Ú í úhaha Einar Már Jónsson skrifar 30. janúar 2008 06:00 Klukkan átta að morgni fimmtudaginn 24. janúar sendi Société Générale, þriðji stærsti banki Frakklands, út tilkynningu, þar sem frá því var skýrt að bankinn hefði tapað sjö miljörðum evra. Að nokkru leyti stafaði þetta tap af þeirri alþjóðlegu kreppu sem á rætur sínar í Bandaríkjunum, en langmestur hluti þess, nákvæmlega talið 4,9 miljarðar evra, væri sök þrítugs bankastarfsmanns sem hefði átt að sjá um ýmisleg fjármálaviðskipti á vegum bankans en farið að spila með féð upp á eigin spýtur, þannig að tap bankans var orðið þetta mikið, þegar allt komst upp. Hvað varð um peningana?Á fréttastofum fjölmiðla störðu menn á tilkynninguna í forundran, klóruðu sér í skallann og skildu hvorki upp né niður. Til þess að skýra málið var því efnt til blaðamannafundar og þar mættu stjórnendur bankans, dálítið þurrir í kverkunum og vandræðalegir. Þeir sögðu að umræddur bankamaður hefði haft það hlutverk á efri hæðum hinnar alþjóðlegu fjármálaspilaborgar að kaupa og selja alls kyns bréf og skuldbindingar til ágóða fyrir bankann.Með öllum þessum viðskiptum væri fylgst mjög gaumgæfilega, það væri heilt reginbatterí af tölvum sem ætti að gera viðvart ef eitthvað væri óeðlilegt við viðskiptin, upphæðin kannske nokkuð há, eða eitthvað skorti á gróðann af þessum kaupskap, og auk þess væri farið yfir öll viðskiptin með reglulegu millibili. En bankastarfsmaðurinn hefði verið svo gríðarlega klókur og snjall, að hann hefði getað leikið á þetta eftirlit, hann hefði þekkt það upp á sína tíu fingur og kunnað lykilorðin til að komast allra sinna ferða í kerfinu og snúa á það. Auk þess hefði hann unnið tíu til tólf tíma á sólarhring og aldrei tekið sér frí til að tryggja að enginn færi að hnýsast í hans viðskipti. Á þennan hátt hefði hann sokkið niður í einhverja spilafíkn fyrir framan skjáinn - því þótt hann hefði ekki haft nema hundrað þúsund evrur í laun á ár, sem eru sultarlaun í þessari stöðu, hefði hann ekki hagnast um eina sentímu á öllu þessu.Þegar allt komst upp hefðu heilir fimmtíu miljarðar evra verið útistandandi í þessari spákaupmennsku og gjaldþrot bankans vofað yfir. Því hefði málinu verið haldið leyndu í fjóra daga meðan viðskiptin voru gerð upp. Þegar upp var staðið hefði komið í ljós að endanlegt tap nam 4,9 miljörðum. En bankinn væri ekki lengur í neinni hættu, sögðu stjórnendurnir, hann stæði nú sterkar en nokkru sinni áður. En mönnum gekk illa að trúa þessu og þeir spurðu áleitinna spurninga. Hvernig getur nokkur banki spekúlerað upp á fimmtíu miljarða án þess að vita af því sjálfur? Hvernig getur verið hægt að komast fram hjá öllu eftirlitinu? Hafði þessi þrítugi snillingur alls enga vitorðsmenn? Er ekki verið að fela eitthvað með þessu, eitthvert annað tap sem ekki má viðurkenna? Er ekki alvarlegt mál að ljúga þessu, og enn alvarlegra ef það skyldi vera satt? Enginn velti því þó fyrir sér hvað hefði orðið um alla þessa peninga, því varla hafa þeir gufað upp út í heiðloftin.Orðræða banksérfræðingaSkýringarnar sem gefnar voru urðu sífellt yfirskilvitlegri og spilaborgirnar að óræðu völundarhúsi. Að lokum lét aðalbankastjórinn hafa viðtal við sig, svo allt kæmist nú á hreint, og gerði hann það á þann snjalla hátt að tvinna saman myndhvörfum og samlíkingum af margvíslegu tagi: „þetta er líkast því að einhver aki um götur á 190 km hraða, en viti nákvæmlega hvar fastar ratsjár eru staðsettar og geti auk þess fundið út hvernig hreyfanlegar ratsjár eru fluttar til ..."Þegar ég hlýddi á þetta kom allt í einu upp í huga mér lag sem sungið var í mínu ungdæmi við svofelldan texta: „Ú í úhaha ting tang volla volla bing bang, ú í úhaha ting tang volla volla bing bang".Ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp fyrir mér var sú, að á þessum tíma var altalað að þessi texti væri í rauninni orðræða fjármálasérfræðinga sem væru á þennan augljósa hátt að útskýra leyndarmál fjármálanna. Ef minnið bregst mér ekki þeim mun meir, var það sá hinn síðar landskunni Ómar Ragnarsson sem skildi þetta fyrstur manna, en þegar búið var að benda á það einu sinni lá það svo sem í augum uppi. Nú hef ég ekkert á móti myndhvörfum og samlíkingum, síður en svo. En þegar ég hlýddi á allar útskýringar bankasérfræðinganna flaug mér í hug, hvort ekki væri skýrara að þeir hefðu einfaldlega þann sama músíkalska hátt á þeim og í þessu sígilda lagi. Þá gæti maður a.m.k. raulað undir með þeim sér til hugarhægðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Már Jónsson Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Klukkan átta að morgni fimmtudaginn 24. janúar sendi Société Générale, þriðji stærsti banki Frakklands, út tilkynningu, þar sem frá því var skýrt að bankinn hefði tapað sjö miljörðum evra. Að nokkru leyti stafaði þetta tap af þeirri alþjóðlegu kreppu sem á rætur sínar í Bandaríkjunum, en langmestur hluti þess, nákvæmlega talið 4,9 miljarðar evra, væri sök þrítugs bankastarfsmanns sem hefði átt að sjá um ýmisleg fjármálaviðskipti á vegum bankans en farið að spila með féð upp á eigin spýtur, þannig að tap bankans var orðið þetta mikið, þegar allt komst upp. Hvað varð um peningana?Á fréttastofum fjölmiðla störðu menn á tilkynninguna í forundran, klóruðu sér í skallann og skildu hvorki upp né niður. Til þess að skýra málið var því efnt til blaðamannafundar og þar mættu stjórnendur bankans, dálítið þurrir í kverkunum og vandræðalegir. Þeir sögðu að umræddur bankamaður hefði haft það hlutverk á efri hæðum hinnar alþjóðlegu fjármálaspilaborgar að kaupa og selja alls kyns bréf og skuldbindingar til ágóða fyrir bankann.Með öllum þessum viðskiptum væri fylgst mjög gaumgæfilega, það væri heilt reginbatterí af tölvum sem ætti að gera viðvart ef eitthvað væri óeðlilegt við viðskiptin, upphæðin kannske nokkuð há, eða eitthvað skorti á gróðann af þessum kaupskap, og auk þess væri farið yfir öll viðskiptin með reglulegu millibili. En bankastarfsmaðurinn hefði verið svo gríðarlega klókur og snjall, að hann hefði getað leikið á þetta eftirlit, hann hefði þekkt það upp á sína tíu fingur og kunnað lykilorðin til að komast allra sinna ferða í kerfinu og snúa á það. Auk þess hefði hann unnið tíu til tólf tíma á sólarhring og aldrei tekið sér frí til að tryggja að enginn færi að hnýsast í hans viðskipti. Á þennan hátt hefði hann sokkið niður í einhverja spilafíkn fyrir framan skjáinn - því þótt hann hefði ekki haft nema hundrað þúsund evrur í laun á ár, sem eru sultarlaun í þessari stöðu, hefði hann ekki hagnast um eina sentímu á öllu þessu.Þegar allt komst upp hefðu heilir fimmtíu miljarðar evra verið útistandandi í þessari spákaupmennsku og gjaldþrot bankans vofað yfir. Því hefði málinu verið haldið leyndu í fjóra daga meðan viðskiptin voru gerð upp. Þegar upp var staðið hefði komið í ljós að endanlegt tap nam 4,9 miljörðum. En bankinn væri ekki lengur í neinni hættu, sögðu stjórnendurnir, hann stæði nú sterkar en nokkru sinni áður. En mönnum gekk illa að trúa þessu og þeir spurðu áleitinna spurninga. Hvernig getur nokkur banki spekúlerað upp á fimmtíu miljarða án þess að vita af því sjálfur? Hvernig getur verið hægt að komast fram hjá öllu eftirlitinu? Hafði þessi þrítugi snillingur alls enga vitorðsmenn? Er ekki verið að fela eitthvað með þessu, eitthvert annað tap sem ekki má viðurkenna? Er ekki alvarlegt mál að ljúga þessu, og enn alvarlegra ef það skyldi vera satt? Enginn velti því þó fyrir sér hvað hefði orðið um alla þessa peninga, því varla hafa þeir gufað upp út í heiðloftin.Orðræða banksérfræðingaSkýringarnar sem gefnar voru urðu sífellt yfirskilvitlegri og spilaborgirnar að óræðu völundarhúsi. Að lokum lét aðalbankastjórinn hafa viðtal við sig, svo allt kæmist nú á hreint, og gerði hann það á þann snjalla hátt að tvinna saman myndhvörfum og samlíkingum af margvíslegu tagi: „þetta er líkast því að einhver aki um götur á 190 km hraða, en viti nákvæmlega hvar fastar ratsjár eru staðsettar og geti auk þess fundið út hvernig hreyfanlegar ratsjár eru fluttar til ..."Þegar ég hlýddi á þetta kom allt í einu upp í huga mér lag sem sungið var í mínu ungdæmi við svofelldan texta: „Ú í úhaha ting tang volla volla bing bang, ú í úhaha ting tang volla volla bing bang".Ástæðan fyrir því að þetta rifjaðist upp fyrir mér var sú, að á þessum tíma var altalað að þessi texti væri í rauninni orðræða fjármálasérfræðinga sem væru á þennan augljósa hátt að útskýra leyndarmál fjármálanna. Ef minnið bregst mér ekki þeim mun meir, var það sá hinn síðar landskunni Ómar Ragnarsson sem skildi þetta fyrstur manna, en þegar búið var að benda á það einu sinni lá það svo sem í augum uppi. Nú hef ég ekkert á móti myndhvörfum og samlíkingum, síður en svo. En þegar ég hlýddi á allar útskýringar bankasérfræðinganna flaug mér í hug, hvort ekki væri skýrara að þeir hefðu einfaldlega þann sama músíkalska hátt á þeim og í þessu sígilda lagi. Þá gæti maður a.m.k. raulað undir með þeim sér til hugarhægðar.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun