Þjálfarar KR þurfa að hlaupa 22 spretti 17. nóvember 2008 21:31 Benedikt Guðmundsson er eflaust farinn að sjá eftir samkomulaginu sem hann gerði við leikmenn sína Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr. Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var mjög ánægður með 103-48 stórsigur sinna manna á Njarðvík í Iceland Express deildinni í kvöld, en þessum áttunda sigri liðsins í röð fylgir þó ekki eintóm gleði fyrir þjálfarann. "Menn mætu með blóðbragð í munninum í kvöld en menn hafa dálítið verið að velja sér leiki til þess að undanförnu og það gengur ekki. Menn hafa mætt vel klárir í leikina á móti suðurnesjaliðunum en menn verða að gera í hverjum einasta leik og það er nokkuð sem ég er að reyna að fá fram hjá þeim," sagði Benedikt í samtali við Vísi eftir leikinn. Benedikt gaf það upp í útvarpsþættinum Skjálfanda í dag að hann hefði hótað strákunum í liðinu að láta þá hlaupa einn sprett fyrir hvert stig umfram 70 sem Njarðvíkingar myndu skora í kvöld - en hann og Ingi Þór aðstoðarmaður hans áttu á sama hátt að hlaupa einn sprett fyrir hvert stig sem KR héldi Njarðvík undir 70 stigunum. "Ég fékk strákana til að lofa því að hlaupa eitt "suicide" fyrir hvert stig sem Njarðvík myndi skora umfram 70 stigin, en við þjálfararnir ætluðum að taka einn sprett fyrir hvert stig sem þeir héldu þeim undir 70 stigum - svo ég er svona mátulega hress," sagði Benedikt glottandi. "Við sömdum reyndar um að þeir myndu hlaupa þessa spretti á brókinni, en þeir kannast ekki við það núna," sagði Fannar Ólafsson, miðherji KR og hló þegar Vísir spurði hann út í samninginn. Benedikt sagði herbragð KR-inga í kvöld hafa verið að halda aftur af skyttum Njarðvíkinga og það hefði tekist. "Við lögðum upp með að loka á Loga og Magnús og það fór ekki mikið fyrir þeim. Ég held þeir hafi verið með tvö stig samanlagt í fyrri hálfleik. Það var algjört forgangsverkefni að stöðva þá," sagði Benedikt. En er hægt að stöðva KR-liðið sem nú hefur unnið átta fyrstu leiki sína í deildinni? "Við höfum nú reynt að stoppa okkur sjálfir í vetur, þannig að með samstilltu átaki okkar sjálfra og andstæðinganna er það ábyggilega hægt," sagði Benedikt í léttum dúr.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54 Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44 Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14 Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Toppliðið lék sér á lokakaflanum Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Sjá meira
KR slátraði Njarðvík - ÍR vann botnslaginn KR burstaði Njarðvík með 55 stiga mun, 103-48 í DHL-höllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 59-24. KR er því enn með fullt hús stiga á toppi deildarinnar og erfitt að sjá að liðið verði stöðvað. 17. nóvember 2008 20:54
Langstærsta tap Njarðvíkur í úrvalsdeild karla Njarðvíkingar hafa aldrei tapað stærra í úrvalsdeild karla en þeir gerðu í DHL-Höll þeirra KR-inga í kvöld. KR vann leik liðanna með 55 stigum, 103-48, sem er meira en tvöfalt stærra en stærsta deildartap Njarðvíkur fyrir þennan leik. 17. nóvember 2008 23:44
Svona er bara staðan á Njarðvík í dag "Það hefði hvaða lið sem er unnið okkur með fjörutíu stigum í dag," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi eftir að hans menn í Njarðvík voru teknir í kennslustund af frískum KR-ingum í vesturbænum 103-48. 17. nóvember 2008 21:14