Bíó og sjónvarp

Skrapp út fær góða dóma

Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma hjá bandaríska kvikmyndatímaritinu Variety.
Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma hjá bandaríska kvikmyndatímaritinu Variety.

Kvikmyndin Skrapp út fær góða dóma á heimasíðu hins virta bandaríska kvikmyndatímarits Variety. „Þetta er hæglát og sniðug gamanmynd um hassreykjandi íslenskt ljóðskáld, skrítna vini hennar og fjölskyldu. Skrapp út er lítil og skemmtileg mynd sem er uppfull af töfrandi augnablikum," segir í umfjöllun tímaritsins. „Leikstjórinn Sólveig Anspach sýnir meðfædda hæfileika fyrir hversdagslegu gríni og myndin gæti hitt í mark hjá almenningi fái hún góða dreifingu og gott umtal."

Skrapp út hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð síðan hún kom út fyrr í mánuðinum. Auk góðra dóma hérlendis fékk hún á dögunum Variety Piazze Grande-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Locarno í Sviss. Framleiðslu­fyrir­tæki leikarans Brads Pitt hefur einnig lýst yfir áhuga á að gera bandaríska útgáfu af myndinni. Samkvæmt Variety hefur Sólveig Anspach í hyggju að gera tvær framhaldsmyndir af Skrapp út sem kæmu í bíó eftir nokkur ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×