Sport

Jón Arnór og Jakob með KR í vetur

Körfuknattleiksmennirnir Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson leika með KR-ingum í úrvalsdeildinni næsta vetur.

Frá þessu var greint á blaðamannafundi KR-inga nú fyrir stundu. Báðir eru þeir uppaldir hjá félaginu en hafa undanfarin ár leikið með erlendum liðum, Jón Arnór síðast með ítalska liðinu Lottomatica Roma og Jakob með ungverska liðinu Univer KSE. Báðir leikmenn höfðu lausa samninga en ljós má vera að koma þeirra er hvalreki fyrir KR enda hér á ferðinni tveir af bestu leikmönnum íslensks körfuknattleiks.


Tengdar fréttir

Var hissa eins og allir aðrir

KR-ingar fengu ekki bara besta körfuboltamann landsins í dag heldur ákvað besti leikstjórnandi landsins, Jakob Örn Sigurðarson, að stjórna umferðinni hjá KR-liðinu í vetur.

„Ætlaði ekki að trúa því að Jón Arnór vildi koma í KR“

Benedikt Guðmundsson þjálfari körfuknattleiksliðs KR segir að bæði Jón Arnór Stefánsson og Jakob Sigurðarson hafi viljað koma heim og spila eitt tímabil með sínu gamla félagi. Þeir hafa lengi verið atvinnumenn erlendis en semja nú við sitt gamla félag til eins árs. Benedikt býst við fleiri kvenmönnum á leiki KR í vetur.

Orðinn leiður á að vera alltaf einn

Jón Arnór Stefánsson hefur verið viðloðandi flestar stærstu fréttirnar úr íslenskum körfubolta síðustu ár og það varð engin breyting á því í dag þegar hann samdi við KR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×