Dýraspítalinn Bergsteinn Sigurðsson skrifar 11. janúar 2008 06:00 Íslendingar hafa sem betur fer borið til þess gæfu að undanfarna áratugi hefur verið við völd, með fáum hléum, frjálslyndur flokkur með einstaklingsfrelsið að leiðarljósi og hefur kappkostað að að einstaklingurinn búi við frels til athafna. Sjálfstæðisstefnan er falleg og mannúðleg; hún gengur út á að hvert og eitt okkar eigi rétt á því að ákveða hvernig við högum lífi okkar, óháð þjóðfélagsstöðu og uppruna. Það gefur vissulega stundum á bátinn, þarf að taka óvinsælar ákvarðanir og grípa til erfiðra aðgerða. En fari einhver að efast í trúnni er rétt að minna á hvernig ástandið var þegar hinir voru við völd. Söknum við þess virkilega? Þegar sjálfstæðisstefnan ber á góma verður mér stundum hugsað til gríssins Badda úr víðfrægri, samnefndri kvikmynd. Baddi er ekki eins og aðrir grísir því hann kann að gæta fjár. Bóndinn er auðvitað uppnuminn af hæfileikum Badda og skráir hann í keppni fyrir fjárhund en þrátt fyrir ítarlegan rökstuðning bóndans um að hann sé framúrskarandi fjárgrís trúir enginn að Baddi hafi roð við hundunum. Litli grísinn fær hins vegar að sýna hvað í sér býr, og þótt enginn búist við neinu af honum sigrar hann á mótinu af því að hann fékk tækifæri til þess. Upp á síðkastið hefur mér líka verið hugsað til gríss úr öðru hugljúfu ævintýri. Sá heitir Napóleón og má finna í Dýrabæ George Orwells. Húsdýr á bóndabýli frelsa sig undan oki mannanna og undir forystu Napóleons fer í hönd nýr tími byggður á traustum grunni. En rétt eins og í samfélagi mannanna þurfa svínin að færa fórnir og stundum taka óvinsælar ákvarðanir, auðvitað með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þá fyllast hin dýrin stundum vanþakklæti og gleyma hvað hefur unnist svo það þarf að lesa föðurlega yfir hausamótunum á þeim: „Við svínin vinnum með heilanum. Öll skipulagning og rekstur búskaparins hvílir á herðum okkar. Dag og nótt vökum við yfir velferð ykkar. Það er ykkar vegna að við drekkum mjólkina og étum eplin. Vitið þið hvað verða mundi ef við svínin brygðumst skyldu okkar? Jón bóndi mundi koma aftur!" Dýrabær er sígild bók því inntak hennar má heimfæra upp á hvaða þjóðfélag sem er. Vald spillir. Orwell er stundum sagður óhugnalega framsýnn höfundur. Honum datt þó ekki í hug sú frábæra flétta að svínin fái dýralækni til að vinna fyrir sig skítverkin. Til þess þurfti íslenskt hugvit. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Íslendingar hafa sem betur fer borið til þess gæfu að undanfarna áratugi hefur verið við völd, með fáum hléum, frjálslyndur flokkur með einstaklingsfrelsið að leiðarljósi og hefur kappkostað að að einstaklingurinn búi við frels til athafna. Sjálfstæðisstefnan er falleg og mannúðleg; hún gengur út á að hvert og eitt okkar eigi rétt á því að ákveða hvernig við högum lífi okkar, óháð þjóðfélagsstöðu og uppruna. Það gefur vissulega stundum á bátinn, þarf að taka óvinsælar ákvarðanir og grípa til erfiðra aðgerða. En fari einhver að efast í trúnni er rétt að minna á hvernig ástandið var þegar hinir voru við völd. Söknum við þess virkilega? Þegar sjálfstæðisstefnan ber á góma verður mér stundum hugsað til gríssins Badda úr víðfrægri, samnefndri kvikmynd. Baddi er ekki eins og aðrir grísir því hann kann að gæta fjár. Bóndinn er auðvitað uppnuminn af hæfileikum Badda og skráir hann í keppni fyrir fjárhund en þrátt fyrir ítarlegan rökstuðning bóndans um að hann sé framúrskarandi fjárgrís trúir enginn að Baddi hafi roð við hundunum. Litli grísinn fær hins vegar að sýna hvað í sér býr, og þótt enginn búist við neinu af honum sigrar hann á mótinu af því að hann fékk tækifæri til þess. Upp á síðkastið hefur mér líka verið hugsað til gríss úr öðru hugljúfu ævintýri. Sá heitir Napóleón og má finna í Dýrabæ George Orwells. Húsdýr á bóndabýli frelsa sig undan oki mannanna og undir forystu Napóleons fer í hönd nýr tími byggður á traustum grunni. En rétt eins og í samfélagi mannanna þurfa svínin að færa fórnir og stundum taka óvinsælar ákvarðanir, auðvitað með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Þá fyllast hin dýrin stundum vanþakklæti og gleyma hvað hefur unnist svo það þarf að lesa föðurlega yfir hausamótunum á þeim: „Við svínin vinnum með heilanum. Öll skipulagning og rekstur búskaparins hvílir á herðum okkar. Dag og nótt vökum við yfir velferð ykkar. Það er ykkar vegna að við drekkum mjólkina og étum eplin. Vitið þið hvað verða mundi ef við svínin brygðumst skyldu okkar? Jón bóndi mundi koma aftur!" Dýrabær er sígild bók því inntak hennar má heimfæra upp á hvaða þjóðfélag sem er. Vald spillir. Orwell er stundum sagður óhugnalega framsýnn höfundur. Honum datt þó ekki í hug sú frábæra flétta að svínin fái dýralækni til að vinna fyrir sig skítverkin. Til þess þurfti íslenskt hugvit.