Bíó og sjónvarp

Þrjár myndir með fimm tilnefningar

The Curious Case of Benjamin Button hlaut fimm tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna.
The Curious Case of Benjamin Button hlaut fimm tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna.
Kvikmyndirnar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon og Doubt fengu flestar tilnefningar til Golden Globe-verðlaunanna, eða fimm talsins.

Meryl Streep og Kate Winslet hlutu tvær tilnefningar hvor, Streep fyrir hlutverk sín í Doubt og Mamma Mia! og Winslet fyrir frammistöðu sína í Revolutionary Road og The Reader. Anne Hathaway, Angelina Jolie og Kristin Scott Thomas voru einnig tilnefndar sem bestu dramatísku leikkonurnar. Hjá körlunum voru Leonardo DiCaprio, Frank Langella, Brad Pitt, Sean Penn og Mickey Rourke tilnefndir sem bestu leikararnir í dramatískri mynd.

Hinn látni Heath Ledger var tilnefndur fyrir aukahlutverk sitt sem Jókerinn í The Dark Knight en stutt er síðan hann vann til verðlauna Samtaka gagnrýnenda í Los Angeles fyrir frammistöðuna. Þetta var eina tilnefningin sem The Dark Knight hlaut og olli það mörgum vonbrigðum.

Í flokknum besta dramatíska myndin voru tilnefndar The Curious Case of Benjamin Button, Frost/Nixon, The Reader, Revolutionary Road og Slumdog Millionaire. Samkvæmt hefðinni er líklegt að flestar þessara mynda berjist einnig um Óskarinn á næsta ári.

Í flokknum besta gaman- eða söngvamyndin voru tilnefndar Burn After Reading, Happy-Go-Lucky, In Bruges, Mamma Mia! og Vicky Christina Barcelona.

Golden Globe-verðlaunin verða afhent við hátíðlega athöfn 11. janúar á næsta ári. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.