Kindum Büchels stolið eða slátrað Jakob Bjarnar skrifar 21. maí 2008 06:00 Verk Christofs Büchel, 2x3 metrar, var prentað á segldúk og því komið fyrir á Hjörleifshöfða en hefur verið skorið niður af óprúttnum aðilum. Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth. Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira
Björn Roth segir vel koma til greina að kæra til lögreglu stuld á undeildu verki Christofs Büchel sem skorið var niður af ramma sínum á Hjörleifshöfða. „Við viljum líta svo á að um tugmilljóna stuld sé að ræða,“ segir Guðjón Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli. Verk hins heimsþekkta svissnesska listamanns, Christof Büchel, hafa vakið mikla athygli hér á landi en þar fjallar hann meðal annars um rasisma. Miklar innsetningar, eða veggspjöld prentuð á segldúk, 2x3 metrar, voru sett upp við Hvalfjarðargöng og svo tvö við Hjörleifshöfða. Nýverið rauk einhver til og skar verkin af römmum sínum þau sem voru á Hjörleifshöfða og haft á brott með sér. Mynd Büchels sýnir þrjár hvítar kindur stugga við einni svartri og hefur uppsetning þess kveikt viðbrögð. Meðal annars hafa starfsmenn borgarinnar farið til að rífa niður auglýsingaplaköt þar sem sjá má myndina. Gaui litli kom að uppsetningu verkanna og segir aðeins tvennt í stöðunni hvað varðar Hjörleifsverkin: Annað hvort hafi hreinlega einhver brjálæðingurinn, sem misskilur inntak verksins, rokið til, með hnífinn á lofti og fjarlægt verkið í pólitísku fári eða þá að þarna hafi einhver vafasamur listaverkasafnari verið á ferð. „Jahh, þetta gæti þess vegna dúkkað upp á Ebay. Hvað veit maður? Büchel er heimsþekktur listamaður. Talinn einn efnilegast listamaður samtímans og meta má verk hans á milljónir,” segir Gaui litli. Innsetningar Büchels eru liður í verkefninu Ferðalag/Journey sem er á vegum Listahátíðar og Björn Roth stjórnar. „Er Christof búinn að gera allt vitlaust? Já, eða landinn öllu heldur þó Christof hafi „startað” þessu,“ segir Björn. Hann segir að í sínum huga sé í raun ekki myndirnar, plakötin og skiltin sem séu hið eiginlega listaverk heldur viðbrögðin sem slík. „Fólk bregst við á mismunandi hátt. Í kjölfar þess að fjallað var um í sjónvarpsfréttum þegar plakötin voru rifin niður rauk kona ein út og fór að rífa niður plaköt. Aðspurð af hverju sagði hún: Sjónvarpið sagði það.“ Björn Roth segir vel koma til greina að kæra stuldinn á Hjörleifshöfða til lögreglu. „Og hvar endar þetta þá? Christof sjálfur vill ekki tjá sig um þetta á þessu stigi. Segir þetta verð að hafa sinn gang. Hann segir bara: Sjáum hvað verða vill. Sum verka hans eru pólitísk. Hann hefur gaman að því,“ segir Björn Roth.
Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Sjá meira