Valdið er laust Hallgrímur Helgason skrifar 29. mars 2008 06:00 Krónan hrundi fyrir páska og daginn eftir skipaði kaupmaður í Kringlunni búðarkrökkum sínum að hækka allar vörur um tvö þúsund kall. Siðlaust og ólöglegt en gert án aðfinnslu. Mjólkin hækkar um 14% eftir helgi. Bensínverðið er komið upp úr tankinum. Verðbólgan er komin af stað svo um munar. Allt að fara til fjandans. Um árabil höfum við mátt hlusta á yfirmenn Seðlabankans skýra síhækkandi stýrivexti með þeim rökum að hemja verði verðbólgu. Á netinu rakst ég á línurit sem sýnir að verðbólgan hefur elt þá sömu vexti af stakri samviskusemi. Þegar grafið er skoðað er engu líkara en að stýrivextirnir séu sú gulrót sem verðbólguasninn eltir. Og nú þegar asninn náði næstum því að bíta í gulrótarendann var honum snarhendis sveiflað enn hærra. Enn eru stýrivextir hækkaðir til að hemja verðbólgu og halda krónunni á floti. Samt tekst hvorugt. Hvers vegna? Vegna þess að Seðlabankastjórar ráða hvorki við krónu né verðbólgu. Þeir hafa engin völd.Handan hólsinsEn ríkisstjórnin situr þolinmóð handan hólsins og hlustar af andakt á ræður rökþrota manna og stillir sér svo upp við hljóðnema til að styðja ráðalaus rök. Þau geta víst ekki annað. Hvers vegna? Vegna þess að ríkisstjórnin ræður ekki yfir Seðlabankanum sem ræður hvorki við krónu né verðbólgu. Hún hefur engin völd.Í Helguvík var tekin fyrsta skóflustunga að nýju álveri, þrátt fyrir mótmæli umhverfisráðherra og afskiptaleysi iðnaðarráðherra. Nýtt álver er mætt á staðinn, óháð öllum losunarheimildum, þensluáhrifum og orkuöflunarkröfum. Bara af því að bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er duglegur maður. Hvers vegna getur þetta gerst? Vegna þess að umhverfis- og iðnaðarráðherra ráða ekki lengur hvort eða hvar næsta álver á að rísa. Þeir hafa engin völd. Í borgarstjórastólnum situr maður sem enginn vill sjá þar. Þess vegna lætur hann helst ekki sjá sig. Lætur lítið fyrir sér fara. Af tillitssemi við hann sjálfan er andlit hans jafnvel hulið í þeim fáu spaugstofusketsum sem hann hefur getið af sér. Á meðan er miðbærinn að breytast í gettóskreytta gámabyggð, landsbyggðin hrópar á samgöngumiðstöð og meirihlutafélagar hans stíga inn og út úr léttlestinni sem kannski á hugsanlega að fara að skoða. Borgarkerfið sjálft er óðum að breytast í veggjakrotaða eyðibyggð þar sem embættismenn sjást skvetta úr koppum örvæntingar sinnar af og til ofan í óskoðaða málefnagrunna. Hvers vegna allt stopp? Vegna þess að borgarstjórinn sést ekki. Og hefur því engin völd.Engin völdVið hlið hans situr Vilhjálmur valdaræningi og lætur jafn lítið fyrir sér fara. Hann veit jafn vel og borgarstjóri að enginn vill hann áfram í borgarstjórn, ekki einu sinni hans eigin liðsmenn. Af og til trommar hann þó upp og reynir að sýnast hafa áhrif. En allir vita að hann hefur þau ekki. Vegna þess að allir eru að bíða eftir að hann hætti. Villi er maður í biðstöðu. Og hefur því engin völd.Bið hans mætti stytta formaður hans og foringi. Og vera búinn að losa flokk og borg við þann vanda sem maðurinn er. En það gerist ekki. Hvers vegna? Vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur engin völd.Uppi á Mogga fagnar Hádegismóri sjötugsafmæli sínu með lestri greinar eftir skjaldbróður sinn úr Skeggjabekk sem hann heldur að muni auka sinn minnkaða hróður. En fólk veit sem er að hylling okkar mesta framfaramanns á afturhaldi tímans, KGB-manninum sem nýverið missti leyndóminn, er einungis tilkomin fyrir þá hvimleiðu venju landans að sitja í menntaskóla fram á fremsta kirkjubekk. En hvers vegna fær afmælisbarnið að sitja fram yfir aldur sinn tapandi tíu áskrifendum og tveimur milljónum króna á dag? Vegna þess að sá sem reddar þeim peningum hefur engin völd.Niðrí Skaftahlíð situr svo þögull þorlaus steinn og skrifar leiðara í boði Baugsfeðga, hafandi nýsvikið þá með orðhengilshætti í þeirra eigin blaði, á meðan lesendur velta því fyrir sér hvernig í veröldinni það gat gerst að "Baugsmiðillinn" fékk yfir sig Moggaritstjóra af gamla skólanum sem skipar starfsmönnum sínum að eyða öllu því sem í kynni að leynast frétt á meðan hann situr á þeirri stærstu sjálfur. Hvers vegna fær ritstjórinn að sitja áfram? Vegna þess að feðgarnir þora ekki að sýna sitt eigandavald. Þeir hafa engin völd.Góðir hálsar. Þannig er staðan á Íslandi í dag. Valdið er laust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Krónan hrundi fyrir páska og daginn eftir skipaði kaupmaður í Kringlunni búðarkrökkum sínum að hækka allar vörur um tvö þúsund kall. Siðlaust og ólöglegt en gert án aðfinnslu. Mjólkin hækkar um 14% eftir helgi. Bensínverðið er komið upp úr tankinum. Verðbólgan er komin af stað svo um munar. Allt að fara til fjandans. Um árabil höfum við mátt hlusta á yfirmenn Seðlabankans skýra síhækkandi stýrivexti með þeim rökum að hemja verði verðbólgu. Á netinu rakst ég á línurit sem sýnir að verðbólgan hefur elt þá sömu vexti af stakri samviskusemi. Þegar grafið er skoðað er engu líkara en að stýrivextirnir séu sú gulrót sem verðbólguasninn eltir. Og nú þegar asninn náði næstum því að bíta í gulrótarendann var honum snarhendis sveiflað enn hærra. Enn eru stýrivextir hækkaðir til að hemja verðbólgu og halda krónunni á floti. Samt tekst hvorugt. Hvers vegna? Vegna þess að Seðlabankastjórar ráða hvorki við krónu né verðbólgu. Þeir hafa engin völd.Handan hólsinsEn ríkisstjórnin situr þolinmóð handan hólsins og hlustar af andakt á ræður rökþrota manna og stillir sér svo upp við hljóðnema til að styðja ráðalaus rök. Þau geta víst ekki annað. Hvers vegna? Vegna þess að ríkisstjórnin ræður ekki yfir Seðlabankanum sem ræður hvorki við krónu né verðbólgu. Hún hefur engin völd.Í Helguvík var tekin fyrsta skóflustunga að nýju álveri, þrátt fyrir mótmæli umhverfisráðherra og afskiptaleysi iðnaðarráðherra. Nýtt álver er mætt á staðinn, óháð öllum losunarheimildum, þensluáhrifum og orkuöflunarkröfum. Bara af því að bæjarstjórinn í Reykjanesbæ er duglegur maður. Hvers vegna getur þetta gerst? Vegna þess að umhverfis- og iðnaðarráðherra ráða ekki lengur hvort eða hvar næsta álver á að rísa. Þeir hafa engin völd. Í borgarstjórastólnum situr maður sem enginn vill sjá þar. Þess vegna lætur hann helst ekki sjá sig. Lætur lítið fyrir sér fara. Af tillitssemi við hann sjálfan er andlit hans jafnvel hulið í þeim fáu spaugstofusketsum sem hann hefur getið af sér. Á meðan er miðbærinn að breytast í gettóskreytta gámabyggð, landsbyggðin hrópar á samgöngumiðstöð og meirihlutafélagar hans stíga inn og út úr léttlestinni sem kannski á hugsanlega að fara að skoða. Borgarkerfið sjálft er óðum að breytast í veggjakrotaða eyðibyggð þar sem embættismenn sjást skvetta úr koppum örvæntingar sinnar af og til ofan í óskoðaða málefnagrunna. Hvers vegna allt stopp? Vegna þess að borgarstjórinn sést ekki. Og hefur því engin völd.Engin völdVið hlið hans situr Vilhjálmur valdaræningi og lætur jafn lítið fyrir sér fara. Hann veit jafn vel og borgarstjóri að enginn vill hann áfram í borgarstjórn, ekki einu sinni hans eigin liðsmenn. Af og til trommar hann þó upp og reynir að sýnast hafa áhrif. En allir vita að hann hefur þau ekki. Vegna þess að allir eru að bíða eftir að hann hætti. Villi er maður í biðstöðu. Og hefur því engin völd.Bið hans mætti stytta formaður hans og foringi. Og vera búinn að losa flokk og borg við þann vanda sem maðurinn er. En það gerist ekki. Hvers vegna? Vegna þess að formaður Sjálfstæðisflokksins hefur engin völd.Uppi á Mogga fagnar Hádegismóri sjötugsafmæli sínu með lestri greinar eftir skjaldbróður sinn úr Skeggjabekk sem hann heldur að muni auka sinn minnkaða hróður. En fólk veit sem er að hylling okkar mesta framfaramanns á afturhaldi tímans, KGB-manninum sem nýverið missti leyndóminn, er einungis tilkomin fyrir þá hvimleiðu venju landans að sitja í menntaskóla fram á fremsta kirkjubekk. En hvers vegna fær afmælisbarnið að sitja fram yfir aldur sinn tapandi tíu áskrifendum og tveimur milljónum króna á dag? Vegna þess að sá sem reddar þeim peningum hefur engin völd.Niðrí Skaftahlíð situr svo þögull þorlaus steinn og skrifar leiðara í boði Baugsfeðga, hafandi nýsvikið þá með orðhengilshætti í þeirra eigin blaði, á meðan lesendur velta því fyrir sér hvernig í veröldinni það gat gerst að "Baugsmiðillinn" fékk yfir sig Moggaritstjóra af gamla skólanum sem skipar starfsmönnum sínum að eyða öllu því sem í kynni að leynast frétt á meðan hann situr á þeirri stærstu sjálfur. Hvers vegna fær ritstjórinn að sitja áfram? Vegna þess að feðgarnir þora ekki að sýna sitt eigandavald. Þeir hafa engin völd.Góðir hálsar. Þannig er staðan á Íslandi í dag. Valdið er laust.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir Skoðun