Ó, borg mín, borg 28. mars 2008 14:41 Ójá, víst er miðborgin ljót. Forljót og fer versnandi. Hún minnir mig sumpart á sunnudagsmorgnana eftir partíhaldið heima í Drápuhlíð þegar ég var að byrja búskap með félaga mínum úr MA; nýfluttir á mölina, drengirnir - og draslið og dugleysið í tiltekt náði slíkum hæðum að það þætti frétt í dag. En vakningin er hafin; ekki hjá stjórnmálamönnum frekar en fyrri daginn, heldur hjá almenningi og pressunni. Það hefur verið eftirtektarvert að sjá umræðuna í öllum helstu fjölmiðlum landsins rísa á síðustu dögum ... til varnar miðbænum. Loksins. Við skulum gefa okkur að atvinnumennirnir í borgarstjórn geri ekki rassdgat í málefnum miðborgarinnar næstu misseri. Ég er í hópi þeirra mörgu, líkast til fjölmörgu, sem eru hættir að gera ráð fyrir einhverri pólitískri visjón og metnaði úr þeirri áttinni, hvað þá áræði. Gildi einu um hvaða flokk er að ræða ... Það þurfti frjáls félagassamtök til að byrja skúringarnar í miðborginni eins og sjá má úr blöðunum í dag. En það þarf meira til. Miðborgin er hjarta höfuðborgar Íslands. Þar liggur nú við hjartastoppi. Lækningin getur ekki aðeins verið pólitísk, af áður sögðum ástæðum, heldur þarf samstöðu og kjark. Ég lýsi eftir þjóðarátaki, öfugri byggðastefnu ... undir kjörorðinu Björgum borginni! Vesældómurinn og dugleysið gengur ekki lengur, stofnum, ef því er að skipta, nýjan Borgaraflokk: 1. Borgin á að kaupa hús í niðurníðslu og leigja þau út. 2. Það á að beita verktaka dagsektum sem heykjast á framkvæmdum. 3. Hámarksframkvæmdatími við miðborgarhús verði 1 ár. 4. Það á að vakta miðbæinn með sýnilegu eftirliti (afhverju þykir okkur brýnna að sekta ökumenn í bílastæðum en veggjakrotara? Mín vegna mætti breyta stöðumælavörðum í veggjarkrotsverði) 5. Sérstakt eftirlit (verktaki) sjái til þess að málað sé yfir veggjakrot jafn óðum og það birtist á skilgreindu miðborgarsvæði. 6. Það á að banna sölu úðabrúsa til fólks undir tvítugu - og helst alveg, nema fagmenn geti framvísað verkbeiðnum. 7. Ef ekki semst við lögreglu um aukna gæslu, eiga borgaryfirvöld að halda sjálf úti öryggisvörðum um helgar og nætur. 8. Efla að mun samstarf kráareigenda og verslunareigenda. 9. Stofna sérstakt embætti miðborgarstjóra (á skilgreindu svæði). 10. Og það á að skylda borgarfulltrúa til að ganga að minnsta kosti einu sinni í viku niður Laugaveginn með augun opin. Við getum ekki beðið lengur. Auðvitað er samanlögð borgarstjórn í sárum eftir allt hennar pólitíska harakíri, en við getum ekki lengur búið við laskað traust hennar. Við verðum að byrja sjálf ... ... byltingin hefur aldrei byrjað hjá atvinnupólitíkusum. Illu heilli minnir miðborg Reykjavíkur mig á Perpignan, ljótustu borg Frakklands, sem ég heimsótti á árum áður. Hún var (og er) ömurlegri en nokkur sovéskur viðbjóður fyrri tíma ráðstjórnar í skipulagsslysum. Grá, guggin, yfirgefin og ámátleg. Litlu skárri er miðborg Detroit við vötnin stóru í Ameríku; borg sem hefur aldrei borið sitt barr eftir kynþáttaóeirðir sjöunda áratugarins - og hefur, í báðum 40 ár, verið sviðpin jörð. Detroit er úthverfaborg án miðborgar ... af því hún fékk að grotna niður út af pólitísku dugleysi. Við erum á sömu leið. Látum herför Góðverkasamtakanna sem réðust gegn veggjakrotinu í gær verða upptakt að alvöru aðgerðum. Gefumst upp á stjórnmálamönnum, en þó ekki á sjálfum okkur ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Ójá, víst er miðborgin ljót. Forljót og fer versnandi. Hún minnir mig sumpart á sunnudagsmorgnana eftir partíhaldið heima í Drápuhlíð þegar ég var að byrja búskap með félaga mínum úr MA; nýfluttir á mölina, drengirnir - og draslið og dugleysið í tiltekt náði slíkum hæðum að það þætti frétt í dag. En vakningin er hafin; ekki hjá stjórnmálamönnum frekar en fyrri daginn, heldur hjá almenningi og pressunni. Það hefur verið eftirtektarvert að sjá umræðuna í öllum helstu fjölmiðlum landsins rísa á síðustu dögum ... til varnar miðbænum. Loksins. Við skulum gefa okkur að atvinnumennirnir í borgarstjórn geri ekki rassdgat í málefnum miðborgarinnar næstu misseri. Ég er í hópi þeirra mörgu, líkast til fjölmörgu, sem eru hættir að gera ráð fyrir einhverri pólitískri visjón og metnaði úr þeirri áttinni, hvað þá áræði. Gildi einu um hvaða flokk er að ræða ... Það þurfti frjáls félagassamtök til að byrja skúringarnar í miðborginni eins og sjá má úr blöðunum í dag. En það þarf meira til. Miðborgin er hjarta höfuðborgar Íslands. Þar liggur nú við hjartastoppi. Lækningin getur ekki aðeins verið pólitísk, af áður sögðum ástæðum, heldur þarf samstöðu og kjark. Ég lýsi eftir þjóðarátaki, öfugri byggðastefnu ... undir kjörorðinu Björgum borginni! Vesældómurinn og dugleysið gengur ekki lengur, stofnum, ef því er að skipta, nýjan Borgaraflokk: 1. Borgin á að kaupa hús í niðurníðslu og leigja þau út. 2. Það á að beita verktaka dagsektum sem heykjast á framkvæmdum. 3. Hámarksframkvæmdatími við miðborgarhús verði 1 ár. 4. Það á að vakta miðbæinn með sýnilegu eftirliti (afhverju þykir okkur brýnna að sekta ökumenn í bílastæðum en veggjakrotara? Mín vegna mætti breyta stöðumælavörðum í veggjarkrotsverði) 5. Sérstakt eftirlit (verktaki) sjái til þess að málað sé yfir veggjakrot jafn óðum og það birtist á skilgreindu miðborgarsvæði. 6. Það á að banna sölu úðabrúsa til fólks undir tvítugu - og helst alveg, nema fagmenn geti framvísað verkbeiðnum. 7. Ef ekki semst við lögreglu um aukna gæslu, eiga borgaryfirvöld að halda sjálf úti öryggisvörðum um helgar og nætur. 8. Efla að mun samstarf kráareigenda og verslunareigenda. 9. Stofna sérstakt embætti miðborgarstjóra (á skilgreindu svæði). 10. Og það á að skylda borgarfulltrúa til að ganga að minnsta kosti einu sinni í viku niður Laugaveginn með augun opin. Við getum ekki beðið lengur. Auðvitað er samanlögð borgarstjórn í sárum eftir allt hennar pólitíska harakíri, en við getum ekki lengur búið við laskað traust hennar. Við verðum að byrja sjálf ... ... byltingin hefur aldrei byrjað hjá atvinnupólitíkusum. Illu heilli minnir miðborg Reykjavíkur mig á Perpignan, ljótustu borg Frakklands, sem ég heimsótti á árum áður. Hún var (og er) ömurlegri en nokkur sovéskur viðbjóður fyrri tíma ráðstjórnar í skipulagsslysum. Grá, guggin, yfirgefin og ámátleg. Litlu skárri er miðborg Detroit við vötnin stóru í Ameríku; borg sem hefur aldrei borið sitt barr eftir kynþáttaóeirðir sjöunda áratugarins - og hefur, í báðum 40 ár, verið sviðpin jörð. Detroit er úthverfaborg án miðborgar ... af því hún fékk að grotna niður út af pólitísku dugleysi. Við erum á sömu leið. Látum herför Góðverkasamtakanna sem réðust gegn veggjakrotinu í gær verða upptakt að alvöru aðgerðum. Gefumst upp á stjórnmálamönnum, en þó ekki á sjálfum okkur ... -SER.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun