Lífið

Nýir sparibaukar?

Óli Tynes skrifar
Oink.
Oink.

Við tökum enga ábyrgð á sannleiksgildi þeirrar fréttar að íslensku bankarnir hafi sameinast um nýja sparibauka.

Það hefur að vísu verið einhver orðrómur á kreiki um að það hafi verið óróleiki á peningamörkuðum erlendis.

En við höfum orð ríkisstjórnar okkar  fyrir því að það sé vegna undirmálslána á húsnæðismarkaðinum í Bandaríkjunum.

Og það kemur Íslandi og íslenska bankakerfinu auðvitað ekkert við.

Ekki er þó hægt að verjast þeirri hugsun  að sparibaukurinn sem hér er myndaður sé dálítið táknrænn.....fyrir aðra en Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×