Viðskipti innlent

Kaupþing kaupir banka í Belgíu

Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en dótturfélag bankans í Lúxemborg hefur keypt lítinn belgískan banka.
Sigurður Einarsson, stjórnarformaður, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, en dótturfélag bankans í Lúxemborg hefur keypt lítinn belgískan banka.

Kaupthing Bank Luxembourg S.A., dótturfélag Kaupþings banka hf., hefur

undirritað samning um kaup á Robeco Bank Belgium, litlum belgískum banka sem sérhæfir sig í einkabankaþjónustu og eignastýringu.

Bankinn var stofnaður árið 2002 og eru starfsmenn 32. Starfsemi bankans er í Brussel og Antwerpen í Hollandi.

Viðskiptavinir Robeco Bank Belgium eru 6.800 og námu innlán hans um 300 milljónum evra, eða 25 milljörðum króna, í lok ágúst. Yfirtakan mun hafa óveruleg áhrif á rekstur Kaupthing Bank Luxembourg, að því er fram kemur í tilkynningu.

Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsaðila í Belgíu og í

Lúxemborg. Gert er ráð fyrir að þeim ljúki fyrir árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×