Samstaða um lykilatriði: Orð með þyngd Þorsteinn Pálsson skrifar 2. apríl 2008 06:00 Ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans er að líkindum sú mikilvægasta sem flutt hefur verið á þeim vettvangi frá upphafi vega. Það var hún ekki vegna upphrópana. Þunginn í henni var sannast sagna í öfugu hlutfalli við látleysi orðanna. Stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir þeim veruleika að koma í veg fyrir að alþjóðleg lánsfjárkreppa með upptök í Bandaríkjunum yrði að bankakreppu á Íslandi. Efnahagur íslensku bankanna gefur ekki tilefni til slíks. En aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum gætu eigi að síður haft þau áhrif. Það sem forsætisráðherra gerði var að benda fjármálaheiminum á að ríkissjóður er því sem næst skuldlaus. Hann væri þar af leiðandi í færum um að taka verulegar fjárhæðir að láni. Kjarninn í boðskap ráðherrans var hins vegar sá að ríkisstjórnin væri ákveðin í, ef á þyrfti að halda, að nýta þennan styrk til að grípa til sambærilegra aðgerða og ábyrg stjórnvöld í öðrum ríkjum. Þetta eru sterk skilaboð til umheimsins um að hér komi ekki til kreppu. Þetta er stórt fyrirheit en á bak við það er efnahagslegur styrkur sem að vísu ekkert bendir til að reyni á. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á nauðsyn aðgerða af þessu tagi fyrir nokkru síðan. Forystumenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins höfðu einnig lagt það sama til. Deila má um tímasetningu þegar um yfirlýsingu af þessu tagi er að tefla. Aðalatriðið er að hún mátti ekki bera vott um fum. Hún þurfti að sýna yfirvegun og styrk og hafa áhrif. Það er vandi þeirra sem ábyrgðina bera að velja rétta tímann. Mestu skiptir nú að í kjölfarið hafa umræður á Alþingi sýnt að breið samstaða er um þessa lykilyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hún er kjölfesta fjármálalífsins eins og sakir standa. Síðan geta menn deilt um aðra hluti eftir lögmálum stjórnmálanna. Það er gott og blessað að bankar og eftirlitsstofnanir elta nú uppi þá sem hafa hagnast á spákaupmennsku með krónuna. Menn mega hins vegar ekki láta upphrópanir um þá hluti draga athyglina frá raunverulegum vandamálum og viðfangsefnum við stjórn efnahags- og peningamála. Það þurfti ekki mikla snillinga til að sjá að veikleikinn í þjóðarbúskapnum var og er reyndar enn fólginn í miklum viðskiptahalla. Hann segir þá einföldu en skýru og gömlu sögu að á bak við þann styrk krónunnar sem nú er horfinn voru ekki næg raunveruleg verðmæti. Það voru spákaupmenn sem áttu stóran þátt í að hækka gengi krónunnar. Hvers vegna var ekki leitað að þeim út um allar þorpagrundir þegar þeir ýttu undir óraunhæfan styrk krónunnar? Athafnir þeirra voru síst betri þá. Nú mega menn ekki glepjast á ný. Gengi krónunnar styrkist ekki með leikbrögðum. Skuldirnar sem viðskiptahallinn mælir þarf að greiða. Það verður aðeins gert með aukinni verðmætasköpun. Allar hugmyndir sem nú eru settar á flot um að lækka tekjur ríkissjóðs til að bæta kjör almennings hafa því öfug áhrif við tilganginn ef þeim er ekki mætt með samsvarandi niðurskurði útgjalda. Er þörf á fækkun ríkisstarfsmanna? Jafnvægi í viðskiptum við útlönd er eini haldbæri mælikvarðinn á eðlilegan styrk krónunnar. Þegar þeirri stöðu er náð verða menn að horfast í augu við þá staðreynd að jafn lítil mynt og krónan er getur ekki viðhaldið ásættanlegum fjármálastöðugleika. Sú yfirlýsing forsætisráðherra á ársfundinum að senn sé tímabært að gera fræðilega úttekt á þessu viðfangsefni verður að skoða sem gott skref í rétta átt þó að ekki sé með öllu ljóst hvað að baki býr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun
Ræða forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans er að líkindum sú mikilvægasta sem flutt hefur verið á þeim vettvangi frá upphafi vega. Það var hún ekki vegna upphrópana. Þunginn í henni var sannast sagna í öfugu hlutfalli við látleysi orðanna. Stjórnvöld hafa staðið frammi fyrir þeim veruleika að koma í veg fyrir að alþjóðleg lánsfjárkreppa með upptök í Bandaríkjunum yrði að bankakreppu á Íslandi. Efnahagur íslensku bankanna gefur ekki tilefni til slíks. En aðstæður á erlendum fjármálamörkuðum gætu eigi að síður haft þau áhrif. Það sem forsætisráðherra gerði var að benda fjármálaheiminum á að ríkissjóður er því sem næst skuldlaus. Hann væri þar af leiðandi í færum um að taka verulegar fjárhæðir að láni. Kjarninn í boðskap ráðherrans var hins vegar sá að ríkisstjórnin væri ákveðin í, ef á þyrfti að halda, að nýta þennan styrk til að grípa til sambærilegra aðgerða og ábyrg stjórnvöld í öðrum ríkjum. Þetta eru sterk skilaboð til umheimsins um að hér komi ekki til kreppu. Þetta er stórt fyrirheit en á bak við það er efnahagslegur styrkur sem að vísu ekkert bendir til að reyni á. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á nauðsyn aðgerða af þessu tagi fyrir nokkru síðan. Forystumenn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Framsóknarflokksins höfðu einnig lagt það sama til. Deila má um tímasetningu þegar um yfirlýsingu af þessu tagi er að tefla. Aðalatriðið er að hún mátti ekki bera vott um fum. Hún þurfti að sýna yfirvegun og styrk og hafa áhrif. Það er vandi þeirra sem ábyrgðina bera að velja rétta tímann. Mestu skiptir nú að í kjölfarið hafa umræður á Alþingi sýnt að breið samstaða er um þessa lykilyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Hún er kjölfesta fjármálalífsins eins og sakir standa. Síðan geta menn deilt um aðra hluti eftir lögmálum stjórnmálanna. Það er gott og blessað að bankar og eftirlitsstofnanir elta nú uppi þá sem hafa hagnast á spákaupmennsku með krónuna. Menn mega hins vegar ekki láta upphrópanir um þá hluti draga athyglina frá raunverulegum vandamálum og viðfangsefnum við stjórn efnahags- og peningamála. Það þurfti ekki mikla snillinga til að sjá að veikleikinn í þjóðarbúskapnum var og er reyndar enn fólginn í miklum viðskiptahalla. Hann segir þá einföldu en skýru og gömlu sögu að á bak við þann styrk krónunnar sem nú er horfinn voru ekki næg raunveruleg verðmæti. Það voru spákaupmenn sem áttu stóran þátt í að hækka gengi krónunnar. Hvers vegna var ekki leitað að þeim út um allar þorpagrundir þegar þeir ýttu undir óraunhæfan styrk krónunnar? Athafnir þeirra voru síst betri þá. Nú mega menn ekki glepjast á ný. Gengi krónunnar styrkist ekki með leikbrögðum. Skuldirnar sem viðskiptahallinn mælir þarf að greiða. Það verður aðeins gert með aukinni verðmætasköpun. Allar hugmyndir sem nú eru settar á flot um að lækka tekjur ríkissjóðs til að bæta kjör almennings hafa því öfug áhrif við tilganginn ef þeim er ekki mætt með samsvarandi niðurskurði útgjalda. Er þörf á fækkun ríkisstarfsmanna? Jafnvægi í viðskiptum við útlönd er eini haldbæri mælikvarðinn á eðlilegan styrk krónunnar. Þegar þeirri stöðu er náð verða menn að horfast í augu við þá staðreynd að jafn lítil mynt og krónan er getur ekki viðhaldið ásættanlegum fjármálastöðugleika. Sú yfirlýsing forsætisráðherra á ársfundinum að senn sé tímabært að gera fræðilega úttekt á þessu viðfangsefni verður að skoða sem gott skref í rétta átt þó að ekki sé með öllu ljóst hvað að baki býr.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun