Að sjá um sína Jónína Michaelsdóttir skrifar 24. júní 2008 06:15 Um miðja síðustu öld var vinsæl matvöruverslun á Austurgötu 25 í Hafnarfirði sem auglýsti undir slagorðinu Gunnlaugur sér um sína, og það munu ekki hafa verið orðin tóm. Á tímum skömmtunar og þrenginga lagði kaupmaðurinn, Gunnlaugur Stefánsson, metnað sinn í að útvega viðskiptavinum sínum eftirsóttar nauðsynjavörur og var úrræðagóður og laginn í þeim efnum. Þetta var á þeim árum sem hverfiskaupmaðurinn þekkti viðskiptavini sína persónulega, sem og fjölskyldur þeirra og aðstæður. Auk verslunarreksturs rak Gunnlaugur um árabil útgerð frá Hafnarfirði og víðar, sat í stjórn KFUM í Hafnarfirði og stjórn Kaupmannafélags Hafnarfjarðar. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra iðnrekenda og Félags óháðra borgara í Hafnarfirði. Hann hafði því bærilegar aðstæður til að þekkja og skilja aðstæður Hafnfirðinga og og lét sig þær varða. Guðspjall dagsinsMargt hefur breyst í viðskiptalífinu síðan Gunnlaugur var og hét. Almenningur kaupir nú inn til heimilisins í stórmörkuðum og þar er naumt um persónuleg samskipti. Kaupmaðurinn á horninu er liðin tíð, þótt ein og ein búðargersemi leynist hér og þar. Guðspjall dagsins er að slá í gegn, helst í fjármálastofnun, fjölmiðlun eða fyrirtækjarekstri. Gífurlegt framboð af leiðum til skilnings á leyniþráðum velgengninnar hefur skapað upplýsta og sjálfsörugga stétt sérfræðinga á þessum sviðum, en stundum finnst manni þó skorta skilning á mannlegu eðli og samhengi hlutanna hjá þeim sem ættu að vita betur.Æ ofan í æ heyrir maður um furðulegan dómgreindarbrest af hálfu þjónustufyrirtækja þegar kemur að samskiptum við mikilvæga viðskiptavini. Þau útvega það sem um er beðið eins og um greiðvikni sé að ræða og sýna hagsmunum viðskiptavinarins og persónu hans engan áhuga. Viðskiptavinirnir eiga oftast annan kost og taka hann gjarnan. Hætta án útskýringa öllu samstarfi við fyrirtækið.Ég sá einu sinni umfangsmikla könnun sem bankastofnun hafði látið gera meðal viðskiptavina sinna. Þeir voru beðnir um að segja frá reynslu sinni af þjónustu fyrirtækisins, hvað þeir væru ánægðir með og hvað ekki. Aftast í skýrslunni voru svör þeirra á nokkrum blaðsíðum, og þegar við fengum hana í hendur sagði einn af starfsmönnum bankans að þessi svör myndu naumast koma á óvart. Þeir sem hefðu fengið lánafyrirgreiðslu myndu vera sáttir en hinir ekki. Annað kom á daginn. Hver viðskiptavinurinn á fætur öðrum sagði frá atvikum sem að þeirra mati var sérlega góð þjónusta, og kostaði bankann ekki krónu. Þetta voru gjarnan lítil viðvik sem viðkomandi starfsmanni bar ekki skylda til að gera:Starfsmaður sem var á leið út í mat mætti í dyrunum fullorðinni konu sem sneri sér yfirleitt til hans með sín mál. Starfsmaðurinn heilsaði konunni glaðlega, fór úr yfirhöfninni og snaraði sér inn fyrir afgreiðsluborðið og leysti úr málum hennar. Þessi kona fór út úr bankanum með þá tilfinningu að hún skipti einhverju máli hjá fyrirtækinu. Margir nefndu samsvarandi dæmi. Nánast engin fyrirhöfn og engin útlát. Aðeins persónuleg samskipti, sprottin úr áhuga á öðru fólki og aðstæðum þess. Fólkið í firðinum Hundrað ára afmæli Hafnarfjarðar er nú haldið með glæsibrag. Eitt af því sem boðið er upp á í tilefni þessara tímamóta er ljósmyndasýning Árna Gunnlaugssonar í Hafnarborg. Þetta eru hundruð ljósmynda af Hafnfirðingum teknar á árunum 1960 til 1992. Þarna er fólk sem komið er yfir miðjan aldur og hefur sett svip á umhverfi sitt með einum eða öðrum hætti. Margar myndanna eru teknar á förnum vegi, en aðrar tengjast stöðum eða áhugamálum viðkomandi. Þarna er til dæmis mynd af Guðmundi nokkrum sem vann hjá Einarsbræðrum og fór jafnan á hesti í vinnuna og mynd af sr.Garðari Þorsteinssyni á heimleið frá messu í Hafnarfjaðarkirkju eftir að hafa sett nýja presta inn í embættið sem hann hafði gegnt um árabil. Árni hefur gefið út þrjár bækur með myndum af eldri Hafnfirðingum og greinargóðum upplýsingum um þetta fólk og er sýningin að mestu byggð á þeim myndum. Svona gerir enginn nema honum sé annt um samferðafólk sitt og bæinn sinn. Hann minnir okkur á að bærinn er ekki húsin í hrauninu, heldur fólkið sem í þeim býr. Lögfræðingurinn og lagasmiðurinn Árni Gunnlaugsson sat í bæjarstjórn í mörg ár. Hann hefur sjálfur sett svip á daglegt líf í Hafnarfirði, léttur í spori, mannblendinn og áhugasamur um málefni dagsins. Með þeirri virðingu fyrir fólkinu í bænum sem birtist í myndum hans og þeirri atorku sem að baki liggur er vel hægt að segja að Árni sjái um sína, rétt eins og Gunnlaugur faðir hans gerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Um miðja síðustu öld var vinsæl matvöruverslun á Austurgötu 25 í Hafnarfirði sem auglýsti undir slagorðinu Gunnlaugur sér um sína, og það munu ekki hafa verið orðin tóm. Á tímum skömmtunar og þrenginga lagði kaupmaðurinn, Gunnlaugur Stefánsson, metnað sinn í að útvega viðskiptavinum sínum eftirsóttar nauðsynjavörur og var úrræðagóður og laginn í þeim efnum. Þetta var á þeim árum sem hverfiskaupmaðurinn þekkti viðskiptavini sína persónulega, sem og fjölskyldur þeirra og aðstæður. Auk verslunarreksturs rak Gunnlaugur um árabil útgerð frá Hafnarfirði og víðar, sat í stjórn KFUM í Hafnarfirði og stjórn Kaupmannafélags Hafnarfjarðar. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra iðnrekenda og Félags óháðra borgara í Hafnarfirði. Hann hafði því bærilegar aðstæður til að þekkja og skilja aðstæður Hafnfirðinga og og lét sig þær varða. Guðspjall dagsinsMargt hefur breyst í viðskiptalífinu síðan Gunnlaugur var og hét. Almenningur kaupir nú inn til heimilisins í stórmörkuðum og þar er naumt um persónuleg samskipti. Kaupmaðurinn á horninu er liðin tíð, þótt ein og ein búðargersemi leynist hér og þar. Guðspjall dagsins er að slá í gegn, helst í fjármálastofnun, fjölmiðlun eða fyrirtækjarekstri. Gífurlegt framboð af leiðum til skilnings á leyniþráðum velgengninnar hefur skapað upplýsta og sjálfsörugga stétt sérfræðinga á þessum sviðum, en stundum finnst manni þó skorta skilning á mannlegu eðli og samhengi hlutanna hjá þeim sem ættu að vita betur.Æ ofan í æ heyrir maður um furðulegan dómgreindarbrest af hálfu þjónustufyrirtækja þegar kemur að samskiptum við mikilvæga viðskiptavini. Þau útvega það sem um er beðið eins og um greiðvikni sé að ræða og sýna hagsmunum viðskiptavinarins og persónu hans engan áhuga. Viðskiptavinirnir eiga oftast annan kost og taka hann gjarnan. Hætta án útskýringa öllu samstarfi við fyrirtækið.Ég sá einu sinni umfangsmikla könnun sem bankastofnun hafði látið gera meðal viðskiptavina sinna. Þeir voru beðnir um að segja frá reynslu sinni af þjónustu fyrirtækisins, hvað þeir væru ánægðir með og hvað ekki. Aftast í skýrslunni voru svör þeirra á nokkrum blaðsíðum, og þegar við fengum hana í hendur sagði einn af starfsmönnum bankans að þessi svör myndu naumast koma á óvart. Þeir sem hefðu fengið lánafyrirgreiðslu myndu vera sáttir en hinir ekki. Annað kom á daginn. Hver viðskiptavinurinn á fætur öðrum sagði frá atvikum sem að þeirra mati var sérlega góð þjónusta, og kostaði bankann ekki krónu. Þetta voru gjarnan lítil viðvik sem viðkomandi starfsmanni bar ekki skylda til að gera:Starfsmaður sem var á leið út í mat mætti í dyrunum fullorðinni konu sem sneri sér yfirleitt til hans með sín mál. Starfsmaðurinn heilsaði konunni glaðlega, fór úr yfirhöfninni og snaraði sér inn fyrir afgreiðsluborðið og leysti úr málum hennar. Þessi kona fór út úr bankanum með þá tilfinningu að hún skipti einhverju máli hjá fyrirtækinu. Margir nefndu samsvarandi dæmi. Nánast engin fyrirhöfn og engin útlát. Aðeins persónuleg samskipti, sprottin úr áhuga á öðru fólki og aðstæðum þess. Fólkið í firðinum Hundrað ára afmæli Hafnarfjarðar er nú haldið með glæsibrag. Eitt af því sem boðið er upp á í tilefni þessara tímamóta er ljósmyndasýning Árna Gunnlaugssonar í Hafnarborg. Þetta eru hundruð ljósmynda af Hafnfirðingum teknar á árunum 1960 til 1992. Þarna er fólk sem komið er yfir miðjan aldur og hefur sett svip á umhverfi sitt með einum eða öðrum hætti. Margar myndanna eru teknar á förnum vegi, en aðrar tengjast stöðum eða áhugamálum viðkomandi. Þarna er til dæmis mynd af Guðmundi nokkrum sem vann hjá Einarsbræðrum og fór jafnan á hesti í vinnuna og mynd af sr.Garðari Þorsteinssyni á heimleið frá messu í Hafnarfjaðarkirkju eftir að hafa sett nýja presta inn í embættið sem hann hafði gegnt um árabil. Árni hefur gefið út þrjár bækur með myndum af eldri Hafnfirðingum og greinargóðum upplýsingum um þetta fólk og er sýningin að mestu byggð á þeim myndum. Svona gerir enginn nema honum sé annt um samferðafólk sitt og bæinn sinn. Hann minnir okkur á að bærinn er ekki húsin í hrauninu, heldur fólkið sem í þeim býr. Lögfræðingurinn og lagasmiðurinn Árni Gunnlaugsson sat í bæjarstjórn í mörg ár. Hann hefur sjálfur sett svip á daglegt líf í Hafnarfirði, léttur í spori, mannblendinn og áhugasamur um málefni dagsins. Með þeirri virðingu fyrir fólkinu í bænum sem birtist í myndum hans og þeirri atorku sem að baki liggur er vel hægt að segja að Árni sjái um sína, rétt eins og Gunnlaugur faðir hans gerði.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun