Eldsnöggir að hækka verð á tölvuleikjum 20. mars 2008 00:01 Aðeins lítill hluti tölvuleikja var verðmerktur þegar Fréttablaðið kannaði verð í gær. Aðspurður sagði starfsmaður nýja verðmiða vera í prentaranum og yrðu bráðlega settir á hillurnar.fréttablaðið/anton Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir hækkað um sex prósent að meðaltali. Verð fimmtán tölvuleikja var kannað í verslunum BT og Elko í Skeifunni um hádegisbil í gær. Fjórtán þeirra voru til í BT og níu í Elko. Þessi verð voru síðan borin saman við niðurstöður verðkönnunar GameOver.is frá 1. mars. Þar var verð á sömu leikjum kannað í sömu verslunum. Niðurstöðurnar eru þær að tölvuleikjaverð hefur hækkað í nær öllum tilfellum. Hlutfallslega var mesta hækkunin á PC-leikjum í BT, en þeir fóru úr 4.999 krónum í 5.999. Hækkunin nemur tuttugu prósentum. Þessa þúsund króna hækkun mátti sjá víðar í BT. PlayStation 3-leikir sem kostuðu 6.999 krónur kosta nú 7.999, Wii-leikir fóru úr 6.999 krónum í 7.999 krónur og Xbox 360-leikir hækkuðu einnig úr 6.999 krónum í 7.999. Í verslunum Elko hafði verðið ekki hækkað jafn mikið en í nokkrum tilvikum hafði þúsund krónum verið bætt við eldra verðið. Til dæmis kostar PC-útgáfan af Call of Duty 4 nú 4.995 krónur í Elko en var áður á 3.995. Hækkunin nemur tuttugu og fimm prósentum. „Það er búið að liggja fyrir í nokkrar vikur að það þyrfti að hækka verðið,“ segir Rúnar Örn Rafnsson, rekstrarstjóri BT. „Það hafa bæði orðið gengisbreytingar og hækkanir hjá birgjum þannig að það var fátt annað hægt að gera.“ Hann segist ekki eiga von á fleiri verðhækkunum á næstunni. Örn Barkarson, innkaupafulltrúi afþreyingar hjá Elko, segir verðhækkanir hjá birgjum eina af ástæðunum fyrir verðhækkun hjá sér. „Það má búast við einhverjum fleiri hækkunum vegna gengis, en ég hækka ekki bara til að hækka,“ segir hann. „Við reynum að halda verðinu eins lengi og við getum.“ Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir hækkað um sex prósent að meðaltali. Verð fimmtán tölvuleikja var kannað í verslunum BT og Elko í Skeifunni um hádegisbil í gær. Fjórtán þeirra voru til í BT og níu í Elko. Þessi verð voru síðan borin saman við niðurstöður verðkönnunar GameOver.is frá 1. mars. Þar var verð á sömu leikjum kannað í sömu verslunum. Niðurstöðurnar eru þær að tölvuleikjaverð hefur hækkað í nær öllum tilfellum. Hlutfallslega var mesta hækkunin á PC-leikjum í BT, en þeir fóru úr 4.999 krónum í 5.999. Hækkunin nemur tuttugu prósentum. Þessa þúsund króna hækkun mátti sjá víðar í BT. PlayStation 3-leikir sem kostuðu 6.999 krónur kosta nú 7.999, Wii-leikir fóru úr 6.999 krónum í 7.999 krónur og Xbox 360-leikir hækkuðu einnig úr 6.999 krónum í 7.999. Í verslunum Elko hafði verðið ekki hækkað jafn mikið en í nokkrum tilvikum hafði þúsund krónum verið bætt við eldra verðið. Til dæmis kostar PC-útgáfan af Call of Duty 4 nú 4.995 krónur í Elko en var áður á 3.995. Hækkunin nemur tuttugu og fimm prósentum. „Það er búið að liggja fyrir í nokkrar vikur að það þyrfti að hækka verðið,“ segir Rúnar Örn Rafnsson, rekstrarstjóri BT. „Það hafa bæði orðið gengisbreytingar og hækkanir hjá birgjum þannig að það var fátt annað hægt að gera.“ Hann segist ekki eiga von á fleiri verðhækkunum á næstunni. Örn Barkarson, innkaupafulltrúi afþreyingar hjá Elko, segir verðhækkanir hjá birgjum eina af ástæðunum fyrir verðhækkun hjá sér. „Það má búast við einhverjum fleiri hækkunum vegna gengis, en ég hækka ekki bara til að hækka,“ segir hann. „Við reynum að halda verðinu eins lengi og við getum.“
Leikjavísir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira