Í nefnd Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. mars 2008 06:00 Um daginn var ég að keyra og hlusta á Útvarp Sögu, því ég var að vonast eftir þeim Sigurði G. og Guðmundi Ólafssyni - skemmtilegasta útvarpsdúett landsins. Þeir voru því miður fjarri en í staðinn var ákaflega sköruglegur maður að tala og fór ekki á milli mála að þar var maður sem aldeilis lét engan vaða ofan í sig. Gott ef hann var ekki beinlínis róttækur. Hann vildi selja RÚV og alls kyns annan rekstur ríkisins sem hann taldi og færð ýmis rök fyrir að væri betur kominn hjá einstaklingum. Þetta var Birgir Ármannsson. Og næst þegar ég heyrði í honum var hann að útskýra fyrir fréttamanni RÚV hvers vegna allsherjarnefnd, sem hann veitir forstöðu, hefði ekki svo mikið sem tekið breytingarfrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur við Eftirlaunalög Davíðs Oddssonar til umræðu, en látið það liggja neðst í bunka, og ekki á honum að heyra að til stæði að hleypa frumvarpinu áfram. Eftirlauna-ósóminnÞegar Davíð Oddsson var um það bil að hætta ráðherradómi og þingmennsku fór ekki á milli mála að hann taldi þjóðina standa í mikilli þakkarskuld við sig - svo mjög raunar að honum þótti rétt að hafa hönd í bagga með því hvernig sú þakkarskuld væri nógsamlega tjáð. Þá varð til eftirlaunafrumvarpið tveimur dögum fyrir jólaleyfi þingmanna árið 2003, og var sniðið svo sérstaklega að þörfum Davíðs að þar eru meira að segja ákvæði um að ritlaun skerði ekki lífeyrinn. Hann fékk í lið með sér aðra forystumenn flokkanna, sem öllum leist prýðilega á að skammta sjálfum sér rausnarleg eftirlaun burtséð frá því hvað þeir tækju sér fyrir hendur á besta aldri að afloknum stjórnmálaferlinum - og frumvarpið flaug í gegnum þingið áður en þingmenn náðu svo mikið sem klóra sér í hausnum. Margir hafa séð eftir því æ síðan. Þótt yfirleitt sé tuð um kaup og kjör annarra ósköp þreytandi - og þó að allt annar bragur sé á sambandi núverandi forsætisráðherra við landsmenn en tíðkaðist hjá þeim Halldóri og Davíð - þá var þessi sjálftaka á allt öðrum eftirlaunakjörum en aðrir þegnar landsins búa við óvenju bíræfin, og vanþóknun þjóðarinnar á verknaðinum hefur verið þung og er ekkert að gleymast. Að öðrum ólöstuðum var það einkum ein manneskja sem hélt merkinu hátt á loft, Valgerður Bjarnadóttir sem nú er varaþingmaður Samfylkingarinnar en skrifaði þá beitta og skemmtilega pistla í þetta blað með öðrum störfum, og endaði þá ævinlega með því að segja eitthvað á þessa leið: Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði aflagður. Hún lét það því verða sitt fyrsta verk þegar hún settist á þing sem varamaður að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna landsins þar sem hún lagði til að lífeyriskjör þingmanna, ráðherra og annarra æðstu embættismanna skyldu færð til samræmis við aðra ríkisstarfsmenn. Sjaldan hefur nokkurt frumvarp vakið viðlíka fögnuð meðal þingheims. Hver af öðrum stóðu þeir upp þingskörungarnir og lýstu yfir eindregnum stuðningi sínum við að þessi forsmán yrði aflögð. Svo fór málið í nefnd. Í nefnd Svo var málið í nefnd. Og enn er málið í nefnd. Sá sem hefur þann starfa með höndum að halda því í nefnd er nefndur Birgir Ármannsson, þingmaðurinn ungi sem var svo skeleggur og róttækur á Útvarpi Sögu. Hann hafði það helst að segja þegar hann var spurður hvers vegna í ósköpunum nefndin hefði ekki einu sinni ómakað sig til að ræða málin og hvað þá afgreiða það frá sér, að hér væri um að ræða frumvarp frá almennum þingmanni en ekki stjórnarfrumvarp sem hefðu forgang í nefndinni. Formaður allsherjarnefndar játar það með öðrum orðum blygðunarlaust á opinberum vettvangi að frumvörp þingmanna séu látin daga uppi í nefnd. Hann gefur þingmönnum þau skilaboð að það sé alveg út í loftið fyrir þá að leggja fram frumvörp því að allsherjarnefnd muni ekki taka þau fyrir heldur aðeins stjórnarfrumvörp. Sjaldan hefur almennur þingmaður verið jafn aumur gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann virðist telja að hlutverk löggjafarvaldsins sé það eitt að hafa uppi málamyndaumfjöllun um frumvörp sem berast frá framkvæmdavaldinu, afgreiða þau svo til samþykktar. Þetta er í hnotskurn vandinn við Sjálfstæðismenn. Þeir eru ekki þingræðissinnar (sem sýndi sig nú síðast í Reykjavík þegar þeir leiddu Ólaf F. Magnússon umboðslausan í hásætið). Þeir aðhyllast ekki þrígreiningu valdsins. Þeir hafa í rauninni enn ekki fallist á að franska stjórnarbyltingin hafi átt rétt á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun
Um daginn var ég að keyra og hlusta á Útvarp Sögu, því ég var að vonast eftir þeim Sigurði G. og Guðmundi Ólafssyni - skemmtilegasta útvarpsdúett landsins. Þeir voru því miður fjarri en í staðinn var ákaflega sköruglegur maður að tala og fór ekki á milli mála að þar var maður sem aldeilis lét engan vaða ofan í sig. Gott ef hann var ekki beinlínis róttækur. Hann vildi selja RÚV og alls kyns annan rekstur ríkisins sem hann taldi og færð ýmis rök fyrir að væri betur kominn hjá einstaklingum. Þetta var Birgir Ármannsson. Og næst þegar ég heyrði í honum var hann að útskýra fyrir fréttamanni RÚV hvers vegna allsherjarnefnd, sem hann veitir forstöðu, hefði ekki svo mikið sem tekið breytingarfrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur við Eftirlaunalög Davíðs Oddssonar til umræðu, en látið það liggja neðst í bunka, og ekki á honum að heyra að til stæði að hleypa frumvarpinu áfram. Eftirlauna-ósóminnÞegar Davíð Oddsson var um það bil að hætta ráðherradómi og þingmennsku fór ekki á milli mála að hann taldi þjóðina standa í mikilli þakkarskuld við sig - svo mjög raunar að honum þótti rétt að hafa hönd í bagga með því hvernig sú þakkarskuld væri nógsamlega tjáð. Þá varð til eftirlaunafrumvarpið tveimur dögum fyrir jólaleyfi þingmanna árið 2003, og var sniðið svo sérstaklega að þörfum Davíðs að þar eru meira að segja ákvæði um að ritlaun skerði ekki lífeyrinn. Hann fékk í lið með sér aðra forystumenn flokkanna, sem öllum leist prýðilega á að skammta sjálfum sér rausnarleg eftirlaun burtséð frá því hvað þeir tækju sér fyrir hendur á besta aldri að afloknum stjórnmálaferlinum - og frumvarpið flaug í gegnum þingið áður en þingmenn náðu svo mikið sem klóra sér í hausnum. Margir hafa séð eftir því æ síðan. Þótt yfirleitt sé tuð um kaup og kjör annarra ósköp þreytandi - og þó að allt annar bragur sé á sambandi núverandi forsætisráðherra við landsmenn en tíðkaðist hjá þeim Halldóri og Davíð - þá var þessi sjálftaka á allt öðrum eftirlaunakjörum en aðrir þegnar landsins búa við óvenju bíræfin, og vanþóknun þjóðarinnar á verknaðinum hefur verið þung og er ekkert að gleymast. Að öðrum ólöstuðum var það einkum ein manneskja sem hélt merkinu hátt á loft, Valgerður Bjarnadóttir sem nú er varaþingmaður Samfylkingarinnar en skrifaði þá beitta og skemmtilega pistla í þetta blað með öðrum störfum, og endaði þá ævinlega með því að segja eitthvað á þessa leið: Auk þess legg ég til að eftirlaunaósóminn verði aflagður. Hún lét það því verða sitt fyrsta verk þegar hún settist á þing sem varamaður að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um eftirlaun æðstu embættismanna landsins þar sem hún lagði til að lífeyriskjör þingmanna, ráðherra og annarra æðstu embættismanna skyldu færð til samræmis við aðra ríkisstarfsmenn. Sjaldan hefur nokkurt frumvarp vakið viðlíka fögnuð meðal þingheims. Hver af öðrum stóðu þeir upp þingskörungarnir og lýstu yfir eindregnum stuðningi sínum við að þessi forsmán yrði aflögð. Svo fór málið í nefnd. Í nefnd Svo var málið í nefnd. Og enn er málið í nefnd. Sá sem hefur þann starfa með höndum að halda því í nefnd er nefndur Birgir Ármannsson, þingmaðurinn ungi sem var svo skeleggur og róttækur á Útvarpi Sögu. Hann hafði það helst að segja þegar hann var spurður hvers vegna í ósköpunum nefndin hefði ekki einu sinni ómakað sig til að ræða málin og hvað þá afgreiða það frá sér, að hér væri um að ræða frumvarp frá almennum þingmanni en ekki stjórnarfrumvarp sem hefðu forgang í nefndinni. Formaður allsherjarnefndar játar það með öðrum orðum blygðunarlaust á opinberum vettvangi að frumvörp þingmanna séu látin daga uppi í nefnd. Hann gefur þingmönnum þau skilaboð að það sé alveg út í loftið fyrir þá að leggja fram frumvörp því að allsherjarnefnd muni ekki taka þau fyrir heldur aðeins stjórnarfrumvörp. Sjaldan hefur almennur þingmaður verið jafn aumur gagnvart framkvæmdavaldinu. Hann virðist telja að hlutverk löggjafarvaldsins sé það eitt að hafa uppi málamyndaumfjöllun um frumvörp sem berast frá framkvæmdavaldinu, afgreiða þau svo til samþykktar. Þetta er í hnotskurn vandinn við Sjálfstæðismenn. Þeir eru ekki þingræðissinnar (sem sýndi sig nú síðast í Reykjavík þegar þeir leiddu Ólaf F. Magnússon umboðslausan í hásætið). Þeir aðhyllast ekki þrígreiningu valdsins. Þeir hafa í rauninni enn ekki fallist á að franska stjórnarbyltingin hafi átt rétt á sér.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun