Eins og lauf í vindi Jón Kaldal skrifar 8. maí 2008 14:27 Undanfarin misseri hafa skipulagsmál í Reykjavík verið mörgum mjög hugleikin. Langmesta púðrið í umræðunni, ef hreinlega ekki allt, hefur farið í Vatnsmýrina og miðbæinn. Annars vegar hvort flugvöllurinn eigi að fara og hvað eigi að koma í staðinn, og hins vegar hvort rétt sé að heimila uppbyggingu við Laugaveg og nærliggjandi götur á kostnað húsa sem Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur ekki séð ástæðu til að friða. Á sama tíma og um þetta hefur verið deilt fram og aftur blindgötuna, hafa hljótt, en alls ekki hægt, risið mikil hverfi í útjaðri Reykjavíkur og í nágrannasveitarfélögunum. Og sú gríðarmikla uppbygging hefur farið fram án umræðu. Ekki orð um fagurfræði byggingarlistarinnar í þessum nýju hverfum, og ekki orð um þá samfélagsgerð sem endurspeglast í skipulagi þeirra. Það væri óskandi að meira jafnvægi hefði ríkt í allri þessari umræðu og framkvæmdagleði. Það er að segja, að ekki hefði aðeins verið talað í miðbænum og aðeins framkvæmt í úthverfunum. En nú er hamagangurinn að baki. Hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur séð til þess. Og íbúar höfuðborgarsvæðisins eru skyndilega að vakna upp við vondan draum hálfbyggðra úthverfa og miðbæ, sem missti af lestinni á einhverjum mestu uppgangstímum Íslandssögunnar. Staðreyndin er sú að á undanförnum árum hefur verið byggt feikilega mikið af verslunar- og þjónustuhúsnæði í höfuðborginni. Öll sú fjárfesting fór fram hjá miðbænum. Það er lærdómsríkt að líta um öxl og velta því fyrir sér hvað brást. Af hverju var horft fram hjá miðbænum? Þó voru þar vissulega miklir möguleikar fyrir hendi, og eru þar enn þótt þeir verði ekki nýttir á næstunni. Á árunum 1997 til 2001 var lögð mikil vinna í skipulagsverkefni sem fékk nafnið Þróunaráætlun miðborgar. Að því verki komi fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna í samvinnu við íbúa og atvinnurekendur. Afraksturinn var skýr stefna um samspil verndunar og uppbyggingar. Auðvitað fannst sumum of langt gengið, öðrum of skammt. Breytingar í grónum hverfum geta aldrei orðið öllum að skapi. Það mikilvægasta við þróunaráætlunina var að með henni var víglínan dregin, hvar átti að verjast og hvar sækja fram. Nú lítur út fyrir að öll þessi kostnaðarsama vinna sé farin ónotuð á öskuhauga sögunnar. Það þarf ekki að kafa djúpt eftir skýringum á því af hverju svona er komið. Á þeim ellefu árum sem eru liðin frá því að vinna við þróunaráætlunina hófst, hefur sjö sinnum verið skipt um formann skipulagsráðs borgarinnar. Í því sæti situr pólitíkus, fulltrúi meirihlutans hverju sinni. Og þegar haft er í huga hversu djúpt stjórnmálamennirnir hafa verið með nefið í hvers manns koppi í skipulagsmálunum, er ekkert undarlegt að glundroði ríki í málaflokknum. Skortur á stefnufestu hefur verið átakanlegur og þar bera kjörnir fulltrúar í fortíð og nútíð fulla ábyrgð. Fólk kemur engu í verk ef það feykist um eins og lauf í vindi, jafnvel í minnsta andvara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Undanfarin misseri hafa skipulagsmál í Reykjavík verið mörgum mjög hugleikin. Langmesta púðrið í umræðunni, ef hreinlega ekki allt, hefur farið í Vatnsmýrina og miðbæinn. Annars vegar hvort flugvöllurinn eigi að fara og hvað eigi að koma í staðinn, og hins vegar hvort rétt sé að heimila uppbyggingu við Laugaveg og nærliggjandi götur á kostnað húsa sem Húsafriðunarnefnd ríkisins hefur ekki séð ástæðu til að friða. Á sama tíma og um þetta hefur verið deilt fram og aftur blindgötuna, hafa hljótt, en alls ekki hægt, risið mikil hverfi í útjaðri Reykjavíkur og í nágrannasveitarfélögunum. Og sú gríðarmikla uppbygging hefur farið fram án umræðu. Ekki orð um fagurfræði byggingarlistarinnar í þessum nýju hverfum, og ekki orð um þá samfélagsgerð sem endurspeglast í skipulagi þeirra. Það væri óskandi að meira jafnvægi hefði ríkt í allri þessari umræðu og framkvæmdagleði. Það er að segja, að ekki hefði aðeins verið talað í miðbænum og aðeins framkvæmt í úthverfunum. En nú er hamagangurinn að baki. Hin alþjóðlega lánsfjárkreppa hefur séð til þess. Og íbúar höfuðborgarsvæðisins eru skyndilega að vakna upp við vondan draum hálfbyggðra úthverfa og miðbæ, sem missti af lestinni á einhverjum mestu uppgangstímum Íslandssögunnar. Staðreyndin er sú að á undanförnum árum hefur verið byggt feikilega mikið af verslunar- og þjónustuhúsnæði í höfuðborginni. Öll sú fjárfesting fór fram hjá miðbænum. Það er lærdómsríkt að líta um öxl og velta því fyrir sér hvað brást. Af hverju var horft fram hjá miðbænum? Þó voru þar vissulega miklir möguleikar fyrir hendi, og eru þar enn þótt þeir verði ekki nýttir á næstunni. Á árunum 1997 til 2001 var lögð mikil vinna í skipulagsverkefni sem fékk nafnið Þróunaráætlun miðborgar. Að því verki komi fjöldi innlendra og erlendra fræðimanna í samvinnu við íbúa og atvinnurekendur. Afraksturinn var skýr stefna um samspil verndunar og uppbyggingar. Auðvitað fannst sumum of langt gengið, öðrum of skammt. Breytingar í grónum hverfum geta aldrei orðið öllum að skapi. Það mikilvægasta við þróunaráætlunina var að með henni var víglínan dregin, hvar átti að verjast og hvar sækja fram. Nú lítur út fyrir að öll þessi kostnaðarsama vinna sé farin ónotuð á öskuhauga sögunnar. Það þarf ekki að kafa djúpt eftir skýringum á því af hverju svona er komið. Á þeim ellefu árum sem eru liðin frá því að vinna við þróunaráætlunina hófst, hefur sjö sinnum verið skipt um formann skipulagsráðs borgarinnar. Í því sæti situr pólitíkus, fulltrúi meirihlutans hverju sinni. Og þegar haft er í huga hversu djúpt stjórnmálamennirnir hafa verið með nefið í hvers manns koppi í skipulagsmálunum, er ekkert undarlegt að glundroði ríki í málaflokknum. Skortur á stefnufestu hefur verið átakanlegur og þar bera kjörnir fulltrúar í fortíð og nútíð fulla ábyrgð. Fólk kemur engu í verk ef það feykist um eins og lauf í vindi, jafnvel í minnsta andvara.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun