Þegar gengið fellur Þorvaldur Gylfason skrifar 27. mars 2008 06:00 Nálægar þjóðir nefna það skiptahlutfall sem við köllum gengi. Bæði orðin lýsa því, hversu mikið af innlendri mynt þarf til að greiða fyrir erlendan gjaldeyri, til dæmis hversu margar krónur fyrir einn dollara eða eina evru. Gengi hefur þann eiginleika umfram skiptahlutfall, að orðið sjálft tekur afstöðu: það er hlaðið. Hátt gengi er betra en lágt. Gengisfall er ekki góðs viti. Gengi lýsir meiri samúð tungunnar með þeim, sem gengisfallið bitnar á, en með hinum, sem það hjálpar. Orðið lýsir meiri samhug með launafólki, sem verður fyrir rýrnun kaupmáttar vegna gengisfalls, en með útflutningsatvinnuvegunum, sem hagnast á föllnu gengi. Gengisfall efnahagslífsinsGengisfall krónunnar þýðir gengisfall efnahagslífsins eins og það leggur sig. Þegar dollarinn kostaði 60 krónur í fyrra, var landsframleiðsla á mann á Íslandi 66.000 dollarar á móti 43.000 dollurum í Bandaríkjunum. Tekjur á mann hér heima voru því orðnar nær helmingi meiri en í Bandaríkjunum. Þeir, sem héldu því fram, að gengi krónunnar væri þá rétt skráð og allt væri með felldu, lýstu í reynd þeirri skoðun, að Íslendingar hefðu skotið Bandaríkjamönnum langt aftur fyrir sig í efnahagslegu tilliti. Sama máli gegnir um þá, sem segjast nú telja, að gengi krónunnar eigi eftir að rísa aftur í fyrra horf. Hvernig getur mönnum dottið annað eins í hug?Hugmyndin um tímabundið gengisfall, sem á eftir að ganga til baka, á sér tvær skýringar. Önnur skýringin er sú, að stjórnvöld sjá sér hag í háu gengi, þar eð þjóðarbúið virðist þá standa betur en það gerir í raun og veru. Stjórnvöld stæra sig jafnan af góðum efnahag fólks og fyrirtækja og sjá sér hag í að viðhalda blekkingunni. Þau þræta í lengstu lög fyrir of hátt gengi, enda myndi viðurkenning þeirra á of háu gengi verða túlkuð sem fyrirboði gengisfalls. Blekkingin veldur skaða vegna þess, að of hátt gengi grefur undan útflutningsfyrirtækjum og innlendri framleiðslu í erlendri samkeppni og veikir með því móti innviði efnahagslífsins og ýtir undir skuldasöfnun í útlöndum. Hin skýringin er sú, að fólk fyllist vonglaðri bjartsýni, þegar kaupmáttur heimilanna eykst í krafti hágengis. Margt fólk kýs þá að leiða hjá sér aðvörunarorð þeirra, sem sjá í gegnum blekkinguna. Aðvaranir hljóma í eyrum þess eins og úrtölur. Fólkið telur sér trú um, að það hafi sjálft unnið til aukins kaupmáttar, þótt hann hvíli að nokkru leyti á of háu gengi í skjóli skulda. Bjartsýnin getur snúizt upp í oflæti. Þá reynir á stjórnvöld og seðlabanka, sem ber lögboðin skylda til að standa gegn ofþenslu og verðbólgu.Okkar mynt, okkar vandamálGengi krónunnar hlaut að falla, svo sem það hefur nú gert. Til þess liggja ástæður, sem ég rakti síðast í tímaritinu Herðubreið í sumar leið. Mikill viðskiptahalli árum saman er nær ævinlega órækur vottur um falskan kaupmátt í krafti skuldasöfnunar. Reglan er þó ekki algild. John B. Connally, þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði um dollarann við erlendan viðmælanda: "Dollarinn er okkar mynt og ykkar vandamál." Hann átti við, að Bandaríkjamenn geta safnað skuldum í dollurum og hafa það þó í hendi sinni að rýra þær að verðgildi með því að hleypa verðbólgunni á skrið heima fyrir. Þetta getum við ekki gert frekar en flestar aðrar þjóðir, því að erlendar skuldir okkar eru skráðar í dollurum og evrum, ekki í krónum. Krónan er okkar mynt og okkar vandamál.Óhófleg skuldasöfnun er einnig að sínu leyti órækur vottur um falskan kaupmátt, og útgjöld um efni fram. Samsetning skuldanna skiptir máli, einkum skipting þeirra milli skamms og langs tíma. Bankarnir tóku fyrir fáeinum árum erlend skammtímalán í stórum stíl til að fjármagna langtímalánveitingar til húsnæðiskaupa. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn ýttu undir útlánaþensluna. Bankarnir virtust treysta því að geta velt skammtímalánunum áfram við þeim lágu vöxtum, sem voru þá í boði. Annað kom í ljós. Skammtímaskuldir bankanna hafa á fáum árum vaxið hagkerfinu yfir höfuð og nema nú um fimmtánföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Seðlabankinn hefur engin ráð til að koma krónunni til bjargar.Þegar miklar skammtímaskuldir viðskiptabanka urðu gjaldmiðlum nokkurra Asíuþjóða að falli 1997-98, lækkaði gengi þeirra um 40 prósent í Kóreu, Malasíu og Taílandi og 80 prósent í Indónesíu. Gengisfallið í Kóreu gekk smám saman að nokkru leyti til baka. Öll löndin réttu úr kútnum eftir gengisfallið, því að undirstaðan var sterk. Framleiðsla á mann í Kóreu komst aftur í fyrra horf eftir tvö ár og í Malasíu og Taílandi eftir fimm ár. Indónesía þurfti átta ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun
Nálægar þjóðir nefna það skiptahlutfall sem við köllum gengi. Bæði orðin lýsa því, hversu mikið af innlendri mynt þarf til að greiða fyrir erlendan gjaldeyri, til dæmis hversu margar krónur fyrir einn dollara eða eina evru. Gengi hefur þann eiginleika umfram skiptahlutfall, að orðið sjálft tekur afstöðu: það er hlaðið. Hátt gengi er betra en lágt. Gengisfall er ekki góðs viti. Gengi lýsir meiri samúð tungunnar með þeim, sem gengisfallið bitnar á, en með hinum, sem það hjálpar. Orðið lýsir meiri samhug með launafólki, sem verður fyrir rýrnun kaupmáttar vegna gengisfalls, en með útflutningsatvinnuvegunum, sem hagnast á föllnu gengi. Gengisfall efnahagslífsinsGengisfall krónunnar þýðir gengisfall efnahagslífsins eins og það leggur sig. Þegar dollarinn kostaði 60 krónur í fyrra, var landsframleiðsla á mann á Íslandi 66.000 dollarar á móti 43.000 dollurum í Bandaríkjunum. Tekjur á mann hér heima voru því orðnar nær helmingi meiri en í Bandaríkjunum. Þeir, sem héldu því fram, að gengi krónunnar væri þá rétt skráð og allt væri með felldu, lýstu í reynd þeirri skoðun, að Íslendingar hefðu skotið Bandaríkjamönnum langt aftur fyrir sig í efnahagslegu tilliti. Sama máli gegnir um þá, sem segjast nú telja, að gengi krónunnar eigi eftir að rísa aftur í fyrra horf. Hvernig getur mönnum dottið annað eins í hug?Hugmyndin um tímabundið gengisfall, sem á eftir að ganga til baka, á sér tvær skýringar. Önnur skýringin er sú, að stjórnvöld sjá sér hag í háu gengi, þar eð þjóðarbúið virðist þá standa betur en það gerir í raun og veru. Stjórnvöld stæra sig jafnan af góðum efnahag fólks og fyrirtækja og sjá sér hag í að viðhalda blekkingunni. Þau þræta í lengstu lög fyrir of hátt gengi, enda myndi viðurkenning þeirra á of háu gengi verða túlkuð sem fyrirboði gengisfalls. Blekkingin veldur skaða vegna þess, að of hátt gengi grefur undan útflutningsfyrirtækjum og innlendri framleiðslu í erlendri samkeppni og veikir með því móti innviði efnahagslífsins og ýtir undir skuldasöfnun í útlöndum. Hin skýringin er sú, að fólk fyllist vonglaðri bjartsýni, þegar kaupmáttur heimilanna eykst í krafti hágengis. Margt fólk kýs þá að leiða hjá sér aðvörunarorð þeirra, sem sjá í gegnum blekkinguna. Aðvaranir hljóma í eyrum þess eins og úrtölur. Fólkið telur sér trú um, að það hafi sjálft unnið til aukins kaupmáttar, þótt hann hvíli að nokkru leyti á of háu gengi í skjóli skulda. Bjartsýnin getur snúizt upp í oflæti. Þá reynir á stjórnvöld og seðlabanka, sem ber lögboðin skylda til að standa gegn ofþenslu og verðbólgu.Okkar mynt, okkar vandamálGengi krónunnar hlaut að falla, svo sem það hefur nú gert. Til þess liggja ástæður, sem ég rakti síðast í tímaritinu Herðubreið í sumar leið. Mikill viðskiptahalli árum saman er nær ævinlega órækur vottur um falskan kaupmátt í krafti skuldasöfnunar. Reglan er þó ekki algild. John B. Connally, þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði um dollarann við erlendan viðmælanda: "Dollarinn er okkar mynt og ykkar vandamál." Hann átti við, að Bandaríkjamenn geta safnað skuldum í dollurum og hafa það þó í hendi sinni að rýra þær að verðgildi með því að hleypa verðbólgunni á skrið heima fyrir. Þetta getum við ekki gert frekar en flestar aðrar þjóðir, því að erlendar skuldir okkar eru skráðar í dollurum og evrum, ekki í krónum. Krónan er okkar mynt og okkar vandamál.Óhófleg skuldasöfnun er einnig að sínu leyti órækur vottur um falskan kaupmátt, og útgjöld um efni fram. Samsetning skuldanna skiptir máli, einkum skipting þeirra milli skamms og langs tíma. Bankarnir tóku fyrir fáeinum árum erlend skammtímalán í stórum stíl til að fjármagna langtímalánveitingar til húsnæðiskaupa. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn ýttu undir útlánaþensluna. Bankarnir virtust treysta því að geta velt skammtímalánunum áfram við þeim lágu vöxtum, sem voru þá í boði. Annað kom í ljós. Skammtímaskuldir bankanna hafa á fáum árum vaxið hagkerfinu yfir höfuð og nema nú um fimmtánföldum gjaldeyrisforða Seðlabankans. Seðlabankinn hefur engin ráð til að koma krónunni til bjargar.Þegar miklar skammtímaskuldir viðskiptabanka urðu gjaldmiðlum nokkurra Asíuþjóða að falli 1997-98, lækkaði gengi þeirra um 40 prósent í Kóreu, Malasíu og Taílandi og 80 prósent í Indónesíu. Gengisfallið í Kóreu gekk smám saman að nokkru leyti til baka. Öll löndin réttu úr kútnum eftir gengisfallið, því að undirstaðan var sterk. Framleiðsla á mann í Kóreu komst aftur í fyrra horf eftir tvö ár og í Malasíu og Taílandi eftir fimm ár. Indónesía þurfti átta ár.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun