Bíó og sjónvarp

Kvikmyndasmiðja

Dagur Kári miðlar visku sinni til kvikmyndagerðarmanna.
Dagur Kári miðlar visku sinni til kvikmyndagerðarmanna. MYND/Arnþór

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík eða RIFF stendur að kvikmyndasmiðju 2. til 4. október. Smiðjan er einungis ætluð kvikmyndagerðarmönnum og ætluð þeim til framdráttar.

Boðið er upp á þétta dagskrá fyrirlestra, sem leidd er af fagmönnum, mörgum mjög þekktum á sínu sviði. Þar má nefna danska leiktjórann og leikkonuna Paprika Steen, franska höfundinn og leikstjórann Philippe Claudel, heimildakvikmyndagerðarmaninn Arto Halonen og Dag Kára Pétursson.

Þá fá þátttakendur keppnisrétt í stuttmyndakeppni hátíðarinnar, Gullna egginu, passa á hátíðina, hádegisverð og morgunmat á meðan á smiðjunni stendur og aðgang að öðrum veisluhöldum. Loks býðst þeim að kynna verk sín á vefsíðu RIFF. Skilyrði er að þátttakendur tali góða ensku og stundi nám eða vinni við kvikmyndagerð. Umsóknarfrestur er til 15. september, en umsóknir má nálgast á riff.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.