Saksóknari setur lögreglu tímamörk Steinunn Stefánsdóttir skrifar 3. apríl 2008 06:00 Ríkissaksóknari hefur sett lögreglu tímamörk um rannsókn nauðgunarmála. Þessi fyrirmæli ríkislögreglustjóra koma því miður ekki til af góðu. Rannsóknartími nauðgunarmála er óheyrilega langur og hefur lengst ár frá ári milli áranna 1998 og 2006. Á árinu 1998 var meðferðartími nauðgunarmála að meðaltali 96 dagar, eða rúmir þrír mánuðir, en var árið 2006 orðinn 210 dagar eða sjö mánuðir. Lengst tók meðferð nauðgunarmáls á þessu árabili 1.050 daga eða nærri þrjú ár. Meðferðartími er sá tími sem líður frá því að kæra er lögð fram eða upplýst er hver kærður verður, þar til málið er sent ríkissaksóknara að rannsókn lokinni. Samkvæmt nýjum fyrirmælum frá Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara skal rannsókn á nauðgunarmáli framvegis ekki standa lengur en sextíu daga, eða tvo mánuði, nema rannsóknarhagsmunir eða aðrar alveg sérstakar ástæður standi í vegi fyrir því að hægt sé að ljúka rannsókn. Ríkissaksóknari gefur svo sínu embætti þrjátíu daga, eða einn mánuð, til að taka ákvörðun um saksókn eftir að mál berst honum. Þetta þýðir að ekki eiga að líða meira en níutíu dagar, eða þrír mánuðir, frá því að kært er í nauðgunarmáli þar til fyrir liggur hvort ákært verður í málinu eða ekki. Starfshópur ríkissaksóknara sem hefur kannað meðferð nauðgunarmála komst að því að algengasta ástæða þess að rannsókn nauðgunarmáls dregst á langinn sé að óútskýrð hlé verða á rannsókninni. Þetta er vitaskuld ólíðandi og vonandi munu hin nýju fyrirmæli ríkissaksóknara í framtíðinni koma í veg fyrir slíkt uppihald í rannsókn svo viðkvæmra mála eins og nauðgunarmál eru. Andlegar kvalir fórnarlamba nauðgunar eru slíkar að enginn getur líklega ímyndað sér þær sem ekki hefur reynt. Það er yfrið fyrir þær, því fórnarlömb nauðgana eru í langflestum tilvikum konur, að fást við þær raunir og uppbyggingu í kjölfar áfallsins þó að ekki bætist við fáránlega langur rannsóknartími mála þeirra. Fyrirmæli ríkissaksóknara voru afar brýn og þeim ber að fagna. Vitað er að aðeins lítill hluti þeirra nauðgunarmála sem kærð eru endar með ákæru og að lágt hlutfall þeirra nauðgunarmála sem ákært er í endar með dómi. Þá er ótalið að ekki eru nándar nærri allar nauðganir kærðar til lögreglu. Leið fórnarlamba nauðgunar um vegi lögreglurannsóknar og dómstóla er grýtt. Vonandi verður stytting rannsóknartíma lögreglu á nauðgunarmálum til þess að bæta að einhverju leyti úr stöðu fórnarlamba þessa andstyggðarglæps sem nauðgun er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Ríkissaksóknari hefur sett lögreglu tímamörk um rannsókn nauðgunarmála. Þessi fyrirmæli ríkislögreglustjóra koma því miður ekki til af góðu. Rannsóknartími nauðgunarmála er óheyrilega langur og hefur lengst ár frá ári milli áranna 1998 og 2006. Á árinu 1998 var meðferðartími nauðgunarmála að meðaltali 96 dagar, eða rúmir þrír mánuðir, en var árið 2006 orðinn 210 dagar eða sjö mánuðir. Lengst tók meðferð nauðgunarmáls á þessu árabili 1.050 daga eða nærri þrjú ár. Meðferðartími er sá tími sem líður frá því að kæra er lögð fram eða upplýst er hver kærður verður, þar til málið er sent ríkissaksóknara að rannsókn lokinni. Samkvæmt nýjum fyrirmælum frá Valtý Sigurðssyni ríkissaksóknara skal rannsókn á nauðgunarmáli framvegis ekki standa lengur en sextíu daga, eða tvo mánuði, nema rannsóknarhagsmunir eða aðrar alveg sérstakar ástæður standi í vegi fyrir því að hægt sé að ljúka rannsókn. Ríkissaksóknari gefur svo sínu embætti þrjátíu daga, eða einn mánuð, til að taka ákvörðun um saksókn eftir að mál berst honum. Þetta þýðir að ekki eiga að líða meira en níutíu dagar, eða þrír mánuðir, frá því að kært er í nauðgunarmáli þar til fyrir liggur hvort ákært verður í málinu eða ekki. Starfshópur ríkissaksóknara sem hefur kannað meðferð nauðgunarmála komst að því að algengasta ástæða þess að rannsókn nauðgunarmáls dregst á langinn sé að óútskýrð hlé verða á rannsókninni. Þetta er vitaskuld ólíðandi og vonandi munu hin nýju fyrirmæli ríkissaksóknara í framtíðinni koma í veg fyrir slíkt uppihald í rannsókn svo viðkvæmra mála eins og nauðgunarmál eru. Andlegar kvalir fórnarlamba nauðgunar eru slíkar að enginn getur líklega ímyndað sér þær sem ekki hefur reynt. Það er yfrið fyrir þær, því fórnarlömb nauðgana eru í langflestum tilvikum konur, að fást við þær raunir og uppbyggingu í kjölfar áfallsins þó að ekki bætist við fáránlega langur rannsóknartími mála þeirra. Fyrirmæli ríkissaksóknara voru afar brýn og þeim ber að fagna. Vitað er að aðeins lítill hluti þeirra nauðgunarmála sem kærð eru endar með ákæru og að lágt hlutfall þeirra nauðgunarmála sem ákært er í endar með dómi. Þá er ótalið að ekki eru nándar nærri allar nauðganir kærðar til lögreglu. Leið fórnarlamba nauðgunar um vegi lögreglurannsóknar og dómstóla er grýtt. Vonandi verður stytting rannsóknartíma lögreglu á nauðgunarmálum til þess að bæta að einhverju leyti úr stöðu fórnarlamba þessa andstyggðarglæps sem nauðgun er.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun