Orðrómur deyr Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 6. febrúar 2008 06:00 Hvort sem meðfæddri leti er um að kenna eða áunnu metnaðarleysi, þá sofnar í mér heilinn um leið og farið er að tala um peninga af alvöru og þekkingu. Einkum þegar við sögu koma orð eins og vaxtaálag, endurhverf viðskipti eða veðköll, því þá er verið að tala um hagkerfið á fjarlægri stjörnu en ekki það sem viðgengst í buddunni minni. Til að vera ekki alveg úti að aka hringi ég samt stöku sinnum í verðbréfafólkið í bankanum mínum sem er þaulvant að útskýra flókin mál svo jafnvel börn skilji. Frá þessu ágæta fólki sníki ég dálitla fyrirlestra um ýmis hugtök sem nefnd eru hversdagslega í fréttum eins og eðli þeirra eigi að vera á allra vitorði. Fyrir ári hefði ég trúlega óskað þess að erindið við bankann væri að kanna vöxt og viðgang eigna minna, en eftir því sem sigið hefur á ógæfuhliðina á fjármálamörkuðum verð ég æ fegnari mínu einfalda skattframtali. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af því hvort hlutabréfin eru að lækka í verði, nema fyrir hönd íslenska hagkerfisins auðvitað. Persónulega finnst mér samt dálítið fúlt að æsingurinn skuli vera að dala áður en ég eignast svo mikið sem flatskjá. Því nú þegar flestar fjármálafréttir eru ótíðindi fer jafnvel okkur smælingjana að gruna það versta. Kannski samanstendur þjóðin ekki af greifum eins og við vorum næstum farin að trúa. Ef til vill var útrásin sem stækkaði okkur öll bara framhlið á leikmynd sem gufar upp án þess að hagnaðurinn millilendi í vasa hinnar venjulegu manneskju. Um langt skeið hefur nefnilega ekki verið í tísku að fjalla um lífskjör þar sem nýir landkrúserar koma ekki við sögu. Íslensk alþýða hefur ekki verið til umfjöllunar, útrásin hefur tekið sviðið. Fyrir einhverja er hjöðnun hennar áþreifanlegur veruleiki en fyrir fleiri er hún hinsvegar bara orðrómur sem deyr. Því þótt fáeinir byggi enn sjálfum sér vegleg hús, eins og rataði á forsíðu dagblaðs á dögunum, þá hefur líka frést að bankar séu farnir að halda að sér höndum við lán til nýbygginga. Reyndar sömu stofnanir og töldu fyrir fáeinum árum Íbúðalánasjóð óþarfan, enda væri hinn frjálsi bankamarkaður fullfær um að sinna hlutverkinu. Það var nefnilega það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun
Hvort sem meðfæddri leti er um að kenna eða áunnu metnaðarleysi, þá sofnar í mér heilinn um leið og farið er að tala um peninga af alvöru og þekkingu. Einkum þegar við sögu koma orð eins og vaxtaálag, endurhverf viðskipti eða veðköll, því þá er verið að tala um hagkerfið á fjarlægri stjörnu en ekki það sem viðgengst í buddunni minni. Til að vera ekki alveg úti að aka hringi ég samt stöku sinnum í verðbréfafólkið í bankanum mínum sem er þaulvant að útskýra flókin mál svo jafnvel börn skilji. Frá þessu ágæta fólki sníki ég dálitla fyrirlestra um ýmis hugtök sem nefnd eru hversdagslega í fréttum eins og eðli þeirra eigi að vera á allra vitorði. Fyrir ári hefði ég trúlega óskað þess að erindið við bankann væri að kanna vöxt og viðgang eigna minna, en eftir því sem sigið hefur á ógæfuhliðina á fjármálamörkuðum verð ég æ fegnari mínu einfalda skattframtali. Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af því hvort hlutabréfin eru að lækka í verði, nema fyrir hönd íslenska hagkerfisins auðvitað. Persónulega finnst mér samt dálítið fúlt að æsingurinn skuli vera að dala áður en ég eignast svo mikið sem flatskjá. Því nú þegar flestar fjármálafréttir eru ótíðindi fer jafnvel okkur smælingjana að gruna það versta. Kannski samanstendur þjóðin ekki af greifum eins og við vorum næstum farin að trúa. Ef til vill var útrásin sem stækkaði okkur öll bara framhlið á leikmynd sem gufar upp án þess að hagnaðurinn millilendi í vasa hinnar venjulegu manneskju. Um langt skeið hefur nefnilega ekki verið í tísku að fjalla um lífskjör þar sem nýir landkrúserar koma ekki við sögu. Íslensk alþýða hefur ekki verið til umfjöllunar, útrásin hefur tekið sviðið. Fyrir einhverja er hjöðnun hennar áþreifanlegur veruleiki en fyrir fleiri er hún hinsvegar bara orðrómur sem deyr. Því þótt fáeinir byggi enn sjálfum sér vegleg hús, eins og rataði á forsíðu dagblaðs á dögunum, þá hefur líka frést að bankar séu farnir að halda að sér höndum við lán til nýbygginga. Reyndar sömu stofnanir og töldu fyrir fáeinum árum Íbúðalánasjóð óþarfan, enda væri hinn frjálsi bankamarkaður fullfær um að sinna hlutverkinu. Það var nefnilega það.