Viðskipti innlent

Langþráð hækkun í Kauphöllinni

Lýður og Ágúst Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör, og stærstu hluthafarnir í Existu. Gengi bréfa í síðasttalda félaginu rauk upp um sjö prósent í Kauphöllinni í dag eftir skell í vikunni.
Lýður og Ágúst Guðmundssyni, kenndir við Bakkavör, og stærstu hluthafarnir í Existu. Gengi bréfa í síðasttalda félaginu rauk upp um sjö prósent í Kauphöllinni í dag eftir skell í vikunni.

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 7,64 prósent skömmu fyrir lokun viðskiptadagsins og skákaði þar með nokkuð vænni og langþráðri hækkun hjá Existu og SPRON. Bæði síðasttöldu félögin hafa horft upp á mikla lækkun í vikunni.

Gengi Existu hækkaði um sjö prósent en SPRON um 6,05 prósent. Bæði félögin féllu um rúm sex prósent dag hvern síðustu tvo viðskiptadaga. Næstmesta hækkunin í dag var hins vegar á gengi Teymis, sem hækkaði um 6,18 prósent.

Almennt hækkaði gengi flestra skráðra félaga í Kauphöllinni. Einungis gengi fimm lækkaði, mest í Flögu, sem féll um 5,5 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,94 prósent og stendur vísitalan í 6.275 stigum sem er svipuð staða og fyrir ári.

Hækkunin er í takti við hækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum á þessum síðasta viðskiptadeginum fyrir jól.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×