Viðskipti erlent

Hugsanlega rætist úr málum bílaframleiðenda í dag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Forstjórar GM, Chrysler og Ford.
Forstjórar GM, Chrysler og Ford.

Hugsanlegt er að Bandaríkjaþing samþykki í dag björgunaráætlun til handa bílaframleiðendunum General Motors og Chrysler, sem nægi til að halda fyrirtækjunum á floti fram í mars hefur Bloomberg eftir heimildamönnum sem kunnugir eru gangi mála.

Lánveitingin verði þó á þá leið að stjórnin geti tekið lánið til baka, fylgi bílaframleiðendurnir ekki ströngum skilyrðum sem sett verða. General Motors þarf minnst 11 milljarða dollara til að koma fjárhag sínum í skorður. Leggi fyrirtækið upp laupana missa tvær og hálf milljón manna vinnuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×