta árum. Þessar tölur Hagstofunnar vitna um þá langþráðu atvinnubyltingu, sem er að eiga sér stað á Íslandi og annars staðar.Lærdómar að austanEinkavæðing banka og fjárfestingarsjóða lagði grunninn að grósku bankaþjónustunnar nú. Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans 1999-2003 dróst að vísu of lengi, en hún hvíldi hér heima líkt og annars staðar á þeim rökum, að einkabankar standa jafnan betur að vígi en ríkisbankar, því að ríkisbönkum hættir til að taka atkvæði fram yfir arðsemi.Íslenzk stjórnvöld þurftu af staðbundnum og sögulegum ástæðum lengri tíma til að átta sig á yfirburðum einkarekstrar í fjármálaþjónustu líkt og á öðrum sviðum. Enn virðist vanta talsvert á fullan skilning á því, hvernig einkavæðing þarf að ganga fyrir sig, svo að hún geti skilað fullum árangri. Reynsla Austur-Evrópulandanna bregður birtu á málið. Þar höfðu menn snör handtök og seldu talsverðan hlut í bönkunum í hendur útlendinga; nær allur bankarekstur Eistlands er nú í erlendum höndum.Tilgangurinn var tvíþættur: að tryggja samkeppni og virkja erlenda reynslu og sérþekkingu, enda var engri þekkingu á nútímabankarekstri til að dreifa í Austur-Evrópu á valdaskeiði kommúnista þar. Einn mælikvarði á samkeppni í bankarekstri er vaxtamunurinn.Samkeppni í bankarekstri tryggir jafnan lægri útlánsvexti en ella og hærri innlánsvexti, það er minni vaxtamun. Tökum dæmi. Litháar minnkuðu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 12 prósent 2003. Vaxtamunurinn á mælikvarða Alþjóðabankans minnkaði eins og hendi væri veifað úr 8 prósentum 1999 í 4 prósent 2005. Pólverjar minnkuðu hlut ríkisins í bankarekstri úr 44 prósentum 1999 í 24 prósent 2003 og Rússar úr 68 prósentum í 36 prósent. Vaxtamunurinn minnkaði úr 6 prósentum 1999 í 4 prósent 2005 í Póllandi og úr 26 prósentum 1999 í 7 prósent 2005 í Rússlandi. Hér heima jókst vaxtamunurinn úr 5 prósentum 1999 í 7 prósent 2004 samkvæmt tölum Alþjóðabankans.Hvað gerðist svo? Vaxtamunurinn jókst enn í 10 prósent 2005 samkvæmt upplýsingum Seðlabankans og í 13,5 prósent 2006.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun