Abba SingStar væntanlegur 11. september 2008 00:01 Nýtt æði! Ætla má að Íslendingar muni taka Abba SingStar vel miðað við vinsældir Mamma Mia!, en nú þegar hafa um 100.000 manns séð kvikmyndina hér á landi og diskurinn með tónlistinni úr myndinni hefur selst í tæplega 10.000 eintökum. „Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag Leikjavísir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
„Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri SingStar-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen. „Íslendingar eiga met í sölu á SingStar miðað við höfðatölu, eins og í svo mörgu öðru, svo ég held að það verði allt vitlaust þegar Abba bætist í safnið og ekki spillir fyrir að upprunaleg myndbönd hljómsveitarinnar verða á disknum,“ bætir hann við, en tónlistin úr Mamma mia! hefur selst í tæplega 10.000 eintökum hér á landi. Tæplega 100.000 miðar hafa verið seldar á kvikmyndina og uppselt hefur verið á fjórar svokallaðar „sing along“-sýningar, þar sem áhorfendur taka undir lögin í myndinni. „Það hafa verið gríðarlega góðar viðtökur. Það er nýtt Abba-æði og menn eru að missa sig í Abba-lögum, svo það gefur fögur fyrirheit um SingStar-diskinn,“ segir Ólafur að lokum.- ag
Leikjavísir Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira