Hætta á hrávörubólu 9. janúar 2008 00:01 „eldsneytissáning“ í bígerð Margir bændur í Bandaríkjunum hafa séð hag sínum betur borgið með kornrækt til eldsneytisnotkunar en manneldis enda fá þeir meira fyrir sinn snúð. Markaðurinn/AFP Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú. Undir smásjánni Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hrávöru hefur undanfarna mánuði hækkað hratt og hafa vörur á borð við olíu, gull og kornmeti náð methæðum upp á síðkastið en það, ásamt snörpum verðhækkunum á eldsneyti, hefur leitt til verðbólguþrýstings í helstu hagkerfum og valdið því að seðlabankar víða um heim eiga úr vöndu að ráða til að draga úr lausafjárþurrðinni. Ástæðan er margþætt. Í fyrsta lagi hafa fjárfestar leitað skjóls í öruggari og hefðbundnari fjárfestingakostum í skugga óróleika á fjármálamörkuðum. Gull hefur í aldaraðir skipað þar stóran sess og er nú svo komið að verðið hefur hækkað hratt, fór í rúma 875 dali á únsu í gær og virðist á fleygiferð. Bloomberg-fréttaveitan greindi frá því fyrir skömmu að vari óróleiki á fjármálamörkuðum lengur geti svo farið að verðið á málminum gyllta geti farið í allt að 900 dali á únsu innan skamms. Svipuðu máli gegnir um aðra mála en verðlagning þeirra snertir sögulegt hámark. Snarpar verðhækkanir á olíu undanfarna mánuði má hins vegar rekja til betri efnahags íbúa á nýmörkuðum, svo sem í Kína, Indlandi og í Miðausturlöndum en það hefur leitt til mikillar eftirspurnar eftir bæði eldsneyti og olíu til húshitunar, svo fátt eitt sé nefnt. Bloomberg-fréttaveitan hafði eftir fjármálasérfræðingum í vikubyrjun að vart sjái fyrir endann á eftirspurninni og geti svo farið að verðlagning olíudropans tvöfaldist á árinu verði framleiðsla ekki aukin á móti. Verðhækkun á korni og öðrum landbúnaðarafurðum tengist svo svartagullinu og umhverfismálum á þann veg að eftir því sem olíudropinn hefur orðið dýrari hafa menn í auknum mæli leitað leiða til að knýja ökutæki sín með öðrum hætti. Þar kemur eldsneyti sem framleitt er úr lífmassa til sögunnar. Þetta hefur svo aftur leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli séð hag sínum borgið með kaupum á hlutabréfum í fyrirtækjum sem framleiða ýmis tæki og tól til kornræktar. Fjármálasérfræðingar segja ásókn í bréf sem þessi, svo og fyrirtæki sem framleiða íhluti tengda sólarrafhlöðum, svo mikla að verðlagning bréfanna sé orðin of há og hafi þar myndast bóla á fjármálamarkaði sem geti sprungið með sama hætti og bréf í tæknifyrirtækjum um síðustu aldamót og fjármálafyrirtækjum nú.
Undir smásjánni Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira