Lífið

Hæðin kostaði næstum kirkjubrúðkaup

Það eru merk tímamót hjá Elísabetu og Hreiðari framundan en við tökur á Hæðinni fæddist fyrsta barnabarnið.
Það eru merk tímamót hjá Elísabetu og Hreiðari framundan en við tökur á Hæðinni fæddist fyrsta barnabarnið.
Annirnar á Hæðinni urðu til þess að Elísabet og Hreiðar Örn misstu næstum óstaðfestan tíma fyrir brúðkaup sitt í Lágafellskirkju. Hreiðar gleymdi að staðfesta tímann sem þau höfðu pantað 7. júní næstkomandi. Í gær kom í ljós að þau voru ekki með bókaðan tíma í kirkjunni, en greint var frá fyrirhuguðu brúðkaupi á Vísi við upphaf þáttanna. Með hjálp kirkjuvarðarins tókst þó að hliðra til og leysa málið og tími þeirra Hreiðars og Elísabetar stendur því klukkan 16 um daginn.

„Nú er loks tími til að fara að sinna brúðkaupsundrbúningi eftir langa og stranga vinnutörn í Árakri," segir Elísabet.

Gestir brúðkaupshjónanna mæta til athafnarinnar klukkan 16 en eftir það vita þeir ekki hvað bíður þeirra. Elísabet segir að það verði þó veisla, „Það er samt afar ólíklegt að flogið verði með alla í þyrlu upp á jökul," segir hún og hlær.

Parið hefur skipt út lesefni af náttborðinu. Í stað hönnunarbóka eru nú komnar ferðabækur um Brasilíu, en þangað ætla þau í brúðkaupsferð.

Að lokum hvetja þau almenning til að kjósa sig í símakosningunni fyrir úrslitaþáttinn í kvöld. „Það má hringja oft, það er ekki svindl," segja þau glettin að lokum.

Númerið þeirra er 900 9023 en einnig er hægt að kjósa með SMS í 1918 9023.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.