Magni í útrás vinnur Bon Jovi 12. mars 2008 00:01 Söngvarinn Magni Ásgeirsson keppti um hylli tónlistarunnenda við Bon Jovi. Hann telur sig hafa unnið.Fréttablaðið/hrönn Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið. „Við erum í svaka samkeppni við Bon Jovi sem var að spila hérna hinu megin við götuna,“ segir Magni. „Við unnum þá samkeppni. Allavega í skemmtanagildi.“ Magni er að taka þátt í markaðsátaki Icelandair sem kynnir nú beint flug sitt til Toronto. Átakið heitir Taste of Iceland og auk Magna spilar hljómsveitin Ghostigital á öðrum stað í borginni í kvöld. „Markús Örn sendiherra kynnti okkur á svið og sagði fallega hluti um mig og Ísland. Meðal annars að ég væri sendiherra Íslands í heiminum öllum. Ég minnist þess nú ekki að vera á launaskrá hjá ríkinu en ef til vill ætti ég að sækja um. Það var slatti af Vestur-Íslendingum á svæðinu sem sögðu allir það sama: „Ég tala ekki gott íslenska.“ Meirihlutinn var þó Kanadamenn og ég er farinn að halda að Rock star Supernova hafi verið jafn vinsæll þáttur í Kanada og á Íslandi. Það virtust allir kannast við mig. Miðað við þessar viðtökur get ég vel hugsað mér að spila aftur í Kanada. Þetta eru ekki nema fimm tímar í beinu flugi.“ Magni náði þeim góða áfanga á dögunum að eignast meira en tíu þúsund vini á Myspace síðunni sinni. „Ég hef samþykkt alla þessa vini sjálfur. Ég vona að þetta sé allt gott fólk.“ Eftir Kanadadvölina snýr Magni heim og fer á páskatúr með félögum sínum í Á móti sól. Hann skemmtir á Selfossi, Eskifirði, Blönduósi og Akranesi. Rock Star Supernova Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira
Magni Ásgeirsson er í Kanada ásamt hljómsveit sinni og spilar í Toronto í kvöld á Bier Markt klúbbnum. Þar spilaði hann líka á mánudagskvöldið. „Við erum í svaka samkeppni við Bon Jovi sem var að spila hérna hinu megin við götuna,“ segir Magni. „Við unnum þá samkeppni. Allavega í skemmtanagildi.“ Magni er að taka þátt í markaðsátaki Icelandair sem kynnir nú beint flug sitt til Toronto. Átakið heitir Taste of Iceland og auk Magna spilar hljómsveitin Ghostigital á öðrum stað í borginni í kvöld. „Markús Örn sendiherra kynnti okkur á svið og sagði fallega hluti um mig og Ísland. Meðal annars að ég væri sendiherra Íslands í heiminum öllum. Ég minnist þess nú ekki að vera á launaskrá hjá ríkinu en ef til vill ætti ég að sækja um. Það var slatti af Vestur-Íslendingum á svæðinu sem sögðu allir það sama: „Ég tala ekki gott íslenska.“ Meirihlutinn var þó Kanadamenn og ég er farinn að halda að Rock star Supernova hafi verið jafn vinsæll þáttur í Kanada og á Íslandi. Það virtust allir kannast við mig. Miðað við þessar viðtökur get ég vel hugsað mér að spila aftur í Kanada. Þetta eru ekki nema fimm tímar í beinu flugi.“ Magni náði þeim góða áfanga á dögunum að eignast meira en tíu þúsund vini á Myspace síðunni sinni. „Ég hef samþykkt alla þessa vini sjálfur. Ég vona að þetta sé allt gott fólk.“ Eftir Kanadadvölina snýr Magni heim og fer á páskatúr með félögum sínum í Á móti sól. Hann skemmtir á Selfossi, Eskifirði, Blönduósi og Akranesi.
Rock Star Supernova Mest lesið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Lífið Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Sigga Heimis selur slotið Lífið Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Lífið Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Lífið Fleiri fréttir Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Sjá meira