Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson skrifar 7. nóvember 2008 07:00 Samningur um að færa útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins undir eitt útgáfufélag hefur skiljanlega vakið umræður um eignarhald á fjölmiðlum. Athyglisvert er á hinn bóginn að í umræðum á Alþingi um álitaefnið tókst flestum þingmönnum að ganga á svig við grundvallaratriði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og atvinnufrelsi og löggjafar um jafna samkeppnisstöðu. Þessi Alþingisumræða í byrjun vikunnar fór að meira og minna leyti fram í fjögurra ára gömlu andrúmi. Þá var tekist á um hvort leikreglurnar ætti að sníða eftir því hvaða einstaklingar ættu hlut í fjölmiðlum. Hádegissól málshefjanda og formanns Framsóknarflokksins bar nú sem fyrr við þær gömlu hugmyndahæðir. Af kögunarhóli ábyrgðarmanna fjölmiðla blasir við að ritstjórnarlegt sjálfstæði er miklu fremur háð fjárhagslegum styrk útgáfufyrirtækisins en fjölda hluthafanna. Einn ráðandi hluthafi getur haft næmari skilning á gildi ritstjórnarlegs sjálfstæðis en fimm af jafnri stærð. Því getur líka verið öfugt farið. Útgáfufyrirtæki sem ekki hefur ágóða sem markmið er líklegt til að hafa afmarkaðan ritstjórnarlegan tilgang með starfseminni. Ráði sjónarmið ágóðans rekstrarmarkmiðunum er á hinn veginn líklegra að eigendur vilji varðveita breiða og sjálfstæða ritstjórnarstefnu. Hún er einfaldlega meiri söluvara. Þessar aðstæður geta horft öðru vísi við lesanda blaðs eða hlustanda útvarps eða sjónvarps. Hann er ekki líklegur til að tengja saman fjárhagslegan styrk fjölmiðils og ritstjórnarlegt sjálfstæði. Á hinn bóginn er sennilegt að tilfinning hans sé sú að dreift eignarhald hafi í því efni meira vægi. Megi slík tilfinning verða til að efla traust á fjölmiðlum er rétt að horfa til þess. Umræður um dreift eignarhald ráðandi fjölmiðla eru eðlilegar í þessu ljósi. Takmarkanir af því tagi mega hins vegar ekki ganga á svig við ákvæði stjórnarskrárinnar eins og ætlunin var fyrir fjórum árum. Þær mega heldur ekki grafa undan sjálfstæði fjölmiðla með því að veikja rekstrarforsendur þeirra. Hér þarf því að finna ásættanlegt jafnvægi. Umræðan um þátttöku Ríkisútvarpsins ohf. á auglýsingamarkaði er sama marki brennd. Þar deila menn helst um hvort sanngjarnt sé að tiltekin einkafyrirtæki sitji að þessum markaði. Enginn ræðir þá staðreynd sem við blasir að Ríkisútvarpið ohf. fer ekki að settum leikreglum um opinberlega birt auglýsingaverð. Um það kæra þingmenn sig kollótta. Í nágrannalöndunum eru aðalútvarpsstöðvar ríkisins ekki á auglýsingamarkaði. Einkarekin fjölmiðlafyrirtæki vilja að sambærilegar reglur gildi hér og þar. Alþingi hefur á hinn bóginn ákveðið með lögum að Ríkisútvarpið eigi að reka markaðsstarfsemi og kosta hana með auglýsingum. Það er umdeilanleg skipan mála. Hún er þó að ákveðnu marki skiljanleg. Á hinn bóginn er óskiljanlegt með öllu að opinbert fyrirtæki, sem með lögum er ætluð þátttaka á markaðstorgi viðskiptanna, skuli undanþegið grundvallarreglum samkeppnisréttarins. Jafnvel frávikið frá aðalreglunni um að ríkið eigi að halda sér utan markaðsstarfseminnar þarf undanþágu frá grundvallarreglunni um sömu leikreglur fyrir alla. Hvers vegna geta Alþingi og markaðsfyrirtækin ekki sæst á þá málamiðlun að ríkisvaldið fái að vera á auglýsingamarkaði en lúti þá samkeppnisreglum? Hvaða hugsjónir standa gegn því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun
Samningur um að færa útgáfu Fréttablaðsins og Morgunblaðsins undir eitt útgáfufélag hefur skiljanlega vakið umræður um eignarhald á fjölmiðlum. Athyglisvert er á hinn bóginn að í umræðum á Alþingi um álitaefnið tókst flestum þingmönnum að ganga á svig við grundvallaratriði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og atvinnufrelsi og löggjafar um jafna samkeppnisstöðu. Þessi Alþingisumræða í byrjun vikunnar fór að meira og minna leyti fram í fjögurra ára gömlu andrúmi. Þá var tekist á um hvort leikreglurnar ætti að sníða eftir því hvaða einstaklingar ættu hlut í fjölmiðlum. Hádegissól málshefjanda og formanns Framsóknarflokksins bar nú sem fyrr við þær gömlu hugmyndahæðir. Af kögunarhóli ábyrgðarmanna fjölmiðla blasir við að ritstjórnarlegt sjálfstæði er miklu fremur háð fjárhagslegum styrk útgáfufyrirtækisins en fjölda hluthafanna. Einn ráðandi hluthafi getur haft næmari skilning á gildi ritstjórnarlegs sjálfstæðis en fimm af jafnri stærð. Því getur líka verið öfugt farið. Útgáfufyrirtæki sem ekki hefur ágóða sem markmið er líklegt til að hafa afmarkaðan ritstjórnarlegan tilgang með starfseminni. Ráði sjónarmið ágóðans rekstrarmarkmiðunum er á hinn veginn líklegra að eigendur vilji varðveita breiða og sjálfstæða ritstjórnarstefnu. Hún er einfaldlega meiri söluvara. Þessar aðstæður geta horft öðru vísi við lesanda blaðs eða hlustanda útvarps eða sjónvarps. Hann er ekki líklegur til að tengja saman fjárhagslegan styrk fjölmiðils og ritstjórnarlegt sjálfstæði. Á hinn bóginn er sennilegt að tilfinning hans sé sú að dreift eignarhald hafi í því efni meira vægi. Megi slík tilfinning verða til að efla traust á fjölmiðlum er rétt að horfa til þess. Umræður um dreift eignarhald ráðandi fjölmiðla eru eðlilegar í þessu ljósi. Takmarkanir af því tagi mega hins vegar ekki ganga á svig við ákvæði stjórnarskrárinnar eins og ætlunin var fyrir fjórum árum. Þær mega heldur ekki grafa undan sjálfstæði fjölmiðla með því að veikja rekstrarforsendur þeirra. Hér þarf því að finna ásættanlegt jafnvægi. Umræðan um þátttöku Ríkisútvarpsins ohf. á auglýsingamarkaði er sama marki brennd. Þar deila menn helst um hvort sanngjarnt sé að tiltekin einkafyrirtæki sitji að þessum markaði. Enginn ræðir þá staðreynd sem við blasir að Ríkisútvarpið ohf. fer ekki að settum leikreglum um opinberlega birt auglýsingaverð. Um það kæra þingmenn sig kollótta. Í nágrannalöndunum eru aðalútvarpsstöðvar ríkisins ekki á auglýsingamarkaði. Einkarekin fjölmiðlafyrirtæki vilja að sambærilegar reglur gildi hér og þar. Alþingi hefur á hinn bóginn ákveðið með lögum að Ríkisútvarpið eigi að reka markaðsstarfsemi og kosta hana með auglýsingum. Það er umdeilanleg skipan mála. Hún er þó að ákveðnu marki skiljanleg. Á hinn bóginn er óskiljanlegt með öllu að opinbert fyrirtæki, sem með lögum er ætluð þátttaka á markaðstorgi viðskiptanna, skuli undanþegið grundvallarreglum samkeppnisréttarins. Jafnvel frávikið frá aðalreglunni um að ríkið eigi að halda sér utan markaðsstarfseminnar þarf undanþágu frá grundvallarreglunni um sömu leikreglur fyrir alla. Hvers vegna geta Alþingi og markaðsfyrirtækin ekki sæst á þá málamiðlun að ríkisvaldið fái að vera á auglýsingamarkaði en lúti þá samkeppnisreglum? Hvaða hugsjónir standa gegn því?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun