Bjánaskapur ógnar fjármálakerfi heims Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. mars 2008 00:01 Engum blöðum er um það að fletta að enn eru ekki öll kurl komin til grafar vegna undirmálslánaklúðursins í Bandaríkjunum. Fjárfestar með hland fyrir hjartanu eftir hrakfarir ameríska bankans Bear Stearns stuðluðu meðal annars að hruni krónunnar í byrjun vikunnar. Helstu áhyggjur fjármálaheimsins varðandi þróun mála snúa hins vegar núna að fjármálatryggingafyrirtækjum þeim sem ábyrgjast skuldabréfaviðskipti. Um slíkar upphæðir er að ræða í þessum viðskiptum að erfitt er að gera sér í hugarlund. Nú er staðan sú að komist eitthvert þessara fyrirtækja í slík vandræði að alþjóðleg matsfyrirtæki lækki lánshæfismatseinkunn þeirra, mun slíkt endurmat á lánshæfi ganga yfir öll skuldabréf og skuldabréfavöndla sem viðkomandi fyrirtæki er í ábyrgð fyrir og rýra verðgildi þeirra. Atburðarás sem þessi væri alvarleg og kynni að vinda upp á sig með afgerandi hætti, jafnvel þannig að heilu bæjarfélögin vestra færu á hliðina. Um leið er það þannig að vandamálin virðast mest í Bandaríkjunum, og réttilega, því þar eru upptökin. Vandinn er bara sá að vegna þess hve Bandaríkin vega þungt í viðskiptum heimsins er þeirra vandi allra vandi. Undirmálslánakreppan og lausafjárvandi heimsins sem af henni er sprottinn er þannig vaxið mál að ólíklegt er til að draga úr fordómum í garð Bandaríkjamanna, sem stundum hafa verið orðaðir við heimsku, skammsýni og græðgi. Vestra fengu fasteignamiðlarar lausan tauminn í að selja Pétri og Páli endurfjármögnunarlán með fasteignaveði og fengu greitt fyrir afköst í sölu. Upp úr þessu umhverfi spruttu ævintýralega góð kjör á fasteignalánum þar sem jafnvel þurfti ekki að byrja að greiða af láninu fyrr en eftir eitt til tvö ár og lítið að því gætt hverjum væri verið að lána peninga og út á hvaða veð. Miðlurunum var nokk sama, þeir fengu greitt per samning. Til voru orðin undirmálslán. Síðan tóku bankarnir ytra við undirmálslánum og vöndluðu þeim saman í skuldabréfavafninga sem fengu hið fagra heiti CDO, voru áferðarfallegir mjög. Alþjóðleg matsfyrirtæki féllu í þá gryfju að gefa þeim góða einkunn og vafningarnir því taldir afar góður fjárfestingarkostur. Bloomberg lýsti á mánudag viðhorfi á fjármálamörkuðum til íslensks efnahagslífs og banka. Þar meta menn það svo að hátt skuldatryggingarálag sé til marks um að menn telji einhvern banka hér jafnvel eiga á hættu að komast í þrot. Virðist engu breyta um þetta viðhorf þótt ríkið sé nær skuldlaust og bankarnir árétti góða lausafjárstöðu og fjármögnun starfsemi langt fram í tímann, auk þess sem þeir séu lausir við áhættu af fyrrnefndum undirmálslánum og hafi ekki tekið þátt í slíkum „fjármálagjörningum" með amerískum og sum evrópskum kollegum sínum. Svartnættið er hins vegar ekki algjört því greinendur hafa sumir hverjir loks áttað sig á að skuldatryggingarálag á evrópska banka er komið út úr öllu korti. Þannig segir í greiningu Merrill Lynch fyrir sléttri viku að nú fari að líða að viðsnúningi hvað evrópska banka ræðir og mælir greiningardeildin með kaupum í mörgum stórum bönkum á meginlandinu. „Við gerum okkur ljóst að hlutir gætu enn færst til verri vegar áður en þeir batna. Um leið höfum við í huga að ef til vill er aldrei hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær viðsnúningur verður," segir þar. Farið er yfir aðgerðir evrópskra banka til að bregðast við lausafjárskorti og meðal annars tínt til hvernig Kaupþing hætti við kaupin á NIBC, Landsbankinn hafi hætt við kaup á bankastarfsemi Close Brothers og hvernig Glitnir hafi lokað útibúi í bankans í Kaupmannahöfn og ætli að einbeita sér að kjarnastarfsemi á árinu. Aðgerðir evrópskra banka eru kallaðar „hikandi skref til veraldar nýrrar og góðrar". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun
Engum blöðum er um það að fletta að enn eru ekki öll kurl komin til grafar vegna undirmálslánaklúðursins í Bandaríkjunum. Fjárfestar með hland fyrir hjartanu eftir hrakfarir ameríska bankans Bear Stearns stuðluðu meðal annars að hruni krónunnar í byrjun vikunnar. Helstu áhyggjur fjármálaheimsins varðandi þróun mála snúa hins vegar núna að fjármálatryggingafyrirtækjum þeim sem ábyrgjast skuldabréfaviðskipti. Um slíkar upphæðir er að ræða í þessum viðskiptum að erfitt er að gera sér í hugarlund. Nú er staðan sú að komist eitthvert þessara fyrirtækja í slík vandræði að alþjóðleg matsfyrirtæki lækki lánshæfismatseinkunn þeirra, mun slíkt endurmat á lánshæfi ganga yfir öll skuldabréf og skuldabréfavöndla sem viðkomandi fyrirtæki er í ábyrgð fyrir og rýra verðgildi þeirra. Atburðarás sem þessi væri alvarleg og kynni að vinda upp á sig með afgerandi hætti, jafnvel þannig að heilu bæjarfélögin vestra færu á hliðina. Um leið er það þannig að vandamálin virðast mest í Bandaríkjunum, og réttilega, því þar eru upptökin. Vandinn er bara sá að vegna þess hve Bandaríkin vega þungt í viðskiptum heimsins er þeirra vandi allra vandi. Undirmálslánakreppan og lausafjárvandi heimsins sem af henni er sprottinn er þannig vaxið mál að ólíklegt er til að draga úr fordómum í garð Bandaríkjamanna, sem stundum hafa verið orðaðir við heimsku, skammsýni og græðgi. Vestra fengu fasteignamiðlarar lausan tauminn í að selja Pétri og Páli endurfjármögnunarlán með fasteignaveði og fengu greitt fyrir afköst í sölu. Upp úr þessu umhverfi spruttu ævintýralega góð kjör á fasteignalánum þar sem jafnvel þurfti ekki að byrja að greiða af láninu fyrr en eftir eitt til tvö ár og lítið að því gætt hverjum væri verið að lána peninga og út á hvaða veð. Miðlurunum var nokk sama, þeir fengu greitt per samning. Til voru orðin undirmálslán. Síðan tóku bankarnir ytra við undirmálslánum og vöndluðu þeim saman í skuldabréfavafninga sem fengu hið fagra heiti CDO, voru áferðarfallegir mjög. Alþjóðleg matsfyrirtæki féllu í þá gryfju að gefa þeim góða einkunn og vafningarnir því taldir afar góður fjárfestingarkostur. Bloomberg lýsti á mánudag viðhorfi á fjármálamörkuðum til íslensks efnahagslífs og banka. Þar meta menn það svo að hátt skuldatryggingarálag sé til marks um að menn telji einhvern banka hér jafnvel eiga á hættu að komast í þrot. Virðist engu breyta um þetta viðhorf þótt ríkið sé nær skuldlaust og bankarnir árétti góða lausafjárstöðu og fjármögnun starfsemi langt fram í tímann, auk þess sem þeir séu lausir við áhættu af fyrrnefndum undirmálslánum og hafi ekki tekið þátt í slíkum „fjármálagjörningum" með amerískum og sum evrópskum kollegum sínum. Svartnættið er hins vegar ekki algjört því greinendur hafa sumir hverjir loks áttað sig á að skuldatryggingarálag á evrópska banka er komið út úr öllu korti. Þannig segir í greiningu Merrill Lynch fyrir sléttri viku að nú fari að líða að viðsnúningi hvað evrópska banka ræðir og mælir greiningardeildin með kaupum í mörgum stórum bönkum á meginlandinu. „Við gerum okkur ljóst að hlutir gætu enn færst til verri vegar áður en þeir batna. Um leið höfum við í huga að ef til vill er aldrei hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær viðsnúningur verður," segir þar. Farið er yfir aðgerðir evrópskra banka til að bregðast við lausafjárskorti og meðal annars tínt til hvernig Kaupþing hætti við kaupin á NIBC, Landsbankinn hafi hætt við kaup á bankastarfsemi Close Brothers og hvernig Glitnir hafi lokað útibúi í bankans í Kaupmannahöfn og ætli að einbeita sér að kjarnastarfsemi á árinu. Aðgerðir evrópskra banka eru kallaðar „hikandi skref til veraldar nýrrar og góðrar".
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun