Lífið

David Cronenberg leikstýrir The Fly óperu í París

SB skrifar
Vísindamaðurinn breytist í óhugnalega flugu í óperu David Cronenberg.
Vísindamaðurinn breytist í óhugnalega flugu í óperu David Cronenberg. Photograph: Patrick Kovarik/AFP/Getty Images

Kanadíska kvikmyndagerðarmanninum David Cronenberg var vel fagnað í Théâtre du Châtelet óperunni í París í gær. Hann leikstýrir óperu sem er endurgerð á hryllingsmyndinni The Fly.

Uppsetningin er afar metnaðarfull. Howard Shore, sem samdi tónlistina í Hringadróttinssögu, sá um tónlistina og Placido Domingo, stjórnaði tónlistinni. Théâtre du Châteleter óperan er ein sú frægasta í París.

"The Fly var að mörgu leiti eins og ópera. Mig langaði ekki að endurgera myndina með skjávörpum eða slíku. Mig langaði að lífga hana við í leikhúsinu," sagði leikstjórinn David Cronenberg.



Frá vinstri: Stjórnandinn Placido Domingo, tónskáldið Howard Shore og söngvararnir Ruxandra Donose og Daniel Okulitch hneygja sig eftir frumsýninguna 30 júní.Photograph: Patrick Kovarik/AFP/Getty Images

The Fly kvikmyndin kom út árið 1986 og var með Jeff Goldblum í aðalhlutverki. Hún fjallar um vísindamann sem breytist í flugu. Brellurnar í umbreytingunni þótti ótrúlegar á sínum tíma.

Þeir sem hafa séð myndina hljóta að velta fyrir sér hvernig hægt sé að færa hina óhugnalegu risaflugu inn á óperusviðið.

"Þetta er saga um ástina og dauðan - ást sem er líkamlegum umbreytingum sterkari," segir Howard Shore í viðtali við Guardian.

The Fly óperan er fyrsta leikstjórnarverkefni David Cronenberg í óperuheiminum. Hann hefur þó lengi haft auga á að færa þessa gömlu hryllingsmynd í óperusalinn. Í gær var klappað ákaft fyrir honum í lok sýningar en þó þykir mörgum nóg um.

Enda óperan betur þekkt fyrir settlegar hefðarkonur og ástjúka greifa en ælandi risaflugur, blóð og ofbeldi.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×