Póstkort frá brúninni Gerður Kristný skrifar 8. nóvember 2008 07:00 Allt í einu var ástandið farið að minna mig á verkfallið mikla haustið 1984. Þá bárust mér spurnir af því að nýtt lag með Kate Bush trónaði í efsta sæti breska vinsældalistans, „Running Up That Hill". Ég hafði aldrei heyrt það en það skipti nú minnstu því það var þegar orðið uppáhaldslagið mitt. Fyrir nokkru langaði mig allt í einu í geisladisk, tilfinning sem grípur mig sárasjaldan, en þá bar svo við að diskurinn var uppseldur. „Kemur hann aftur fyrir jól?" spurði ég afgreiðslufólkið í búðinni. „Já, örugglega," svaraði það en yppti um leið öxlum eins og þeir gera sem eru einmitt ekkert sérstaklega öruggir. Ég lötraði út í þungum þönkum. Kreppan hafði læðst upp að mér, blásaklausri konu sem aldrei hafði gerst svo fræg að taka myntkörfulán og fór með tramparana þrisvar til skósmiðs áður en þeir voru grafnir í sínum upprunalega kassa úti í garði - hér er engu hent. Það var ekki hægt að fá einn skitinn geisladisk! Þetta hlaut að vera vöruskorturinn sem varað hafði verið við. Ofan á allt annað var komin blússandi verðbólga og því góð ráð sjaldan verið jafn fokdýr. Ég vissi að tilgangslaust var að spyrja vinkonur mínar hvort þær ættu diskinn því þær hlusta ekki á rokk. Samt var ég ekki alveg viss á hvað þær hlustuðu þá. Einhvers staðar á ævinni hafði ég hætt að spyrja vini mína um tónlistarsmekk þeirra og dæma þá síðan eftir svarinu. Sem er auðvitað bara þröngsýni. Eftir nokkrar vangaveltur rifjaðist það upp fyrir mér að hafa séð skrifað um diskinn langþráða í Mogganum og brá á það ráð að hringja í gagnrýnandann, enda hafði hann eitt sinn birst heima hjá mér í mýflugumynd. Ég spurði hann hvort hann vildi lána mér diskinn. Gagnrýnandinn hélt það nú og litlu síðar var ég komin með diskinn í hendurnar. Og það sem meira var, þá mátti ég bara eiga hann. Gaf ég gagnrýnandanum óðara fimm stjörnur fyrir gjafmildina. Diskurinn reyndist jafnmikið ekkisens afbragð og mig hafði grunað. Fátt er jafnindælt og að láta kröftugt rokk löðrunga sig veggja á milli þar til maður stendur á öndinni. Mér leið ekki ósvipað og þegar ég fékk loks að heyra „Running Up That Hill" fyrir 24 árum. Stundum geta hlutir sem maður hefur orðið að hafa eilítið fyrir að eignast orðið dýrmætari en þeir sem koma of auðveldlega upp í hendurnar á manni. Það eykur manni þol, hef ég heyrt, að hlaupa upp í móti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Allt í einu var ástandið farið að minna mig á verkfallið mikla haustið 1984. Þá bárust mér spurnir af því að nýtt lag með Kate Bush trónaði í efsta sæti breska vinsældalistans, „Running Up That Hill". Ég hafði aldrei heyrt það en það skipti nú minnstu því það var þegar orðið uppáhaldslagið mitt. Fyrir nokkru langaði mig allt í einu í geisladisk, tilfinning sem grípur mig sárasjaldan, en þá bar svo við að diskurinn var uppseldur. „Kemur hann aftur fyrir jól?" spurði ég afgreiðslufólkið í búðinni. „Já, örugglega," svaraði það en yppti um leið öxlum eins og þeir gera sem eru einmitt ekkert sérstaklega öruggir. Ég lötraði út í þungum þönkum. Kreppan hafði læðst upp að mér, blásaklausri konu sem aldrei hafði gerst svo fræg að taka myntkörfulán og fór með tramparana þrisvar til skósmiðs áður en þeir voru grafnir í sínum upprunalega kassa úti í garði - hér er engu hent. Það var ekki hægt að fá einn skitinn geisladisk! Þetta hlaut að vera vöruskorturinn sem varað hafði verið við. Ofan á allt annað var komin blússandi verðbólga og því góð ráð sjaldan verið jafn fokdýr. Ég vissi að tilgangslaust var að spyrja vinkonur mínar hvort þær ættu diskinn því þær hlusta ekki á rokk. Samt var ég ekki alveg viss á hvað þær hlustuðu þá. Einhvers staðar á ævinni hafði ég hætt að spyrja vini mína um tónlistarsmekk þeirra og dæma þá síðan eftir svarinu. Sem er auðvitað bara þröngsýni. Eftir nokkrar vangaveltur rifjaðist það upp fyrir mér að hafa séð skrifað um diskinn langþráða í Mogganum og brá á það ráð að hringja í gagnrýnandann, enda hafði hann eitt sinn birst heima hjá mér í mýflugumynd. Ég spurði hann hvort hann vildi lána mér diskinn. Gagnrýnandinn hélt það nú og litlu síðar var ég komin með diskinn í hendurnar. Og það sem meira var, þá mátti ég bara eiga hann. Gaf ég gagnrýnandanum óðara fimm stjörnur fyrir gjafmildina. Diskurinn reyndist jafnmikið ekkisens afbragð og mig hafði grunað. Fátt er jafnindælt og að láta kröftugt rokk löðrunga sig veggja á milli þar til maður stendur á öndinni. Mér leið ekki ósvipað og þegar ég fékk loks að heyra „Running Up That Hill" fyrir 24 árum. Stundum geta hlutir sem maður hefur orðið að hafa eilítið fyrir að eignast orðið dýrmætari en þeir sem koma of auðveldlega upp í hendurnar á manni. Það eykur manni þol, hef ég heyrt, að hlaupa upp í móti.