M/s Ísland Hallgrímur Helgason skrifar 16. febrúar 2008 08:00 Mótorskipið Ísland siglir óræðan kúrs suðvestur af landinu. Radarinn er í ólagi og framundan er þrútið loft og þykkur sjór. Veislunni í matsalnum er lokið og farþegar teknir að ókyrrast. Í brúnni stendur stýrimaðurinn Geir, með báðar hendur á stýri, og rýnir út um sæblautar rúður. Skipstjórinn liggur sofandi í káetu sinni inn af stýrishúsinu en loftskeytamaðurinn Sólrún situr við tæki sín og tól og hefur náð sambandi við Brüssel. „Þeir segja að við þurfum að breyta stefnunni um sjö gráður!" hrópar hún fram til stýrimanns. „Ha?„ segir Geir, lagar gleraugun og rýnir áfram út úr brúnni. „Brüssel segir sjö gráður á stjórn!" „Ertu að tala við HAFNARSTJÓRNINA í Brüssel?" spyr stýrimaður með glotti. Inn kemur Þorgerður, annar stýrimaður, og vill tala við kaftein. „Nei. Láttu hann vera. Hvað er málið?" spyr Geir. „Það er út af yfirbrytanum. Við verðum að..." „Er ekki nýbúið að skipa hann? Þennan Ólaf F.?" „Jú, en… þú veist…" „Hvar er Villi?" „Hann fór af í Huddersfield, þú manst." „Já, alveg rétt," segir Geir og grettir sig örlítið um leið og stórt brot gengur yfir brúna. „Á ég ekki bara að spyrja karlinn?" spyr Þorgerður og bendir á hurð skipstjóra. „Nei. Ekki trufla hann. Eru þau orðin óróleg?" „Já, við verðum að gera eitthvað í þessu. Við erum að tapa tiltrú farþega..." Geir rýnir út í sortann og hugsar málið stutta stund áður en hann svarar: „Láttu þau bara kasta upp á þetta." Þorgerður hristir hausinn, dæsir og hverfur niður stigann. Í gættinni mætir hún Sigurði Einarssyni, fyrsta vélstjóra. Hann strýkur svitann af enninu með olíusvartri hendi um leið og hann stígur inn í brú, og kastar mæði áður en hann tilkynnir Geir að vélin sé að missa afl. „Við getum ekki haldið svona áfram. Við verðum að taka land og skipta um olíu." „Taka land? Hvar eigum við að taka land?" spyr Geir. „Í Evrópu." „Ég er í sambandi við Brüssel!" hrópar loftskeytakonan úr kompu sinni. Skyndilega er hurðin rifin upp og inn af dekkinu birtast tveir hásetar, þeir Steingrímur og Ögmundur, í saltblautum sjógöllum. „Seglin eru klár, sör," segir Steingrímur. „Seglin?" hváir stýrimaður. „Já. Við heyrum það að vélin sé að gefa sig. Þá er rétti tíminn til að setja upp seglin. Þau eru líka mun umhverfsvænni en helvítis bölvað vélaraflið," segir Steingrímur ákveðinn og Ögmundur bætir við: „Við leggjum líka til að skipinu verði snúið heim. Þetta er orðin ein stór háskaför." Þá heyrist hljóð úr horni. Sjómælingamaðurinn Ingólfur Bender segir radar nú sýna grynnkandi hafsbotn. „Við virðumst nálgast land." „Hvaða land er það?" spyr Geir. „Mér sýnist það vera… sker." Inn úr fundasal koma nú þeir Vilhjálmur Egilsson, formaður félags farþega á fyrsta farrými, og Grétar Þorsteinsson, formaður félags farþega á öðrum farrýmum. Vilhjálmur segir frá óánægju á fyrsta farrými. Fólk vilji breyta um kúrs. Nú? Hvert vill það fara? spyr Geir. „Til Evrópu," svarar Vilhjálmur. „En þitt fólk, Grétar?" spyr stýrimaður. „Því er nú svosem sama. En það spyr hvort ekki sé hægt að borga bjórinn í evrum." „Brüssel kallar aftur! Þeir eru tilbúnir með lóðs!" kallar Sólrún úr loftskeytaherberginu. „Ekki hlusta á þetta rugl! Hér talar alþjóðagróðahyggjan. Upp með seglin segjum við og hart í bak!" segir Steingrímur og Ögmundur kinkar kolli. Öllum að óvörum birtist nú skipslæknirinn, Guðlaugur Þór, í brúnni og tilkynnir stýrimanni að hann sé búinn að loka reykherbergi yfirmanna. Fáir veita honum athygli. „Það grynnkar hratt núna," kveður Bender. Sem fyrr heldur Geir þéttingsfast í stýrið og rýnir út í síþykknandi sortann. Enn ein ágjöfin gengur upp á rúðurnar í brúnni. Áhöfnin bíður spent eftir ákvörðun stýrimanns. En allt í einu opnast hurðin á svítu skipstjóra og þrumandi rödd hans fyllir brúna: „Haldið kúrs! Óbreytt stefna!" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun
Mótorskipið Ísland siglir óræðan kúrs suðvestur af landinu. Radarinn er í ólagi og framundan er þrútið loft og þykkur sjór. Veislunni í matsalnum er lokið og farþegar teknir að ókyrrast. Í brúnni stendur stýrimaðurinn Geir, með báðar hendur á stýri, og rýnir út um sæblautar rúður. Skipstjórinn liggur sofandi í káetu sinni inn af stýrishúsinu en loftskeytamaðurinn Sólrún situr við tæki sín og tól og hefur náð sambandi við Brüssel. „Þeir segja að við þurfum að breyta stefnunni um sjö gráður!" hrópar hún fram til stýrimanns. „Ha?„ segir Geir, lagar gleraugun og rýnir áfram út úr brúnni. „Brüssel segir sjö gráður á stjórn!" „Ertu að tala við HAFNARSTJÓRNINA í Brüssel?" spyr stýrimaður með glotti. Inn kemur Þorgerður, annar stýrimaður, og vill tala við kaftein. „Nei. Láttu hann vera. Hvað er málið?" spyr Geir. „Það er út af yfirbrytanum. Við verðum að..." „Er ekki nýbúið að skipa hann? Þennan Ólaf F.?" „Jú, en… þú veist…" „Hvar er Villi?" „Hann fór af í Huddersfield, þú manst." „Já, alveg rétt," segir Geir og grettir sig örlítið um leið og stórt brot gengur yfir brúna. „Á ég ekki bara að spyrja karlinn?" spyr Þorgerður og bendir á hurð skipstjóra. „Nei. Ekki trufla hann. Eru þau orðin óróleg?" „Já, við verðum að gera eitthvað í þessu. Við erum að tapa tiltrú farþega..." Geir rýnir út í sortann og hugsar málið stutta stund áður en hann svarar: „Láttu þau bara kasta upp á þetta." Þorgerður hristir hausinn, dæsir og hverfur niður stigann. Í gættinni mætir hún Sigurði Einarssyni, fyrsta vélstjóra. Hann strýkur svitann af enninu með olíusvartri hendi um leið og hann stígur inn í brú, og kastar mæði áður en hann tilkynnir Geir að vélin sé að missa afl. „Við getum ekki haldið svona áfram. Við verðum að taka land og skipta um olíu." „Taka land? Hvar eigum við að taka land?" spyr Geir. „Í Evrópu." „Ég er í sambandi við Brüssel!" hrópar loftskeytakonan úr kompu sinni. Skyndilega er hurðin rifin upp og inn af dekkinu birtast tveir hásetar, þeir Steingrímur og Ögmundur, í saltblautum sjógöllum. „Seglin eru klár, sör," segir Steingrímur. „Seglin?" hváir stýrimaður. „Já. Við heyrum það að vélin sé að gefa sig. Þá er rétti tíminn til að setja upp seglin. Þau eru líka mun umhverfsvænni en helvítis bölvað vélaraflið," segir Steingrímur ákveðinn og Ögmundur bætir við: „Við leggjum líka til að skipinu verði snúið heim. Þetta er orðin ein stór háskaför." Þá heyrist hljóð úr horni. Sjómælingamaðurinn Ingólfur Bender segir radar nú sýna grynnkandi hafsbotn. „Við virðumst nálgast land." „Hvaða land er það?" spyr Geir. „Mér sýnist það vera… sker." Inn úr fundasal koma nú þeir Vilhjálmur Egilsson, formaður félags farþega á fyrsta farrými, og Grétar Þorsteinsson, formaður félags farþega á öðrum farrýmum. Vilhjálmur segir frá óánægju á fyrsta farrými. Fólk vilji breyta um kúrs. Nú? Hvert vill það fara? spyr Geir. „Til Evrópu," svarar Vilhjálmur. „En þitt fólk, Grétar?" spyr stýrimaður. „Því er nú svosem sama. En það spyr hvort ekki sé hægt að borga bjórinn í evrum." „Brüssel kallar aftur! Þeir eru tilbúnir með lóðs!" kallar Sólrún úr loftskeytaherberginu. „Ekki hlusta á þetta rugl! Hér talar alþjóðagróðahyggjan. Upp með seglin segjum við og hart í bak!" segir Steingrímur og Ögmundur kinkar kolli. Öllum að óvörum birtist nú skipslæknirinn, Guðlaugur Þór, í brúnni og tilkynnir stýrimanni að hann sé búinn að loka reykherbergi yfirmanna. Fáir veita honum athygli. „Það grynnkar hratt núna," kveður Bender. Sem fyrr heldur Geir þéttingsfast í stýrið og rýnir út í síþykknandi sortann. Enn ein ágjöfin gengur upp á rúðurnar í brúnni. Áhöfnin bíður spent eftir ákvörðun stýrimanns. En allt í einu opnast hurðin á svítu skipstjóra og þrumandi rödd hans fyllir brúna: „Haldið kúrs! Óbreytt stefna!"
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun