Kindum Büchels stolið eða slátrað Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2008 06:00 Verk Christofs Büchel, 2x3 metrar, var prentað á segldúk og því komið fyrir á Hjörleifshöfða en hefur verið skorið niður af óprúttnum aðilum. Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth. Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira
Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth.
Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Lífið Fleiri fréttir Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Sjá meira