Fastir pennar

Þjóðargrafreiturinn

Ég veit ekki hvort maður á að gráta eða brosa að hugmynd stuðningshóps Bobby heitins Fishers um að jarðsetja hann í þjóðargrafreitnum á Þingvöllum.

Já, einhvers staðar í námunda við Einar og Jónas sem hafa þar hvílt sín lúnu og brotnu bein um áratugaskeið.

Það verður ekki annað sagt en Einar S. Einarsson, Guðmundur G. Þórarinsson og þeir félagar allir séu stórhuga menn.

En þetta heitir - á mannamáli - að fara fram úr sér.

Flestum Íslendingum þætti líklega vænt um það ef Bobby fengi að hvíla í íslenskri jörðu - sem er sjálfsagt mál, en hann á hins vegar ekki heima á Þingvöllum, undir grænni torfu.

Hann er einfaldlega ekki á pari við Einar og Jónas - í þjóðarsálinni.

Og þar liggur hundurinn grafinn ...

-SER.   






×