Harðstjóri kveður Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 22. febrúar 2008 04:00 Kúbverski einræðisherrann Fídel Kastró lýsti yfir því 19. febrúar, að hann hefði dregið sig í hlé. Eins og í Norður-Kóreu ganga völd þar syðra í erfðir, þó að eftirmaður Kastrós sé ekki sonur hans, heldur bróðir, Raúl Kastró. Undir stjórn Kastrós hefur Kúba breyst í sannkallað fátæktarbæli. Landið er einnig lögregluríki. Þetta kemur ekki á óvart. Hið sama gerðist á Kúbu og annars staðar, þar sem kommúnistar tóku völd. Hitt er furðulegra, hversu margir íslenskir róttæklingar eru viðhlæjendur Kastrós. Til dæmis reyndi aðaltalsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999, Margrét Frímannsdóttir, eitt sinn í Kúbuferð að ganga á fund Kastrós, þótt hann nennti ekki að taka á móti henni. Sumir samkennarar mínir í Háskóla Íslands hafa verið sjálfboðaliðar á sykurekrum eyjunnar. Fjöldaaftökur og fangabúðirStrax og Kastró hrifsaði völd í janúarbyrjun 1959, hófst blóðbað. Í tveimur stærstu fangelsum Havana-borgar, La Cabaña og Santa Clara, voru mörg hundruð fangar leiddir fyrir eins konar alþýðudómstól, dæmdir til dauða og teknir af lífi. Kastró hafði lofað frjálsum kosningum, en tilkynnti brátt, að þeirra gerðist ekki þörf. Lýðræðissinnar, sem höfðu í fyrstu unnið með honum, hurfu hver af öðrum úr stjórninni. Þeir voru ýmist fangelsaðir eða flýðu til Bandaríkjanna. Óháð dagblöð hættu að koma út. Ofsóknir hófust gegn kaþólsku kirkjunni. Upplýstu miðstéttarfólki leist ekki á blikuna. Rösku ári eftir byltinguna hófst flóttamannastraumur til Bandaríkjanna. Kúgunin færðist í aukana næstu ár. Þeir samstarfsmenn Kastrós, sem taldir voru luma á sjálfstæðum skoðunum, voru settir í fangelsi eða skotnir.Rithöfundarnir Heberto Padilla og Reinaldo Arenas flýðu til Bandaríkjanna. Skáldin Pedro Luis Boitel og Armando Valladares voru send í fangabúðir. Boitel veslaðist þar upp og dó, en Valladares lifði af, slapp til Bandaríkjanna fyrir bænarstað Mitterands Frakklandsforseta og skrifaði fræga lýsingu á 22 ára vist í kúbverskum fangabúðum, Against all Hope (Gegn allri von). Öryggislögregla, sem var stofnuð strax eftir valdatöku Kastrós, hefur nánar gætur á hugsanlegu andófi. Í munni alþýðu manna heitir hún „Rauða Gestapó". Ein sveit öryggislögreglunnar hefur það hlutverk að drepa útlaga, sem taldir eru hættulegir Kastró. Til dæmis var Elias de la Torriente myrtur í Miami og Aldo Vera í Púertó Ríkó.Viðskiptabann og heilsugæslaTölum blæðir ekki eins og mönnum, en þær segja sitt. Fyrsta áratuginn undir stjórn Kastrós voru milli sjö og tíu þúsund manns teknir af lífi af stjórnmálaástæðum og um 30 þúsund manns sendir í fangabúðir. Það er ekki að furða, að Kúbverjar hafa greitt atkvæði „með bátsárunum". Af 11 milljónum, sem telja sig Kúbverja, búa tvær milljónir erlendis. Líklega flúðu fleiri fátæktina en kúgunina. En sama fólk og telur, að viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu megi kenna um fátæktina, hefur jafnan haldið því fram, að suðrænar þjóðir séu fátækar vegna viðskipta við Vesturveldin. Báðar kenningarnar geta ekki verið réttar. Ég hygg, að hin fyrri sé rétt. Frjáls viðskipti eru öllum í hag. En viðskiptabannið ræður ekki úrslitum um það, að Kúba er fátæktarbæli, enda stunda Kúbverjar viðskipti við flestar Evrópuþjóðir.Aðdáendur Kastrós segja, að heilsugæsla hafi batnað undir stjórn hans. Í reynd er þrenns konar heilsugæsla á Kúbu. Ein er fyrir útlenda ferðamenn, sem greiða í gjaldeyri, og hún er prýðileg. Önnur er fyrir starfsmenn kommúnistaflokksins, sem hafa ekki heldur undan neinu að kvarta. Hin þriðja er fyrir allan almenning, og hún er hörmuleg. Læknar og hjúkrunarfólk fá mjög lág laun, tæki og lyf eru af skornum skammti, sjúkrahús yfirfull og aðbúnaður vondur. Nokkrir sjúkdómar, sem hefur verið að mestu útrýmt á Vesturlöndum, svo sem berklar og holdsveiki, láta þar aftur á sér kræla. Barnadauði er lágur, vegna þess að stjórnvöld reyna að halda honum niðri með því að eyða fóstrum, sem ekki eru líkleg til að fæðast heilbrigð.Hvar er eggjakakan?Harðneskja sú, sem Stalín, Maó og minni spámenn eins og Kastró notuðu til að endurskapa skipulagið eftir sínu höfði, er stundum réttlætt með því, að ekki sé unnt að baka eggjaköku nema með því að brjóta eggin. En eggjakakan er hvergi finnanleg á Kúbu Kastrós. Baksturinn var til einskis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Kúbverski einræðisherrann Fídel Kastró lýsti yfir því 19. febrúar, að hann hefði dregið sig í hlé. Eins og í Norður-Kóreu ganga völd þar syðra í erfðir, þó að eftirmaður Kastrós sé ekki sonur hans, heldur bróðir, Raúl Kastró. Undir stjórn Kastrós hefur Kúba breyst í sannkallað fátæktarbæli. Landið er einnig lögregluríki. Þetta kemur ekki á óvart. Hið sama gerðist á Kúbu og annars staðar, þar sem kommúnistar tóku völd. Hitt er furðulegra, hversu margir íslenskir róttæklingar eru viðhlæjendur Kastrós. Til dæmis reyndi aðaltalsmaður Samfylkingarinnar í kosningunum 1999, Margrét Frímannsdóttir, eitt sinn í Kúbuferð að ganga á fund Kastrós, þótt hann nennti ekki að taka á móti henni. Sumir samkennarar mínir í Háskóla Íslands hafa verið sjálfboðaliðar á sykurekrum eyjunnar. Fjöldaaftökur og fangabúðirStrax og Kastró hrifsaði völd í janúarbyrjun 1959, hófst blóðbað. Í tveimur stærstu fangelsum Havana-borgar, La Cabaña og Santa Clara, voru mörg hundruð fangar leiddir fyrir eins konar alþýðudómstól, dæmdir til dauða og teknir af lífi. Kastró hafði lofað frjálsum kosningum, en tilkynnti brátt, að þeirra gerðist ekki þörf. Lýðræðissinnar, sem höfðu í fyrstu unnið með honum, hurfu hver af öðrum úr stjórninni. Þeir voru ýmist fangelsaðir eða flýðu til Bandaríkjanna. Óháð dagblöð hættu að koma út. Ofsóknir hófust gegn kaþólsku kirkjunni. Upplýstu miðstéttarfólki leist ekki á blikuna. Rösku ári eftir byltinguna hófst flóttamannastraumur til Bandaríkjanna. Kúgunin færðist í aukana næstu ár. Þeir samstarfsmenn Kastrós, sem taldir voru luma á sjálfstæðum skoðunum, voru settir í fangelsi eða skotnir.Rithöfundarnir Heberto Padilla og Reinaldo Arenas flýðu til Bandaríkjanna. Skáldin Pedro Luis Boitel og Armando Valladares voru send í fangabúðir. Boitel veslaðist þar upp og dó, en Valladares lifði af, slapp til Bandaríkjanna fyrir bænarstað Mitterands Frakklandsforseta og skrifaði fræga lýsingu á 22 ára vist í kúbverskum fangabúðum, Against all Hope (Gegn allri von). Öryggislögregla, sem var stofnuð strax eftir valdatöku Kastrós, hefur nánar gætur á hugsanlegu andófi. Í munni alþýðu manna heitir hún „Rauða Gestapó". Ein sveit öryggislögreglunnar hefur það hlutverk að drepa útlaga, sem taldir eru hættulegir Kastró. Til dæmis var Elias de la Torriente myrtur í Miami og Aldo Vera í Púertó Ríkó.Viðskiptabann og heilsugæslaTölum blæðir ekki eins og mönnum, en þær segja sitt. Fyrsta áratuginn undir stjórn Kastrós voru milli sjö og tíu þúsund manns teknir af lífi af stjórnmálaástæðum og um 30 þúsund manns sendir í fangabúðir. Það er ekki að furða, að Kúbverjar hafa greitt atkvæði „með bátsárunum". Af 11 milljónum, sem telja sig Kúbverja, búa tvær milljónir erlendis. Líklega flúðu fleiri fátæktina en kúgunina. En sama fólk og telur, að viðskiptabanni Bandaríkjanna á Kúbu megi kenna um fátæktina, hefur jafnan haldið því fram, að suðrænar þjóðir séu fátækar vegna viðskipta við Vesturveldin. Báðar kenningarnar geta ekki verið réttar. Ég hygg, að hin fyrri sé rétt. Frjáls viðskipti eru öllum í hag. En viðskiptabannið ræður ekki úrslitum um það, að Kúba er fátæktarbæli, enda stunda Kúbverjar viðskipti við flestar Evrópuþjóðir.Aðdáendur Kastrós segja, að heilsugæsla hafi batnað undir stjórn hans. Í reynd er þrenns konar heilsugæsla á Kúbu. Ein er fyrir útlenda ferðamenn, sem greiða í gjaldeyri, og hún er prýðileg. Önnur er fyrir starfsmenn kommúnistaflokksins, sem hafa ekki heldur undan neinu að kvarta. Hin þriðja er fyrir allan almenning, og hún er hörmuleg. Læknar og hjúkrunarfólk fá mjög lág laun, tæki og lyf eru af skornum skammti, sjúkrahús yfirfull og aðbúnaður vondur. Nokkrir sjúkdómar, sem hefur verið að mestu útrýmt á Vesturlöndum, svo sem berklar og holdsveiki, láta þar aftur á sér kræla. Barnadauði er lágur, vegna þess að stjórnvöld reyna að halda honum niðri með því að eyða fóstrum, sem ekki eru líkleg til að fæðast heilbrigð.Hvar er eggjakakan?Harðneskja sú, sem Stalín, Maó og minni spámenn eins og Kastró notuðu til að endurskapa skipulagið eftir sínu höfði, er stundum réttlætt með því, að ekki sé unnt að baka eggjaköku nema með því að brjóta eggin. En eggjakakan er hvergi finnanleg á Kúbu Kastrós. Baksturinn var til einskis.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun