Viðskipti erlent

Gengi hlutabréfa hækkar í Evrópu

Unnið í OMX-kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Unnið í OMX-kauphöllinni í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Bjartsýni fjárfesta í Bandaríkjunum í gær smitaði út frá sér á alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag. Bjartsýnin skýrist af fréttum þess efnis að bandaríski fjárfestingabankinn Lehman Brothers ætli að selja stóran hluta starfseminnar eða bankann allan. Bankinn hefur átt við taprekstur að stríða og orðrómur um að hann rambi á barmi gjaldþrots. Lehman Brothers er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Nikkei-hlutabréfavísitalan í Japan hækkaði um 0,93 prósent. Þá hefur FTSE-vísitalan í Bretlandi hækkað um 1,15 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi hækkað um 0,84 prósent og Cac-40 vísitalan í Frakklandi hækkað um 1,33 prósent. Þetta er fyrsti hækkunin sem fjárfestar hafa séð á meginlandi Evrópu í vikunni. Talsverð hækkun er sömuleiðis á norrænum hlutabréfamörkuðum en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 1,83 prósent í dag. Vísitalan í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi hefur hækkað mest, eða um 1,5 prósent. Aðrar vísitölur hafa legið á svipuðum nótum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×